Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 07:00 Harry Amass mun án efa fá fleiri mínútur á meðan þeir Jack Moorhouse og Godwill Kukonki gætu fengið sín fyrstu tækifæri. Jean Catuffe/Getty Images Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur gefið út að ungir leikmenn félagsins gætu fengið tækifæri í ensku úrvalsdeildinni það sem eftir lifir leiktíðar þar sem öll einbeiting liðsins er á að fara með sigur af hólmi í Evrópudeildinni. Eftir frækinn sigur á Lyon í vikunni staðfesti Amorim að vegna þeirra meiðsla sem eru að hrjá fjöldann allan af leikmönnum aðalliðs félagsins myndu ungir og efnilegir leikmenn fá fleiri tækifæri. The Athletic hefur nú tekið saman hvaða leikmenn eru líklegastir til að fá mínútur í ensku úrvalsdeildinni á komandi vikum. Hinn 17 ára gamli Chido Obi-Martin mun að öllum líkindum deila mínútum með samlanda sínum Rasmus Höjlund í fremstu víglínu. Obi-Martin er ekki skráður í Evrópudeildarhóp liðsins og þar sem Danirnir tveir eru einu leikfæru framherjar liðsins sem stendur munu þeir eflaust spila slatta. Harry Amass mun eflaust fá fleiri tækifæri en þessi 18 ára gutti kom inn fyrir Patrick Dorgu í stöðu vinstri vængbakvarðar í leiknum gegn Lyon í vikunni. Hinn 19 ára gamli Jack Moorhouse er annar sem gæti fengið tækifæri á komandi vikum. Um er að ræða miðjumann með góða boltatækni. Godwill Kukonki er 17 ára varnarmaður sem gæti fengið sénsinn en ekki heillaði Luke Shaw í sínum fyrsta leik í langan tíma í miðri viku. Hinn 18 ára gamli Jaydan Kamason gæti leyst Diogo Dalot af en Portúgalinn hefur spilað flestar mínútur allra í liði Man United á leiktíðinni. Hann má ekki við að spila þreyttur þar sem það verður seint sagt að hann sé vel á verði varnarlega. Man United tekur á móti Úlfunum síðar í dag en gestirnir hafa unnið síðustu fjóra leiki sína í deildinni. Sigur lyftir Rauðu djöflunum upp í 13. sæti og yfir 40 stiga múrinn fræga sem sagður er vera sá stigafjöldi sem þarf til að halda sæti sínu í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Eftir frækinn sigur á Lyon í vikunni staðfesti Amorim að vegna þeirra meiðsla sem eru að hrjá fjöldann allan af leikmönnum aðalliðs félagsins myndu ungir og efnilegir leikmenn fá fleiri tækifæri. The Athletic hefur nú tekið saman hvaða leikmenn eru líklegastir til að fá mínútur í ensku úrvalsdeildinni á komandi vikum. Hinn 17 ára gamli Chido Obi-Martin mun að öllum líkindum deila mínútum með samlanda sínum Rasmus Höjlund í fremstu víglínu. Obi-Martin er ekki skráður í Evrópudeildarhóp liðsins og þar sem Danirnir tveir eru einu leikfæru framherjar liðsins sem stendur munu þeir eflaust spila slatta. Harry Amass mun eflaust fá fleiri tækifæri en þessi 18 ára gutti kom inn fyrir Patrick Dorgu í stöðu vinstri vængbakvarðar í leiknum gegn Lyon í vikunni. Hinn 19 ára gamli Jack Moorhouse er annar sem gæti fengið tækifæri á komandi vikum. Um er að ræða miðjumann með góða boltatækni. Godwill Kukonki er 17 ára varnarmaður sem gæti fengið sénsinn en ekki heillaði Luke Shaw í sínum fyrsta leik í langan tíma í miðri viku. Hinn 18 ára gamli Jaydan Kamason gæti leyst Diogo Dalot af en Portúgalinn hefur spilað flestar mínútur allra í liði Man United á leiktíðinni. Hann má ekki við að spila þreyttur þar sem það verður seint sagt að hann sé vel á verði varnarlega. Man United tekur á móti Úlfunum síðar í dag en gestirnir hafa unnið síðustu fjóra leiki sína í deildinni. Sigur lyftir Rauðu djöflunum upp í 13. sæti og yfir 40 stiga múrinn fræga sem sagður er vera sá stigafjöldi sem þarf til að halda sæti sínu í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn