Íslenski boltinn

Bæði Akranesliðin fengu heima­leik í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skagamenn fá heimaleik í sextán liða úrslitunum.
Skagamenn fá heimaleik í sextán liða úrslitunum. Vísir/Diego

Það verða fjórir Bestu deildar slagir í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta en dregið var í hádeginu í dag.

ÍA tekur á móti Aftureldingu, Breiðablik fær Vestra í heimsókn, KR tekur á móti Eyjamönnum og svo fær KA Fram í heimsókn til Akureyrar.

Káramenn fá einnig heimaleik á Skaganum eins og nágrannar þeirra í ÍA en Stjarnan kemur í heimsókn í Akraneshöllina.

Lengjudeildarlið Keflavíkur fær C-deildarlið Víkings frá Ólafsvík í heimsókn og það verður síðan Lengjudeildarslagur á milli Selfoss og Þórsara frá Akureyri.

Valsmenn taka síðan á móti Lengjudeildarliði Þróttar í áttunda og síðasta leiknum.

  • Leikirnir í sextán liða úrslitum:
  • KA (A-deild) - Fram (A)
  • KR (A) - ÍBV(A)
  • Breiðablik (A) - Vestri (A)
  • Kári (C) - Stjarnan (A)
  • Valur (A) - Þróttur R. (B)
  • ÍA (A) - Afturelding (A)
  • Selfoss (B) - Þór Ak. (B)
  • Keflavík (B) - Víkingur Ó. (C)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×