Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 14:30 Raphinha fagnar eftir sigurmarkið í gær sem hann skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir mikið havarí. Getty/Pablo Rodriguez Dramatíkin var mikil þegar Barcelona vann 4-3 sigur gegn Celta Vigo í gær og í mesta hamaganginum grýtti einn af aðstoðarmönnum Hansi Flick spjaldtölvu í jörðina í bræði sinni. Barcelona er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta en Real á þó leik til góða við Athletic Bilbao í kvöld. Það var þó um tíma útlit fyrir að Börsungar fengju ekki stig í gær, eftir að Borja Iglesias skoraði þrennu og kom gestunum í 3-1 á 62. mínútu. Dani Olmo og Raphinha náðu þó að jafna metin en staðan var enn jöfn, 3-3, þegar langt var komið fram í uppbótartíma. Þá tók við hasar eins og sjá má hér að neðan. Upgrade á A. Gunnlaugsson möppunni frægu https://t.co/n3H1GG8K6i— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 19, 2025 Þá var nefnilega brotið á Olmo innan teigs en dómari leiksins dæmdi ekkert, í fyrstu. Þetta kallaði fram ofsafengin viðbrögð á varamannabekk Barcelona, kröftug mótmæli Hansi Flick þjálfara en ekki síður aðstoðarmanna hans, þar á meðal eins sem að eins og fyrr segir kastaði spjaldtölvu í jörðina. Eins og Garðar Gunnlaugsson grínaðist með í Twitter-færslunni hér að ofan þá minnti atvikið óneitanlega á það þegar Arnar bróðir hans, þá þjálfari Víkings, grýtti möppu í jörðina á síðustu leiktíð í Bestu deildinni. Börsungum varð þó að lokum að ósk sinni því eftir skoðun á myndbandi dæmdi dómarinn vítaspyrnu sem Raphinha skoraði sigurmarkið úr. Slæmu fréttirnar fyrir Barcelona eru þær að Robert Lewandowski meiddist í leiknum og er allt útlit fyrir að hann missi af bikarúrslitaleiknum við Real Madrid næsta laugardag. Hann gæti þurft að vera frá keppni næstu þrjár vikurnar og myndi þá missa af einvíginu við Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Spænski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Barcelona er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta en Real á þó leik til góða við Athletic Bilbao í kvöld. Það var þó um tíma útlit fyrir að Börsungar fengju ekki stig í gær, eftir að Borja Iglesias skoraði þrennu og kom gestunum í 3-1 á 62. mínútu. Dani Olmo og Raphinha náðu þó að jafna metin en staðan var enn jöfn, 3-3, þegar langt var komið fram í uppbótartíma. Þá tók við hasar eins og sjá má hér að neðan. Upgrade á A. Gunnlaugsson möppunni frægu https://t.co/n3H1GG8K6i— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 19, 2025 Þá var nefnilega brotið á Olmo innan teigs en dómari leiksins dæmdi ekkert, í fyrstu. Þetta kallaði fram ofsafengin viðbrögð á varamannabekk Barcelona, kröftug mótmæli Hansi Flick þjálfara en ekki síður aðstoðarmanna hans, þar á meðal eins sem að eins og fyrr segir kastaði spjaldtölvu í jörðina. Eins og Garðar Gunnlaugsson grínaðist með í Twitter-færslunni hér að ofan þá minnti atvikið óneitanlega á það þegar Arnar bróðir hans, þá þjálfari Víkings, grýtti möppu í jörðina á síðustu leiktíð í Bestu deildinni. Börsungum varð þó að lokum að ósk sinni því eftir skoðun á myndbandi dæmdi dómarinn vítaspyrnu sem Raphinha skoraði sigurmarkið úr. Slæmu fréttirnar fyrir Barcelona eru þær að Robert Lewandowski meiddist í leiknum og er allt útlit fyrir að hann missi af bikarúrslitaleiknum við Real Madrid næsta laugardag. Hann gæti þurft að vera frá keppni næstu þrjár vikurnar og myndi þá missa af einvíginu við Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Spænski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira