Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 12:01 Kylian Mbappé fékk rautt spjald og eins leiks bann fyrir brot á Antonio Blanco. EPA-EFE/ADRIAN RUIZ HIERRO Nú er orðið ljóst að Kylian Mbappé sleppur með aðeins eins leiks bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk fyrir háskalega tæklingu sína í 1-0 sigri Real Madrid gegn Alaves á Spáni um helgina. Mbappé sökkti tökkum í ökkla Antonios Blanco, fékk fyrst gult spjald en þeirri ákvörðun var breytt í rautt eftir myndbandsskoðun. Augljóst má vera að brotið verðskuldaði rautt spjald og aðeins spurning hve langt bann Mbappé yrði. Honestly mbappe deserves a lifetime ban tbh. That’s horrible 🥹 pic.twitter.com/f6XGgyLeEh— MC (@CrewsMat10) April 13, 2025 „Hneykslið hefur verið staðfest,“ skrifar spænska blaðið Mundo Deportivo í fyrirsögn, eftir að aganefnd komst að þeirri niðurstöðu að dæma frönsku stórstjörnuna í aðeins eins leiks bann. Blaðið er með bækistöðvar sínar í Barcelona. Ef Mbappé hefði fengið þriggja leikja bann hefði hann misst af úrslitaleiknum gegn Barcelona í spænska konungsbikarnum, þann 26. apríl. Mundo Deportivo segir að samkvæmt reglunum hafi brot Mbappé varðað 1-3 leikja banni en allt hafi bent til þess að Mbappé fengi tveggja leikja bann. Þess í stað missir hann aðeins af einum deildarleik, gegn Athletic Bilbao um næstu helgi. El arbitraje español con serios problemas, 40 minutos dos visitas al VAR, todos simulan, todos protestas pero lo más increíble que tenga que ir al VAR en este acción de Mbappé, @rfef pic.twitter.com/Az7U1uIbgc— Felipe Ramos Rizo (@ramosrizo) April 13, 2025 Rafa Yuste, varaforseti hjá Barcelona, var í viðtali eftir að liðið sló út Dortmund í Meistaradeildinni í gærkvöldi og talaði hreint út varðandi niðurstöðuna í máli Mbappé. „Tæklingin og bannið eru gjörsamlega út úr korti. Þetta var sjokkerandi og hefði getað valdið meiðslum. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Yuste. Mbappé og félagar í Real Madrid eru þó með hugann allan við leikinn í kvöld, gegn Arsenal, þar sem Real þarf að vinna upp þriggja marka forskot til að geta komist áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Carlo Ancelotti, sem áður hefur sagt að brot Mbappé hafi vissulega verðskuldað rautt spjald, vonast til að Frakkinn sýni sínar bestu hliðar í kvöld: „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel [í fyrradag] og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði þessi einstaklega sigursæli stjóri Real. Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Sjá meira
Mbappé sökkti tökkum í ökkla Antonios Blanco, fékk fyrst gult spjald en þeirri ákvörðun var breytt í rautt eftir myndbandsskoðun. Augljóst má vera að brotið verðskuldaði rautt spjald og aðeins spurning hve langt bann Mbappé yrði. Honestly mbappe deserves a lifetime ban tbh. That’s horrible 🥹 pic.twitter.com/f6XGgyLeEh— MC (@CrewsMat10) April 13, 2025 „Hneykslið hefur verið staðfest,“ skrifar spænska blaðið Mundo Deportivo í fyrirsögn, eftir að aganefnd komst að þeirri niðurstöðu að dæma frönsku stórstjörnuna í aðeins eins leiks bann. Blaðið er með bækistöðvar sínar í Barcelona. Ef Mbappé hefði fengið þriggja leikja bann hefði hann misst af úrslitaleiknum gegn Barcelona í spænska konungsbikarnum, þann 26. apríl. Mundo Deportivo segir að samkvæmt reglunum hafi brot Mbappé varðað 1-3 leikja banni en allt hafi bent til þess að Mbappé fengi tveggja leikja bann. Þess í stað missir hann aðeins af einum deildarleik, gegn Athletic Bilbao um næstu helgi. El arbitraje español con serios problemas, 40 minutos dos visitas al VAR, todos simulan, todos protestas pero lo más increíble que tenga que ir al VAR en este acción de Mbappé, @rfef pic.twitter.com/Az7U1uIbgc— Felipe Ramos Rizo (@ramosrizo) April 13, 2025 Rafa Yuste, varaforseti hjá Barcelona, var í viðtali eftir að liðið sló út Dortmund í Meistaradeildinni í gærkvöldi og talaði hreint út varðandi niðurstöðuna í máli Mbappé. „Tæklingin og bannið eru gjörsamlega út úr korti. Þetta var sjokkerandi og hefði getað valdið meiðslum. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Yuste. Mbappé og félagar í Real Madrid eru þó með hugann allan við leikinn í kvöld, gegn Arsenal, þar sem Real þarf að vinna upp þriggja marka forskot til að geta komist áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Carlo Ancelotti, sem áður hefur sagt að brot Mbappé hafi vissulega verðskuldað rautt spjald, vonast til að Frakkinn sýni sínar bestu hliðar í kvöld: „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel [í fyrradag] og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði þessi einstaklega sigursæli stjóri Real.
Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Sjá meira