Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2025 14:02 Jón Gnarr situr á þingi fyrir Viðreisn. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar vill að nýr barnamálaráðherra skoði það að alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði. Skrítið sé að nýta húsnæðið ekki á meðan málaflokkurinn er á jafnslæmum stað og hann er núna. Húsnæðið sem hýsti meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Nánast engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan 2017 en vegna áhugaleysis ríkisins á að hefja þar starfsemi á ný var ákveðið að setja það á sölu. Það seldist með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur talað fyrir því að ríkið kaupi húsið og hefji þar starfsemi á ný. Málaflokkur barna í fíknivanda sé á erfiðum stað og gæti meðferðarheimilið létt þar undir. „Fólk setti fyrir sig að það væri of langt í burtu, sem eru rök sem ég fellst ekki á. Þegar við erum farin að tala um að ákveðnir landshlutar á Íslandi séu of langt í burtu, finnst mér við vera komin á mjög hálan ís. Ég fagna því að húsið sé komið aftur á sölu og að við getum farið að skoða þetta aftur, kannski af alvöru núna,“ segir Jón. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barnamálaráðherra, sagði heimilið ekki henta, en Jón er bjartsýnn á að nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, taki málið upp. „Ég mun beita mér fyrir því og er þegar búinn að upplýsa ráðherra um það að ég muni fara að róa að þessu öllum árum. Ég á fund með ráðherra og hans fólki eftir páska og þá verður þetta eitt af málunum sem verða til umræðu. Mér finnst gráupplagt að kaupa þetta því þetta er mjög sérstakt húsnæði sem er sérsniðið að ákveðnum þörfum, það er öryggisvistun ungmenna. Við eigum ekkert annað svona húsnæði og mér fyndist bráðsniðugt að kaupa þetta og reka, að minnsta kosti þar til eitthvað annað kemur,“ segir Jón. Það þurfi að bregðast við vandanum sem fyrst. „Við höfum líka verið með síendurtekna harmleiki í málefnum barna og okkur vantar svo nauðsynlega eitthvað úrræði. Þess vegna er það mjög skrítið að vilja ekki þetta úrræði því það sé of langt í burtu. Eða að viðbragðstími sé of langur. Sem er bara ekki rétt, hann er ekkert langur,“ segir Jón. Skagafjörður Börn og uppeldi Málefni Stuðla Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Húsnæðið sem hýsti meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Nánast engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan 2017 en vegna áhugaleysis ríkisins á að hefja þar starfsemi á ný var ákveðið að setja það á sölu. Það seldist með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur talað fyrir því að ríkið kaupi húsið og hefji þar starfsemi á ný. Málaflokkur barna í fíknivanda sé á erfiðum stað og gæti meðferðarheimilið létt þar undir. „Fólk setti fyrir sig að það væri of langt í burtu, sem eru rök sem ég fellst ekki á. Þegar við erum farin að tala um að ákveðnir landshlutar á Íslandi séu of langt í burtu, finnst mér við vera komin á mjög hálan ís. Ég fagna því að húsið sé komið aftur á sölu og að við getum farið að skoða þetta aftur, kannski af alvöru núna,“ segir Jón. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barnamálaráðherra, sagði heimilið ekki henta, en Jón er bjartsýnn á að nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, taki málið upp. „Ég mun beita mér fyrir því og er þegar búinn að upplýsa ráðherra um það að ég muni fara að róa að þessu öllum árum. Ég á fund með ráðherra og hans fólki eftir páska og þá verður þetta eitt af málunum sem verða til umræðu. Mér finnst gráupplagt að kaupa þetta því þetta er mjög sérstakt húsnæði sem er sérsniðið að ákveðnum þörfum, það er öryggisvistun ungmenna. Við eigum ekkert annað svona húsnæði og mér fyndist bráðsniðugt að kaupa þetta og reka, að minnsta kosti þar til eitthvað annað kemur,“ segir Jón. Það þurfi að bregðast við vandanum sem fyrst. „Við höfum líka verið með síendurtekna harmleiki í málefnum barna og okkur vantar svo nauðsynlega eitthvað úrræði. Þess vegna er það mjög skrítið að vilja ekki þetta úrræði því það sé of langt í burtu. Eða að viðbragðstími sé of langur. Sem er bara ekki rétt, hann er ekkert langur,“ segir Jón.
Skagafjörður Börn og uppeldi Málefni Stuðla Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira