Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Bjarki Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 18:23 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Vísir/Sigurjón Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Sveitarstjóri telur húsið henta vel sem meðferðarheimili fyrir börn en ríkið hefur hingað til ekki haft áhuga á því. Hann vonar að nýr ráðherra endurskoði þá afstöðu. Meðferðarheimili fyrir börn við Háholt í Skagafirði var byggt árið 1998 en því var lokað árið 2017. Húsið hefur staðið meira og minna autt síðan þá. Að lokum setti sveitarfélagið það á sölu í febrúar á þessu ári þar sem ekki leit út fyrir að ríkið myndi nokkurn tímann hafa áhuga á að reka þar úrræði á ný. Þáverandi barnamálaráðherra sagði húsnæðið ekki henta fyrir meðferðarúrræði fyrir börn. Húsnæðið var selt með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Það er því komið aftur á sölu. „Menn töluðu um að hér vantaði sérfræðinga, sem ég vil meina að sé ekki rétt. Þetta var auðvitað rekið í áraraðir sem meðferðarúrræði. Svo var talað um langan viðbragðstíma, langt í heilbrigðisaðstoð eða annað slíkt, en það á heldur ekki við nein rök að styðjast. Tímalengdin sem ráðuneytið gaf upp stenst ekki. Það var eins og neyðarbílar væru að keyra í Háholt á fjörutíu kílómetra hraða miðað við þann tíma sem ráðuneytið gaf upp,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Halda söluferlinu áfram Frá Háholti eru fimm kílómetrar í Varmahlíð og 22 kílómetrar í Sauðárkrók. Sigfús vonast til þess að nýr barnamálaráðherra skoði hlutina upp á nýtt, enda hafa fjölmiðlar reglulega fjallað um vandann sem blasir við í málefnum Stuðla og annarra meðferðarúrræða fyrir börn. „Þetta húsnæði var sérstaklega byggt sem meðferðarúrræði á sínum tíma. Þess vegna finnst mér þetta sérstakt, því það blasir við öllum vandi í þessum málaflokki. Að þetta sé ekki í það minnsta íhugað í staðinn fyrir að byggja nýtt og dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigfús Ingi. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Anton Brink Ríkinu gefst kostur á að ræða við sveitarfélagið, en á meðan er húsnæðið enn til sölu. „Nú veit ég ekki hvað nýr ráðherra segir, við kannski höfum samband við hann eftir helgi. Sjáum hvað gerist. En við höldum alla vega áfram þessu ferli með söluna, sama hvort ríkið stígi inn í eða ekki. Skagafjörður Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Meðferðarheimili fyrir börn við Háholt í Skagafirði var byggt árið 1998 en því var lokað árið 2017. Húsið hefur staðið meira og minna autt síðan þá. Að lokum setti sveitarfélagið það á sölu í febrúar á þessu ári þar sem ekki leit út fyrir að ríkið myndi nokkurn tímann hafa áhuga á að reka þar úrræði á ný. Þáverandi barnamálaráðherra sagði húsnæðið ekki henta fyrir meðferðarúrræði fyrir börn. Húsnæðið var selt með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Það er því komið aftur á sölu. „Menn töluðu um að hér vantaði sérfræðinga, sem ég vil meina að sé ekki rétt. Þetta var auðvitað rekið í áraraðir sem meðferðarúrræði. Svo var talað um langan viðbragðstíma, langt í heilbrigðisaðstoð eða annað slíkt, en það á heldur ekki við nein rök að styðjast. Tímalengdin sem ráðuneytið gaf upp stenst ekki. Það var eins og neyðarbílar væru að keyra í Háholt á fjörutíu kílómetra hraða miðað við þann tíma sem ráðuneytið gaf upp,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Halda söluferlinu áfram Frá Háholti eru fimm kílómetrar í Varmahlíð og 22 kílómetrar í Sauðárkrók. Sigfús vonast til þess að nýr barnamálaráðherra skoði hlutina upp á nýtt, enda hafa fjölmiðlar reglulega fjallað um vandann sem blasir við í málefnum Stuðla og annarra meðferðarúrræða fyrir börn. „Þetta húsnæði var sérstaklega byggt sem meðferðarúrræði á sínum tíma. Þess vegna finnst mér þetta sérstakt, því það blasir við öllum vandi í þessum málaflokki. Að þetta sé ekki í það minnsta íhugað í staðinn fyrir að byggja nýtt og dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigfús Ingi. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Anton Brink Ríkinu gefst kostur á að ræða við sveitarfélagið, en á meðan er húsnæðið enn til sölu. „Nú veit ég ekki hvað nýr ráðherra segir, við kannski höfum samband við hann eftir helgi. Sjáum hvað gerist. En við höldum alla vega áfram þessu ferli með söluna, sama hvort ríkið stígi inn í eða ekki.
Skagafjörður Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira