Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2025 12:12 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni lögmanns á meinta vanþekkingu hennar á eigin málaflokki. Starfshópur sem hún skipaði til að yfirfara reglur um dvalarleyfi sé mannaður af sérfræðingum í málaflokknum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði lögmaður sem vinnur að miklu leyti að málum hælisleitenda að enginn í starfshópnum hafi praktíska reynslu af dvalarleyfisumsóknum eða aðkomu að mansalsmálum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu um skipun hópsins hafi birst vanþekking dómsmálaráðherra á málaflokknum, en að þar komi meðal annars fram að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, sem séu í raun til staðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki efast um færni sína í eigin málaflokki. „Mér finnst auðvitað leiðinlegt að þarna sé einhver maður sem þjakar á því yfir hátíðirnar hver þekking dómsmálaráðherra er á sínum málaflokkum en ég held að hann geti verið ágætlega öruggur með það. Markmið þessarar vinnu varðandi mansalið, þetta er nú breiðari vinna en svo, er að bregðast við ábendingum frá sérfræðingum í vinnumarkaðsmálum sem hafa bent á óöryggi og óvissu þolenda mansals,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vaxandi meinsemd Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar, kennt við athafnamanninn Quang Lé, er enn til rannsóknar og í tengslum við það óskaði vinnumarkaðssvið ASÍ eftir því að stigið yrði ákveðið inn í málaflokkinn. „Ég tók þessari brýningu bara mjög alvarlega. Ég skipaði fólk í hópinn sem hefur mikla sérfræðiþekkingu á þessum málaflokki, og er staðráðin í því að taka vel utan um þolendur mansals. Ég er ekki síður að horfa á þá staðreynd að mansal er vaxandi meinsemd í heiminum öllum. Hún er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Ef við tryggjum ekki öryggi þeirra sem verða fyrir mansali er botninn farinn úr svoleiðis sakamálarannsóknum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Í hópnum séu miklir sérfræðingar. „Ég ætlaði ekki að skipa í einhvern sautján manna hóp til að sitja óþarflega lengi yfir málunum. Þarna sitja færir lögfræðingar í dómsmálaráðuneytinu, þarna er fulltrúi Útlendingastofnunar, þarna eru sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum. Ég tek á engan hátt undir og finnst þetta mjög sérstök athugasemd,“ segir Þorbjörg Sigríður. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Hælisleitendur Mansal Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði lögmaður sem vinnur að miklu leyti að málum hælisleitenda að enginn í starfshópnum hafi praktíska reynslu af dvalarleyfisumsóknum eða aðkomu að mansalsmálum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu um skipun hópsins hafi birst vanþekking dómsmálaráðherra á málaflokknum, en að þar komi meðal annars fram að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, sem séu í raun til staðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki efast um færni sína í eigin málaflokki. „Mér finnst auðvitað leiðinlegt að þarna sé einhver maður sem þjakar á því yfir hátíðirnar hver þekking dómsmálaráðherra er á sínum málaflokkum en ég held að hann geti verið ágætlega öruggur með það. Markmið þessarar vinnu varðandi mansalið, þetta er nú breiðari vinna en svo, er að bregðast við ábendingum frá sérfræðingum í vinnumarkaðsmálum sem hafa bent á óöryggi og óvissu þolenda mansals,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vaxandi meinsemd Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar, kennt við athafnamanninn Quang Lé, er enn til rannsóknar og í tengslum við það óskaði vinnumarkaðssvið ASÍ eftir því að stigið yrði ákveðið inn í málaflokkinn. „Ég tók þessari brýningu bara mjög alvarlega. Ég skipaði fólk í hópinn sem hefur mikla sérfræðiþekkingu á þessum málaflokki, og er staðráðin í því að taka vel utan um þolendur mansals. Ég er ekki síður að horfa á þá staðreynd að mansal er vaxandi meinsemd í heiminum öllum. Hún er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Ef við tryggjum ekki öryggi þeirra sem verða fyrir mansali er botninn farinn úr svoleiðis sakamálarannsóknum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Í hópnum séu miklir sérfræðingar. „Ég ætlaði ekki að skipa í einhvern sautján manna hóp til að sitja óþarflega lengi yfir málunum. Þarna sitja færir lögfræðingar í dómsmálaráðuneytinu, þarna er fulltrúi Útlendingastofnunar, þarna eru sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum. Ég tek á engan hátt undir og finnst þetta mjög sérstök athugasemd,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Hælisleitendur Mansal Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira