Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 11:02 Það vantaði ekkert upp á stemninguna á Sjally Pally, eins og blaðamaðurinn Will Schofield fékk að kynnast. Facebook/Píludeild Þórs Það var mikil stemning og fullt út úr dyrum á pílumótinu Sjally Pally í Sjallanum á Akureyri á dögunum. Á meðal þeirra sem heilluðust af mótinu er enski blaðamaðurinn Will Schofield eins og hann skrifaði um í pistli á Daily Star. Alexander Veigar Þorvaldsson og Ingibjörg Magnúsdóttir fögnuðu sigri á mótinu í ár, eftir sigra gegn Matthíasi Friðrikssyni og Kittu Einarsdóttur í úrslitaleikjunum. Þessu lýstu kynnarnir John McDonald og Russ Bray en það var koma þessara heimsþekktu manna til Íslands sem fékk blaðamanninn Schofield til að taka flugið til Íslands og sjá hvað þar væri eiginlega í gangi. Í pistli sínum skrifar hann um upplifun sína af Akureyri, sem hann lýsir sem eins konar hjara veraldar vegna nálægðar við norðurpólinn, og af mótinu í Sjallanum. Það var að sjálfsögðu rjómablíða á Akureyri þegar Schofield dvaldi þar og hann naut þess einnig að vera inni í Sjallanum, á móti sem hann lýsir sem óvenjulegu. Pílukast sé hins vegar alls staðar eins og að ástríðan hafi augljóslega verið mjög mikil á mótinu en það er haldið af píludeild Þórs og var þetta í annað sinn sem mótið fer fram í Sjallanum. Þá veltir Schofield því fyrir sér hvort að Ísland muni jafnvel eignast fulltrúa á HM, í Ally Pally, áður en langt um líður. Hann segir hæfileikana alveg til staðar og að Matthías og Alexander hafi sýnt frammistöðu sem sómi sér á Evrópumótaröðinni. Hann bætir við að Matthías hafi verið afar öflugur í uppbyggingu pílunnar á Íslandi og til að mynda lagað ljósabúnaðinn á sviðinu áður en hann keppti sjálfur í átta manna úrslitum. Schofield segir mótið á Akureyri hafa staðist samanburð við toppmót í Bretlandi. Hann hafi verið gjörsamlega heillaður. Skömmu síðar var hann svo á móti í Manchester, þar sem vissulega hafi verið meira undir en áhorfendurnir hins vegar alls, alls ekki eins ástríðufullir og þau hundruð sem mættu í Sjallann. Pílukast Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Alexander Veigar Þorvaldsson og Ingibjörg Magnúsdóttir fögnuðu sigri á mótinu í ár, eftir sigra gegn Matthíasi Friðrikssyni og Kittu Einarsdóttur í úrslitaleikjunum. Þessu lýstu kynnarnir John McDonald og Russ Bray en það var koma þessara heimsþekktu manna til Íslands sem fékk blaðamanninn Schofield til að taka flugið til Íslands og sjá hvað þar væri eiginlega í gangi. Í pistli sínum skrifar hann um upplifun sína af Akureyri, sem hann lýsir sem eins konar hjara veraldar vegna nálægðar við norðurpólinn, og af mótinu í Sjallanum. Það var að sjálfsögðu rjómablíða á Akureyri þegar Schofield dvaldi þar og hann naut þess einnig að vera inni í Sjallanum, á móti sem hann lýsir sem óvenjulegu. Pílukast sé hins vegar alls staðar eins og að ástríðan hafi augljóslega verið mjög mikil á mótinu en það er haldið af píludeild Þórs og var þetta í annað sinn sem mótið fer fram í Sjallanum. Þá veltir Schofield því fyrir sér hvort að Ísland muni jafnvel eignast fulltrúa á HM, í Ally Pally, áður en langt um líður. Hann segir hæfileikana alveg til staðar og að Matthías og Alexander hafi sýnt frammistöðu sem sómi sér á Evrópumótaröðinni. Hann bætir við að Matthías hafi verið afar öflugur í uppbyggingu pílunnar á Íslandi og til að mynda lagað ljósabúnaðinn á sviðinu áður en hann keppti sjálfur í átta manna úrslitum. Schofield segir mótið á Akureyri hafa staðist samanburð við toppmót í Bretlandi. Hann hafi verið gjörsamlega heillaður. Skömmu síðar var hann svo á móti í Manchester, þar sem vissulega hafi verið meira undir en áhorfendurnir hins vegar alls, alls ekki eins ástríðufullir og þau hundruð sem mættu í Sjallann.
Pílukast Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira