Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2025 14:44 Starfsmenn og stjórnendur borverksins með jarðborinn Óðinn í bakgrunni. Aðsend/Aron Ingi Gestsson Í gærmorgun hóf HS Orka að bora fyrstu djúpu rannsóknarborholu í Krýsuvík. Áætlunin er að afla sér ítarlegri þekkingu á jarðhitakerfinu með það að markmiði að framleiða heitt vatn til notkunar á höfuðborgarsvæðinu. „Í gærmorgun hófst borun fyrstu djúpu rannsóknarborholunnar við Sveifluháls í Krýsuvík en borunin er hluti af jarðhitarannsóknum HS Orku á Krýsuvíkursvæðinu,“ segir í tilkynningu frá HS Orku. Yfirborðsrannsókn á svæðinu er lokið en markmiðið verkefnisins er að framleiða heitt vatn fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið auk rafmagns inn á landskerfið. Í tilkynningunni segir að ætla megi að nýtt orkuver geti hitað upp fimmtíu þúsund manna byggð og haft 100 megawatta rafmagnsaflsgetu. Í dag kemur stærsti hlutur heitavatns á höfuðborgarsvæðinu frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Áætlunin er að bora allt að 2750 metra langa holu niður á rúmlega tveggja kílómetra dýpi til að „auka þekkingu á jarðhitakerfinu, sannreyna tilvist háhitaauðlindar og meta nýtingu hennar á svæðinu Sveifluháls-Austurengjar.“ Að sögn Birnu Lárusdóttur, upplýsingafulltrúa HS Orku er rafmagnsdrifni borinn í gangi allan sólarhringinn. Skili þessar rannsóknir tilætluðum árangri mun rísa jarðvarmaver við Sveifluháls en þó sé ekki tímabært að segja til um staðsetningu versins. Það fari eftir niðurstöðum rannsóknarinnar auk umhverfismats. Landsvæðið þar sem rannsóknirnar fara fram á er á vinsælu útivistarsvæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn og HS Orka undirrituðu samning um heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingar auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda á síðasta ári. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem rannsóknarstarf fer fram á Krýsuvíkursvæðinu en það nær aftur til ársins 1941. Alls hafa 34 holur verið boraðar á svæðinu á þessum tíma. Jarðhiti Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Í gærmorgun hófst borun fyrstu djúpu rannsóknarborholunnar við Sveifluháls í Krýsuvík en borunin er hluti af jarðhitarannsóknum HS Orku á Krýsuvíkursvæðinu,“ segir í tilkynningu frá HS Orku. Yfirborðsrannsókn á svæðinu er lokið en markmiðið verkefnisins er að framleiða heitt vatn fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið auk rafmagns inn á landskerfið. Í tilkynningunni segir að ætla megi að nýtt orkuver geti hitað upp fimmtíu þúsund manna byggð og haft 100 megawatta rafmagnsaflsgetu. Í dag kemur stærsti hlutur heitavatns á höfuðborgarsvæðinu frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Áætlunin er að bora allt að 2750 metra langa holu niður á rúmlega tveggja kílómetra dýpi til að „auka þekkingu á jarðhitakerfinu, sannreyna tilvist háhitaauðlindar og meta nýtingu hennar á svæðinu Sveifluháls-Austurengjar.“ Að sögn Birnu Lárusdóttur, upplýsingafulltrúa HS Orku er rafmagnsdrifni borinn í gangi allan sólarhringinn. Skili þessar rannsóknir tilætluðum árangri mun rísa jarðvarmaver við Sveifluháls en þó sé ekki tímabært að segja til um staðsetningu versins. Það fari eftir niðurstöðum rannsóknarinnar auk umhverfismats. Landsvæðið þar sem rannsóknirnar fara fram á er á vinsælu útivistarsvæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn og HS Orka undirrituðu samning um heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingar auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda á síðasta ári. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem rannsóknarstarf fer fram á Krýsuvíkursvæðinu en það nær aftur til ársins 1941. Alls hafa 34 holur verið boraðar á svæðinu á þessum tíma.
Jarðhiti Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira