„Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. apríl 2025 18:54 Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV Mynd: ÍBV ÍBV gerðu sér lítið fyrir og slógu Víking Reykjavík úr leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag með sannfærandi 3-0 sigri þegar liðin mættust á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. „Maður er náttúrulega bara í pínu sjokki, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV eftir sigurinn í dag. „Þetta var nokkuð jafn fyrri hálfleikur og mér fannst við bara spila mjög vel í fyrri hálfleik. Við eflumst svo svakalega við að skora fyrsta markið að þau hefði getað orðið nokkur í viðbót,“ „Þetta var eitthvað sem kom mér skemmtilega á óvart þó ég hafði alveg gríðarlega trú á liðinu og liðið er búið að vera spila vel“ Víkingar hafa síðustu ár verið ákveðin endakall í Mjólkurbikarnum og því gríðarlega sterkt að slá þá út strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er náttúrulega bara stórveldi, Víkingur er stórveldi í Íslenskum fótbolta og í þessum fyrstu tveimur leikjum í mótinu í Bestu deildinni búnir að vera langbesta liðið, enginn spurning“ „Við vorum bara frábærir í dag og maður fann líka þegar maður fór inn í hálfleikinn stemninguna í stuðningsmönnum. Það eru ekki búnar að vera miklar væntingar til okkar í sumar og maður fann alveg hvað fólk var á bakvið okkur. Mér fannst það gefa mér allavega rosalega mikið og leikmenn töluðu um það í hálfleiknum líka“ Eyjamenn fengu ákveðna gagnrýni eftir síðustu umferð fyrir að vera bitlausir fram á við en þeir svöruðu heldur betur fyrir það í dag. „Við fengum urmul af tækifærum á móti Aftureldingu til þess að klára leikinn og nýttum færin ekki einusinni vel í dag. Mér fannst við klaufar að skora ekki 2-3 mörk í síðasta leik og við hefðum getað skorað 4-6 í dag“ Sigur ÍBV gegn Víkingum í dag hlýtur að gefa Eyjamönnum helling komandi inn í næstu verkefni. „Ég held að þetta gefi helling. Það eru gríðarlega miklar breytingar á Eyjaliðinu frá því í fyrra og við fórum seint af stað að setja liðið saman útaf því að við misstum töluvert mikið af leikmönnum og það þetta er bara að smella. Við erum í seinni skipunum sem er svo sem ekkert nýtt fyrir ÍBV. Það skiptir svo sem ekki máli frábær leikur eða frábær æfing, þetta telur allt.“ „Við verðum samt að vera mættir í næsta leik. Við megum ekki vera á einhverju bleiku skýi þegar við mætum Fram í næsta leik“ sagði Þorlákur Árnason að lokum. Mjólkurbikar karla ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Sjá meira
„Maður er náttúrulega bara í pínu sjokki, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV eftir sigurinn í dag. „Þetta var nokkuð jafn fyrri hálfleikur og mér fannst við bara spila mjög vel í fyrri hálfleik. Við eflumst svo svakalega við að skora fyrsta markið að þau hefði getað orðið nokkur í viðbót,“ „Þetta var eitthvað sem kom mér skemmtilega á óvart þó ég hafði alveg gríðarlega trú á liðinu og liðið er búið að vera spila vel“ Víkingar hafa síðustu ár verið ákveðin endakall í Mjólkurbikarnum og því gríðarlega sterkt að slá þá út strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er náttúrulega bara stórveldi, Víkingur er stórveldi í Íslenskum fótbolta og í þessum fyrstu tveimur leikjum í mótinu í Bestu deildinni búnir að vera langbesta liðið, enginn spurning“ „Við vorum bara frábærir í dag og maður fann líka þegar maður fór inn í hálfleikinn stemninguna í stuðningsmönnum. Það eru ekki búnar að vera miklar væntingar til okkar í sumar og maður fann alveg hvað fólk var á bakvið okkur. Mér fannst það gefa mér allavega rosalega mikið og leikmenn töluðu um það í hálfleiknum líka“ Eyjamenn fengu ákveðna gagnrýni eftir síðustu umferð fyrir að vera bitlausir fram á við en þeir svöruðu heldur betur fyrir það í dag. „Við fengum urmul af tækifærum á móti Aftureldingu til þess að klára leikinn og nýttum færin ekki einusinni vel í dag. Mér fannst við klaufar að skora ekki 2-3 mörk í síðasta leik og við hefðum getað skorað 4-6 í dag“ Sigur ÍBV gegn Víkingum í dag hlýtur að gefa Eyjamönnum helling komandi inn í næstu verkefni. „Ég held að þetta gefi helling. Það eru gríðarlega miklar breytingar á Eyjaliðinu frá því í fyrra og við fórum seint af stað að setja liðið saman útaf því að við misstum töluvert mikið af leikmönnum og það þetta er bara að smella. Við erum í seinni skipunum sem er svo sem ekkert nýtt fyrir ÍBV. Það skiptir svo sem ekki máli frábær leikur eða frábær æfing, þetta telur allt.“ „Við verðum samt að vera mættir í næsta leik. Við megum ekki vera á einhverju bleiku skýi þegar við mætum Fram í næsta leik“ sagði Þorlákur Árnason að lokum.
Mjólkurbikar karla ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Sjá meira