Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 19:13 Ásthildur Lóa og maður hennar eru greinilega tilbúin að segja skilið við húsið á Háhæð sem þau hafa búið í frá 2007. Lögheimili eignamiðlun/Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir og eiginmaður hennar hafa sett hús sitt við Háhæð í Garðabæ á sölu. Þau keyptu húsið á 55,4 milljónir árið 2007, misstu það þegar húsið var selt á uppboði 2017 en keyptu það aftur 2019 af Arion banka á 55,5 milljónir. Ásett verð hússins er nú 174,9 milljónir. Mikið hefur verið fjallað um húsið í fjölmiðlum eftir að Ásthildur Lóa, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, höfðuðu mál gegn ríkinu árið 2023 vegna uppboðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á húsinu 2017. Sjá einnig: „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Hjónin töldu að Sýslumaður hefði ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta og þannig haft af þeim 10,7 milljónir króna sem hefðu runnið til Arion banka. Í mars síðastliðnum sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af öllum kröfum hjónanna en Ásthildur sagði að þau myndu líklega áfrýja til landsréttar. Eins málsástæða lögmanns ríkisins í málinu var að hjónin hefðu ekki orðið fyrir tjóni þar sem þau hefðu fengið að kaupa húsið aftur af bankanum á lágu verði. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka 2019 á aðeins hundrað þúsund krónum meira en þau höfðu keypt húsið upprunalega árið 2007. Ásthildur Lóa hélt því fram að bankinn hefði ekki tapað á viðskiptunum og að ekki hefði verið um hefðbundin fasteignakaup að ræða. Þau hjónin hefðu einfaldlega gert upp skuld með greiðslu eftirstöðvar skuldar við bankann. Þriggja hæða 300 fermetra sérbýli Nú hafa hjónin greinilega ákveðið að segja skilið við húsið sem þau hafa búið í frá 2007 og barist með kjafti og klóm fyrir. Um er að ræða 300 fermetra sérbýli á þremur hæðum með góðu útsýni, bílskúr og palli og er ásett verð 174,9 milljónir. Aðalhæðin er 134,6 fermetrar með forstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, alrými sem í er eldhús, stofa og borðstofa og svo er einnig þvottahús sem hægt er að nýta sem geymslu og búr. Stofa og borðstofa eru samliggjandi og útgengt er á suðursvalir sitt hvoru megin úr borðstofunni en svalirnar snúa bæði í suðaustur og suðvestur. Stigi liggur úr gangi aðalhæðarinnar upp í risloft sem er 45 óskráðir fermetrar mestmegnis undir súð með gaflglugga og þakglugga sem gefur góða birtu. Neðri hæðin er 90 fermetrar með 2,1 metra lofthæð og gengið er inn í hana sunnanmegin. Hún er gluggalaus með salerni og vaski. Bílskúrinn er um 29,6 fermetrar og telst hann inn í heildarfermetrafjölda eignarinnar. Við húsið er garður og pallur með skjólveggjum og snýr hann í suður. Nánar má lesa um húsið á Fasteignavef Vísis en þar kemur fram að eignin verður ekki sýnd á opnu húsi. Húsið er með bílskúr og bílastæði.Lögheimili Eignamiðlun Pallurinn vísar til suðurs og er skjólgóður.Lögheimili Eignamiðlun Útsýnið úr húsinu er nokkuð gott.Lögheimili Eignamiðlun Fasteignamarkaður Flokkur fólksins Hrunið Hús og heimili Garðabær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um húsið í fjölmiðlum eftir að Ásthildur Lóa, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, höfðuðu mál gegn ríkinu árið 2023 vegna uppboðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á húsinu 2017. Sjá einnig: „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Hjónin töldu að Sýslumaður hefði ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta og þannig haft af þeim 10,7 milljónir króna sem hefðu runnið til Arion banka. Í mars síðastliðnum sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af öllum kröfum hjónanna en Ásthildur sagði að þau myndu líklega áfrýja til landsréttar. Eins málsástæða lögmanns ríkisins í málinu var að hjónin hefðu ekki orðið fyrir tjóni þar sem þau hefðu fengið að kaupa húsið aftur af bankanum á lágu verði. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka 2019 á aðeins hundrað þúsund krónum meira en þau höfðu keypt húsið upprunalega árið 2007. Ásthildur Lóa hélt því fram að bankinn hefði ekki tapað á viðskiptunum og að ekki hefði verið um hefðbundin fasteignakaup að ræða. Þau hjónin hefðu einfaldlega gert upp skuld með greiðslu eftirstöðvar skuldar við bankann. Þriggja hæða 300 fermetra sérbýli Nú hafa hjónin greinilega ákveðið að segja skilið við húsið sem þau hafa búið í frá 2007 og barist með kjafti og klóm fyrir. Um er að ræða 300 fermetra sérbýli á þremur hæðum með góðu útsýni, bílskúr og palli og er ásett verð 174,9 milljónir. Aðalhæðin er 134,6 fermetrar með forstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, alrými sem í er eldhús, stofa og borðstofa og svo er einnig þvottahús sem hægt er að nýta sem geymslu og búr. Stofa og borðstofa eru samliggjandi og útgengt er á suðursvalir sitt hvoru megin úr borðstofunni en svalirnar snúa bæði í suðaustur og suðvestur. Stigi liggur úr gangi aðalhæðarinnar upp í risloft sem er 45 óskráðir fermetrar mestmegnis undir súð með gaflglugga og þakglugga sem gefur góða birtu. Neðri hæðin er 90 fermetrar með 2,1 metra lofthæð og gengið er inn í hana sunnanmegin. Hún er gluggalaus með salerni og vaski. Bílskúrinn er um 29,6 fermetrar og telst hann inn í heildarfermetrafjölda eignarinnar. Við húsið er garður og pallur með skjólveggjum og snýr hann í suður. Nánar má lesa um húsið á Fasteignavef Vísis en þar kemur fram að eignin verður ekki sýnd á opnu húsi. Húsið er með bílskúr og bílastæði.Lögheimili Eignamiðlun Pallurinn vísar til suðurs og er skjólgóður.Lögheimili Eignamiðlun Útsýnið úr húsinu er nokkuð gott.Lögheimili Eignamiðlun
Fasteignamarkaður Flokkur fólksins Hrunið Hús og heimili Garðabær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira