Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2025 16:17 Southampton náði óvænt í stig. Justin Setterfield/Getty Images Southampton náði í óvænt stig gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þar með hefur Southampton jafnað stigafjölda Derby County frá tímabilinu 2007/08 en það tímabilið fékk Derby lægsta stigafjölda í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Southampton hefur verið vægast sagt átakanlegt á leiktíðinni og stefndi lengi í vel að það myndi skáka Derby sem slakasta lið í sögu deildarinnar. Það verður ekki sagt að það hafi legið í loftinu að liðið myndi fá stig í dag en þegar komið var inn í uppbótartíma var staðan 1-0 West Ham í vil þökk sé marki Jarrod Bowen í upphafi síðari hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Lesley Ugochukwu hins vegar metin, lokatölur í Lundúnum 1-1. Stigið þýðir að Southampton, sem er löngu fallið, er með 11 stig á meðan Hamrarnir eru í 16. sæti með 36 stig. 💛 pic.twitter.com/kA226mQk76— Southampton FC (@SouthamptonFC) April 19, 2025 Stigið þýðir að eins og staðan er í dag eru Southampton og Derby County slökustu lið í sögu úrvalsdeildarinnar sem stofnuð var 1992. Dýrlingarnir hafa nú sex leiki til að næla sér í að lágmarki eitt stig í viðbót og skilja Derby eitt eftir sem slaksta liðið. Brentford vann Brighton & Hove Albion í miklum markaleik, lokatölur 4-2. Bryan Mbeumo skoraði tvívegis fyrir Brentford á meðan Yoane Wissa og Christian Nørgaard skoruðu sitthvort markið. Danny Welbeck og Kaoru Mitoma skoruðu mörk gestanna. Brighton var manni færri síðasta hálftímann eftir að João Pedro fékk beint rautt spjald. Eftir leikinn er Brighton áfram með 48 stig í 10. sæti á meðan Brentford er með 46 stig í sætinu fyrir neðan. Mbeumo goal 🤝 Wissa assist pic.twitter.com/hS0WinlSGb— Premier League (@premierleague) April 19, 2025 Þá gerðu Crystal Palace og Bournemouth markalaust jafntefli. Heimamenn voru manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Chris Richards fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma þess fyrri. Bournemouth eru með 49 stig í 8. sæti á meðan Palae er í 12. sæti með 44 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Southampton hefur verið vægast sagt átakanlegt á leiktíðinni og stefndi lengi í vel að það myndi skáka Derby sem slakasta lið í sögu deildarinnar. Það verður ekki sagt að það hafi legið í loftinu að liðið myndi fá stig í dag en þegar komið var inn í uppbótartíma var staðan 1-0 West Ham í vil þökk sé marki Jarrod Bowen í upphafi síðari hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Lesley Ugochukwu hins vegar metin, lokatölur í Lundúnum 1-1. Stigið þýðir að Southampton, sem er löngu fallið, er með 11 stig á meðan Hamrarnir eru í 16. sæti með 36 stig. 💛 pic.twitter.com/kA226mQk76— Southampton FC (@SouthamptonFC) April 19, 2025 Stigið þýðir að eins og staðan er í dag eru Southampton og Derby County slökustu lið í sögu úrvalsdeildarinnar sem stofnuð var 1992. Dýrlingarnir hafa nú sex leiki til að næla sér í að lágmarki eitt stig í viðbót og skilja Derby eitt eftir sem slaksta liðið. Brentford vann Brighton & Hove Albion í miklum markaleik, lokatölur 4-2. Bryan Mbeumo skoraði tvívegis fyrir Brentford á meðan Yoane Wissa og Christian Nørgaard skoruðu sitthvort markið. Danny Welbeck og Kaoru Mitoma skoruðu mörk gestanna. Brighton var manni færri síðasta hálftímann eftir að João Pedro fékk beint rautt spjald. Eftir leikinn er Brighton áfram með 48 stig í 10. sæti á meðan Brentford er með 46 stig í sætinu fyrir neðan. Mbeumo goal 🤝 Wissa assist pic.twitter.com/hS0WinlSGb— Premier League (@premierleague) April 19, 2025 Þá gerðu Crystal Palace og Bournemouth markalaust jafntefli. Heimamenn voru manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Chris Richards fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma þess fyrri. Bournemouth eru með 49 stig í 8. sæti á meðan Palae er í 12. sæti með 44 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira