Diddy ekki veittur aukafrestur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. apríl 2025 19:25 Diddy hefur setið í fangelsi í Brooklyn í New York síðan í september. Getty/Dave Benett Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. Mál Combs hefur vakið heimsathygli en hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Combs, sem er 55 ára, hefur hafnað sök í fimm ákæruliðum sem varða fjárkúgun og mansal. Saksóknarar í Manhattan saka rapparann um að notfæra sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynferðislega á tuttugu ára tímabili, frá 2004 til 2024. Lögmenn Combs segja samþykki hafa verið fyrir hendi í öllum þeim kynferðisathöfnum sem lýst er í ákærum á hendur honum. Einn þeirra, Marc Agnifilio, lagði í byrjun apríl fram beiðni um að réttarhöldunum yrði frestað um tvo mánuði til þess að meiri tími gæfist til undirbúnings, sem fælist meðal annars í að lesa tölvupósta sem hann hefði rukkað einn meintra þolenda um. Arun Subramanian héraðsdómari féllst ekki á beiðnina. Í frétt Reuters um málið segir að ríkissaksóknarar hafi verið andvígir hvers lags seinkun á réttarhöldunum. Fyrr í mánuðinum hafi bæst í ákærur á hendur Combs en þær hafi ekki falið í sér ný gögn eða upplýsingar. Subramanian sagði einnig í yfirheyrslu í gær að nokkrum meintum þolendum byðist sá kostur að gefa vitnisburð sinn undir nafnleynd af öryggisástæðum. Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50 Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52 Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37 Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. 25. september 2024 08:32 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Mál Combs hefur vakið heimsathygli en hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Combs, sem er 55 ára, hefur hafnað sök í fimm ákæruliðum sem varða fjárkúgun og mansal. Saksóknarar í Manhattan saka rapparann um að notfæra sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynferðislega á tuttugu ára tímabili, frá 2004 til 2024. Lögmenn Combs segja samþykki hafa verið fyrir hendi í öllum þeim kynferðisathöfnum sem lýst er í ákærum á hendur honum. Einn þeirra, Marc Agnifilio, lagði í byrjun apríl fram beiðni um að réttarhöldunum yrði frestað um tvo mánuði til þess að meiri tími gæfist til undirbúnings, sem fælist meðal annars í að lesa tölvupósta sem hann hefði rukkað einn meintra þolenda um. Arun Subramanian héraðsdómari féllst ekki á beiðnina. Í frétt Reuters um málið segir að ríkissaksóknarar hafi verið andvígir hvers lags seinkun á réttarhöldunum. Fyrr í mánuðinum hafi bæst í ákærur á hendur Combs en þær hafi ekki falið í sér ný gögn eða upplýsingar. Subramanian sagði einnig í yfirheyrslu í gær að nokkrum meintum þolendum byðist sá kostur að gefa vitnisburð sinn undir nafnleynd af öryggisástæðum.
Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50 Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52 Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37 Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. 25. september 2024 08:32 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
„Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50
Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52
Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37
Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. 25. september 2024 08:32
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila