Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Bjarki Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 18:23 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Vísir/Sigurjón Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Sveitarstjóri telur húsið henta vel sem meðferðarheimili fyrir börn en ríkið hefur hingað til ekki haft áhuga á því. Hann vonar að nýr ráðherra endurskoði þá afstöðu. Meðferðarheimili fyrir börn við Háholt í Skagafirði var byggt árið 1998 en því var lokað árið 2017. Húsið hefur staðið meira og minna autt síðan þá. Að lokum setti sveitarfélagið það á sölu í febrúar á þessu ári þar sem ekki leit út fyrir að ríkið myndi nokkurn tímann hafa áhuga á að reka þar úrræði á ný. Þáverandi barnamálaráðherra sagði húsnæðið ekki henta fyrir meðferðarúrræði fyrir börn. Húsnæðið var selt með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Það er því komið aftur á sölu. „Menn töluðu um að hér vantaði sérfræðinga, sem ég vil meina að sé ekki rétt. Þetta var auðvitað rekið í áraraðir sem meðferðarúrræði. Svo var talað um langan viðbragðstíma, langt í heilbrigðisaðstoð eða annað slíkt, en það á heldur ekki við nein rök að styðjast. Tímalengdin sem ráðuneytið gaf upp stenst ekki. Það var eins og neyðarbílar væru að keyra í Háholt á fjörutíu kílómetra hraða miðað við þann tíma sem ráðuneytið gaf upp,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Halda söluferlinu áfram Frá Háholti eru fimm kílómetrar í Varmahlíð og 22 kílómetrar í Sauðárkrók. Sigfús vonast til þess að nýr barnamálaráðherra skoði hlutina upp á nýtt, enda hafa fjölmiðlar reglulega fjallað um vandann sem blasir við í málefnum Stuðla og annarra meðferðarúrræða fyrir börn. „Þetta húsnæði var sérstaklega byggt sem meðferðarúrræði á sínum tíma. Þess vegna finnst mér þetta sérstakt, því það blasir við öllum vandi í þessum málaflokki. Að þetta sé ekki í það minnsta íhugað í staðinn fyrir að byggja nýtt og dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigfús Ingi. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Anton Brink Ríkinu gefst kostur á að ræða við sveitarfélagið, en á meðan er húsnæðið enn til sölu. „Nú veit ég ekki hvað nýr ráðherra segir, við kannski höfum samband við hann eftir helgi. Sjáum hvað gerist. En við höldum alla vega áfram þessu ferli með söluna, sama hvort ríkið stígi inn í eða ekki. Skagafjörður Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Meðferðarheimili fyrir börn við Háholt í Skagafirði var byggt árið 1998 en því var lokað árið 2017. Húsið hefur staðið meira og minna autt síðan þá. Að lokum setti sveitarfélagið það á sölu í febrúar á þessu ári þar sem ekki leit út fyrir að ríkið myndi nokkurn tímann hafa áhuga á að reka þar úrræði á ný. Þáverandi barnamálaráðherra sagði húsnæðið ekki henta fyrir meðferðarúrræði fyrir börn. Húsnæðið var selt með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Það er því komið aftur á sölu. „Menn töluðu um að hér vantaði sérfræðinga, sem ég vil meina að sé ekki rétt. Þetta var auðvitað rekið í áraraðir sem meðferðarúrræði. Svo var talað um langan viðbragðstíma, langt í heilbrigðisaðstoð eða annað slíkt, en það á heldur ekki við nein rök að styðjast. Tímalengdin sem ráðuneytið gaf upp stenst ekki. Það var eins og neyðarbílar væru að keyra í Háholt á fjörutíu kílómetra hraða miðað við þann tíma sem ráðuneytið gaf upp,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Halda söluferlinu áfram Frá Háholti eru fimm kílómetrar í Varmahlíð og 22 kílómetrar í Sauðárkrók. Sigfús vonast til þess að nýr barnamálaráðherra skoði hlutina upp á nýtt, enda hafa fjölmiðlar reglulega fjallað um vandann sem blasir við í málefnum Stuðla og annarra meðferðarúrræða fyrir börn. „Þetta húsnæði var sérstaklega byggt sem meðferðarúrræði á sínum tíma. Þess vegna finnst mér þetta sérstakt, því það blasir við öllum vandi í þessum málaflokki. Að þetta sé ekki í það minnsta íhugað í staðinn fyrir að byggja nýtt og dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigfús Ingi. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Anton Brink Ríkinu gefst kostur á að ræða við sveitarfélagið, en á meðan er húsnæðið enn til sölu. „Nú veit ég ekki hvað nýr ráðherra segir, við kannski höfum samband við hann eftir helgi. Sjáum hvað gerist. En við höldum alla vega áfram þessu ferli með söluna, sama hvort ríkið stígi inn í eða ekki.
Skagafjörður Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira