„Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2025 12:31 Björgvin Karl Gunnarsson segir mikla spenna meðal íbúa Austurlands fyrir fyrsta heimaleiknum. Austurfrétt Söguleg stund mun eiga sér stað síðar í dag þegar FHL tekur á móti Val. Verður það í fyrsta sinn sem úrvalsdeildar fótboltaleikur fer fram á Austurlandi síðan 1994, fimm árum áður en elsti leikmaður liðsins fæddist. Erfitt verkefni en vonandi full stúka FHL tryggði sér sæti í efstu deild fyrir tímabilið og hefur þegar leikið einn leik, 1-0 tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Framundan í dag er fyrsti heimaleikurinn, gegn bikarmeisturum Vals. „Það leggst bara mjög vel í okkur. Alveg frábært og vonandi fáum við fulla stúku í dag“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, í samtali við Vísi. „Það verður erfitt verkefni að vinna Val en við ætlum að reyna að setja leikinn upp þannig að við fáum eitthvað út úr honum. Vonandi gengur það eftir“ sagði hann einnig. Fólkið flykkist bakvið liðið Elsti leikmaður FHL er Keelan Terrell, fædd 1999, fimm árum eftir að Höttur féll árið 1994, síðasta fótboltaliðið frá Austurlandi til að leika í efstu deild. Á 31 ári hefur eðlilega myndast mikil spenna meðal íbúa Austurlands að eiga aftur lið í efstu deild. „Já við erum farin að finna fyrir því. Síðustu vikur hefur fólk farið að flykkjast á bak við okkur, hjálpa okkur að gera allt klárt fyrir mótið og ég er bara mjög spenntur að sjá mætinguna í dag.“ Heimavöllurinn í höllinni FHL leikur sína heimaleiki inni í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði, eina völlinn á Austurlandi sem stenst skoðun að svo stöddu. „Hins vegar eru nýir gervigrasvellir á Egilsstöðum og Neskaupsstað sem eru mjög flottir en það vantar stúku og betri búningsklefa… Við vitum að það er verið að gera stúku á Fellavöllinn [á Egilsstöðum], þá er ekki eftir nema að lappa upp á búningsaðstöðu. Svo á að gera það sama á Neskaupsstað, það verður gerð stúka þar líka.“ Þannig að þið fáið bráðum bara að velja á milli heimavalla, eftir því hvernig vindur blæs og lognið liggur? „Jájá, getum valið bara, eftir því hvað hentar best“ sagði Björgvin að lokum léttur í bragði. Fjallað var um FHL í þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Leikur FHL og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 16:50. Besta deild kvenna FHL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira
Erfitt verkefni en vonandi full stúka FHL tryggði sér sæti í efstu deild fyrir tímabilið og hefur þegar leikið einn leik, 1-0 tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Framundan í dag er fyrsti heimaleikurinn, gegn bikarmeisturum Vals. „Það leggst bara mjög vel í okkur. Alveg frábært og vonandi fáum við fulla stúku í dag“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, í samtali við Vísi. „Það verður erfitt verkefni að vinna Val en við ætlum að reyna að setja leikinn upp þannig að við fáum eitthvað út úr honum. Vonandi gengur það eftir“ sagði hann einnig. Fólkið flykkist bakvið liðið Elsti leikmaður FHL er Keelan Terrell, fædd 1999, fimm árum eftir að Höttur féll árið 1994, síðasta fótboltaliðið frá Austurlandi til að leika í efstu deild. Á 31 ári hefur eðlilega myndast mikil spenna meðal íbúa Austurlands að eiga aftur lið í efstu deild. „Já við erum farin að finna fyrir því. Síðustu vikur hefur fólk farið að flykkjast á bak við okkur, hjálpa okkur að gera allt klárt fyrir mótið og ég er bara mjög spenntur að sjá mætinguna í dag.“ Heimavöllurinn í höllinni FHL leikur sína heimaleiki inni í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði, eina völlinn á Austurlandi sem stenst skoðun að svo stöddu. „Hins vegar eru nýir gervigrasvellir á Egilsstöðum og Neskaupsstað sem eru mjög flottir en það vantar stúku og betri búningsklefa… Við vitum að það er verið að gera stúku á Fellavöllinn [á Egilsstöðum], þá er ekki eftir nema að lappa upp á búningsaðstöðu. Svo á að gera það sama á Neskaupsstað, það verður gerð stúka þar líka.“ Þannig að þið fáið bráðum bara að velja á milli heimavalla, eftir því hvernig vindur blæs og lognið liggur? „Jájá, getum valið bara, eftir því hvað hentar best“ sagði Björgvin að lokum léttur í bragði. Fjallað var um FHL í þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Leikur FHL og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 16:50.
Besta deild kvenna FHL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira