Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2025 11:02 Adam Ægir kynntist allskyns áskorunum á Ítalíu og ákvað að best væri að snúa heim. Vísir/Arnar Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. Adam var lánaður til Perugia í ítölsku C-deildinni fyrir síðasta tímabil. Þar fékk hann fá tækifæri og færði sig til Novara í sömu deild. Ekki fjölgaði tækifærunum þar og Adam því snúinn heim. „Mér hefur alltaf liðið vel á Hlíðarenda þannig að ég er gríðarlega spenntur fyrir því að fara aftur í Valsbúninginn,“ segir Adam Ægir. Ítalíudvölin hafi reynst honum erfið, þó hann hafi einnig notið sín, á köflum. „Mér leið bara ekki alveg nægilega andlega vel þarna úti. Þetta er töluvert erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Fyrst og fremst er það að líða vel, vera með vinum og fjölskyldu. Að finna gleðina aftur.“ „Ef ég á að gera þetta upp þá var þetta skrautlegt en skemmtilegt. Þetta var krefjandi og ég er búinn að læra mjög mikið á sjálfan mig. Þetta var samt ævintýri, ég hef haft þónokkra þjálfara og mikið af einhverju bulli þarna. En það fer í reynslubankann,“ segir Adam Ægir. Vilji maður starfsöryggi er það að vera fótboltaþjálfari á Ítalíu neðarlega á lista. Adam hafði þónokkra þjálfara á nokkrum stöðum og það gekk á ýmsu. „Það var fyrst og fremst þreytandi, að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt með nýjum þjálfara. Það mætti halda að það sé einhver bölvun á mér. Þetta var orðið helvíti þreytt þarna í lokin, síðasti þjálfarinn var rekinn fyrir mánuði. Þá var þetta komið gott af því að sanna sig fyrir nýjum og nýjum þjálfara,“ segir Adam Ægir. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur til Vals, þar sem hann lék 13 leiki síðasta sumar og átti frábært tímabil 2023, eftir að hafa áður leikið með Víkingi og Keflavík í efstu deild. „Það vita allir að það eru gríðarleg gæði í þessu liði. Ég tel að ég geti bætt liðið að einhverju leyti og sýnt mín gæði aftur í þessari deild. Ég er gríðarlega spenntur að fá að sýna það. Ég held að Valur verði mjög góðir í sumar, þó margir keppist við að hrauna yfir þá. Valur verður alltaf við toppinn,“ segir Adam Ægir. Fréttina má sjá í spilaranum. Valur Íslenski boltinn Ítalski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Adam var lánaður til Perugia í ítölsku C-deildinni fyrir síðasta tímabil. Þar fékk hann fá tækifæri og færði sig til Novara í sömu deild. Ekki fjölgaði tækifærunum þar og Adam því snúinn heim. „Mér hefur alltaf liðið vel á Hlíðarenda þannig að ég er gríðarlega spenntur fyrir því að fara aftur í Valsbúninginn,“ segir Adam Ægir. Ítalíudvölin hafi reynst honum erfið, þó hann hafi einnig notið sín, á köflum. „Mér leið bara ekki alveg nægilega andlega vel þarna úti. Þetta er töluvert erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Fyrst og fremst er það að líða vel, vera með vinum og fjölskyldu. Að finna gleðina aftur.“ „Ef ég á að gera þetta upp þá var þetta skrautlegt en skemmtilegt. Þetta var krefjandi og ég er búinn að læra mjög mikið á sjálfan mig. Þetta var samt ævintýri, ég hef haft þónokkra þjálfara og mikið af einhverju bulli þarna. En það fer í reynslubankann,“ segir Adam Ægir. Vilji maður starfsöryggi er það að vera fótboltaþjálfari á Ítalíu neðarlega á lista. Adam hafði þónokkra þjálfara á nokkrum stöðum og það gekk á ýmsu. „Það var fyrst og fremst þreytandi, að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt með nýjum þjálfara. Það mætti halda að það sé einhver bölvun á mér. Þetta var orðið helvíti þreytt þarna í lokin, síðasti þjálfarinn var rekinn fyrir mánuði. Þá var þetta komið gott af því að sanna sig fyrir nýjum og nýjum þjálfara,“ segir Adam Ægir. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur til Vals, þar sem hann lék 13 leiki síðasta sumar og átti frábært tímabil 2023, eftir að hafa áður leikið með Víkingi og Keflavík í efstu deild. „Það vita allir að það eru gríðarleg gæði í þessu liði. Ég tel að ég geti bætt liðið að einhverju leyti og sýnt mín gæði aftur í þessari deild. Ég er gríðarlega spenntur að fá að sýna það. Ég held að Valur verði mjög góðir í sumar, þó margir keppist við að hrauna yfir þá. Valur verður alltaf við toppinn,“ segir Adam Ægir. Fréttina má sjá í spilaranum.
Valur Íslenski boltinn Ítalski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira