Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 22:03 Torfi Frans Ólafsson er einn af framleiðendum Minecraft-myndarinnar. Getty/Neil Mockford Íslenskur framleiðandi einnar stærstu kvikmyndar heimsins í ár, segir velgengnina að einhverju leyti koma á óvart. Honum tókst að setja sitt mark á myndina og er afar ánægður með útkomuna. Síðan kvikmyndin Minecraft, byggð á samnefndum tölvuleik, kom út þann 4. apríl hefur hún verið sú allra vinsælasta í flestum kvikmyndahúsum. Myndin nálgast að hafa grætt 100 milljarða króna í miðasölu um allan heim og hafa atriði úr myndinni tekið yfir internetið. Einn af framleiðendum myndarinnar er Torfi Frans Ólafsson. Hann segir það mjög ánægjulegt hve vinsæl myndin er. „Oft leit það út fyrir að myndin myndi aldrei koma út, eins og gengur og gerist. Við vorum með Covid, verkföll hjá leikurum og handritshöfundum. Svo gáfum við út stiklu og henni var ekki vel tekið svo við vorum ekki viss hvort þetta væri rétt mynd. En við ákváðum að spýta í lófana og reyna að útskýra betur í gegnum stiklurnar hvernig myndin væri í raun og veru. Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum,“ segir Torfi. Torfi (næstlengst til vinstri) ásamt leikurum myndarinnar og leikstjóranum Jared Hess (næstlengst til hægri).Getty/Carlos Tischler Torfi vinnur hjá Mojang sem framleiðir tölvuleikinn og sá meðal annars til þess að myndin væri í takt við það sem gerist í leiknum og að markaðssetningin næði til spilara. Þá fékk hann að setja sitt mark á myndina með ýmsum bröndurum. Þar á meðal var brandari þar sem þjónn spyr hvort matargestur sé búinn að borða (e. finished). Hinn gesturinn svarar „Nei, ég held hann sé sænskur.“ „Konunni minni þykir þetta mjög lélegur brandari, en fólk hlær að honum. Ég sit stundum aftast í kvikmyndahúsum og sé hvernig viðbrögðin eru,“ segir Torfi. Kjúllaknapinn geðugi Fjallað hefur verið um hegðun bíógesta í ákveðnu atriði myndarinnar um allan heim, meðal annars hér á landi. Þar birtist svokallaður kjúllaknapi (e. chicken jockey) og missa áhorfendur oft vitið við það, klappa og kasta poppi. Torfi segir framleiðendurna ekki hafa órað fyrir að viðbrögðin yrðu slík yfir þessum kjúllaknapa. „Að kasta poppi, eða vera með skrílslæti í bíó. Það er ótrúlega gaman þegar fólk er að haga sér vel en er samt að hrópa og taka þátt í kvikmyndinni,“ segir Torfi. Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Lífið samstarf Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Lífið samstarf „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Síðan kvikmyndin Minecraft, byggð á samnefndum tölvuleik, kom út þann 4. apríl hefur hún verið sú allra vinsælasta í flestum kvikmyndahúsum. Myndin nálgast að hafa grætt 100 milljarða króna í miðasölu um allan heim og hafa atriði úr myndinni tekið yfir internetið. Einn af framleiðendum myndarinnar er Torfi Frans Ólafsson. Hann segir það mjög ánægjulegt hve vinsæl myndin er. „Oft leit það út fyrir að myndin myndi aldrei koma út, eins og gengur og gerist. Við vorum með Covid, verkföll hjá leikurum og handritshöfundum. Svo gáfum við út stiklu og henni var ekki vel tekið svo við vorum ekki viss hvort þetta væri rétt mynd. En við ákváðum að spýta í lófana og reyna að útskýra betur í gegnum stiklurnar hvernig myndin væri í raun og veru. Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum,“ segir Torfi. Torfi (næstlengst til vinstri) ásamt leikurum myndarinnar og leikstjóranum Jared Hess (næstlengst til hægri).Getty/Carlos Tischler Torfi vinnur hjá Mojang sem framleiðir tölvuleikinn og sá meðal annars til þess að myndin væri í takt við það sem gerist í leiknum og að markaðssetningin næði til spilara. Þá fékk hann að setja sitt mark á myndina með ýmsum bröndurum. Þar á meðal var brandari þar sem þjónn spyr hvort matargestur sé búinn að borða (e. finished). Hinn gesturinn svarar „Nei, ég held hann sé sænskur.“ „Konunni minni þykir þetta mjög lélegur brandari, en fólk hlær að honum. Ég sit stundum aftast í kvikmyndahúsum og sé hvernig viðbrögðin eru,“ segir Torfi. Kjúllaknapinn geðugi Fjallað hefur verið um hegðun bíógesta í ákveðnu atriði myndarinnar um allan heim, meðal annars hér á landi. Þar birtist svokallaður kjúllaknapi (e. chicken jockey) og missa áhorfendur oft vitið við það, klappa og kasta poppi. Torfi segir framleiðendurna ekki hafa órað fyrir að viðbrögðin yrðu slík yfir þessum kjúllaknapa. „Að kasta poppi, eða vera með skrílslæti í bíó. Það er ótrúlega gaman þegar fólk er að haga sér vel en er samt að hrópa og taka þátt í kvikmyndinni,“ segir Torfi.
Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Lífið samstarf Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Lífið samstarf „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira