Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 13:50 Bjarndís Helga Tómasdóttir er formaður Samtakanna 78. Vísir Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. Hópur andstæðinga trans fólks hefur háð áralanga baráttu fyrir dómstólum til að fá þessa niðurstöðu fram en málið snerist um merkingu hugtakanna „kyns“, „karls“ og „konu“, í breskum jafnréttislögum. Samtök kvenna sem eru mótfallin trans fólki stefndu skoskum stjórnvöldum þegar þau samþykktu lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana árið 2018, sem gerðu ráð fyrir að trans konur teldust konur. Stjórnandi samtakanna hélt því fram að þannig gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Grafi undan tilverurétti trans fólks Segir í niðurstöðu dómsins að þó að orðið líffræðilegt komi ekki fram í lögunum megi lesa úr þeim að ákvæðin næðu yfir fólk sem hefði tilekin líffræðileg einkenni, sem gerði það annað hvort að körlum eða konum. Aðrar skilgreiningar á lögunum gerðu þau samhengislaus og óframfylgjaneg. Niðurstaðan snýst aðeins um túlkun á þessum lögum, ekki almenna skilgreiningu á kynjunum. „Við fyrstu sýn virðist þetta hafa áhrif á mjög takmörkuðu sviði en það sem þetta er í raun og veru og það sem er alvarlegast við þetta er að þetta er einn staksteinn í þeirri vegferð að grafa undan trans fólki. Grafa undan tilverurétti trans fólks,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Hún nefnir að þettta sé nýjasta málið af mörgum, af svipuðum toga. „Við sjáum þetta auðvitað víðs vegar og úti um allan heim.Mest áberandi undanfarið hefur verið umræðan um það sem er að gerast í Bandaríkjunum því það er að gerast svo hratt og á svo stórum skalaen þetta er í rauninni sama vegferðin og við erum að sjá í Bretlandi og Ungverjalandi og mörgum fleiri löndum.“ Verði að líta til heimahaganna Ungversk stjórnvöld ákváðu fyrr í vikunni að banna fjöldasamkomur hinsegin fólks, þar á meðal gleðigönguna. Bjarndís segir þetta mikið áhyggjuefni, þarna sé verið að vega að réttindum hins almenna borgara. „Þetta er skipulagt, þetta er ekki að gerast organískt. Þetta er áhyggjuefni,“ segir Bjarndís. „Þetta er ekki eitthvað sem er að gerast í neinu tómarúmi. Þetta er vegferð sem, fyrir sjö árum síðan bannaði ríkisstjórn Victors Orban kynjafræði í háskólum. Ég held að það væri hollt fyrir okkur að setja þetta í samhengi við umræðuna hér á Íslandi, til dæmis sem við höfum séð á Alþingi nýlega.“ Hinsegin Bretland Ungverjaland Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Hópur andstæðinga trans fólks hefur háð áralanga baráttu fyrir dómstólum til að fá þessa niðurstöðu fram en málið snerist um merkingu hugtakanna „kyns“, „karls“ og „konu“, í breskum jafnréttislögum. Samtök kvenna sem eru mótfallin trans fólki stefndu skoskum stjórnvöldum þegar þau samþykktu lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana árið 2018, sem gerðu ráð fyrir að trans konur teldust konur. Stjórnandi samtakanna hélt því fram að þannig gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Grafi undan tilverurétti trans fólks Segir í niðurstöðu dómsins að þó að orðið líffræðilegt komi ekki fram í lögunum megi lesa úr þeim að ákvæðin næðu yfir fólk sem hefði tilekin líffræðileg einkenni, sem gerði það annað hvort að körlum eða konum. Aðrar skilgreiningar á lögunum gerðu þau samhengislaus og óframfylgjaneg. Niðurstaðan snýst aðeins um túlkun á þessum lögum, ekki almenna skilgreiningu á kynjunum. „Við fyrstu sýn virðist þetta hafa áhrif á mjög takmörkuðu sviði en það sem þetta er í raun og veru og það sem er alvarlegast við þetta er að þetta er einn staksteinn í þeirri vegferð að grafa undan trans fólki. Grafa undan tilverurétti trans fólks,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Hún nefnir að þettta sé nýjasta málið af mörgum, af svipuðum toga. „Við sjáum þetta auðvitað víðs vegar og úti um allan heim.Mest áberandi undanfarið hefur verið umræðan um það sem er að gerast í Bandaríkjunum því það er að gerast svo hratt og á svo stórum skalaen þetta er í rauninni sama vegferðin og við erum að sjá í Bretlandi og Ungverjalandi og mörgum fleiri löndum.“ Verði að líta til heimahaganna Ungversk stjórnvöld ákváðu fyrr í vikunni að banna fjöldasamkomur hinsegin fólks, þar á meðal gleðigönguna. Bjarndís segir þetta mikið áhyggjuefni, þarna sé verið að vega að réttindum hins almenna borgara. „Þetta er skipulagt, þetta er ekki að gerast organískt. Þetta er áhyggjuefni,“ segir Bjarndís. „Þetta er ekki eitthvað sem er að gerast í neinu tómarúmi. Þetta er vegferð sem, fyrir sjö árum síðan bannaði ríkisstjórn Victors Orban kynjafræði í háskólum. Ég held að það væri hollt fyrir okkur að setja þetta í samhengi við umræðuna hér á Íslandi, til dæmis sem við höfum séð á Alþingi nýlega.“
Hinsegin Bretland Ungverjaland Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira