Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2025 08:02 Mohamed Ali Chagra var handtekinn í leigubílaröðinni við Leifsstöð. Vísir/Anton Brink Leigubílstjóri og vinur hans hafa verið dæmdir í 2,5 árs fangelsi fyrir nauðgun. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en hefur ekki verið birtur. Málið kom upp í febrúar 2024. Þá sótti Mohamed Ali Chagra, 33 ára karlmaður, sem þá starfaði sem leigubílstjóri hjá City Taxi leigubílastöðinni, konuna á veitingastað í Hafnarfirði og ók með hana til hins mannsins, Amir Ben Abdallah, 28 ára í húsnæði í Kópavogi. Mennirnir voru ákærðir fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar, haft samræði við konuna án hennar samþykkis. Þeir hafi beitt hana ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar. Höfðu þeir samræði við konuna hvor í sínu lagi en hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Sviptur leyfi fljótlega eftir að málið kom upp Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í febrúar í fyrra skömmu eftir að brotin áttu sér stað. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópi leigubílstjóra að Ali Chagra væri enn að starfa sem leigubílstjóri hjá City Taxi þrátt fyrir að vera grunaður um nauðgun. Hann var handtekinn í leigubílaröðinni á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum eftir brotið og Ben Abdallah um svipað leyti. Hvorugur var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, sagði í samtali við Vísi þann 17. febrúar 2024 að hann hefði ekki vitað að Ali Chagra væri starfsmaður hjá sér. Hann hefði kosið að lögregla hefði gert stöðinni viðvart þegar honum var sleppt lausum. Sigtryggur segir Ali Chagra hafa falið það að hann ynni hjá City Taxi með því að skrá falsaða leigubílastöð á posann sinn. Sigtryggur hefði um leið og hann frétti af málinu slitið starfssamning við manninn og tilkynnt Samgöngustofu að maðurinn væri ekki lengur hjá stöðinni. Annar leigubílstjóri sviptur Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Samgöngustofu, segir að leyfi leigubílstjórans hafi verið fellt niður í febrúar í fyrra eftir að upplýsingar bárust frá lögreglu þess efnis að hann væri grunaður um kynferðisbrot. Í lögum um leigubifreiðaakstur segir að Samgöngustofa hafi heimild til að svipta leigubílstjóra leyfi séu ríkar ástæður fyrir hendi og töf á sviptingu geti haft almannahættu í för með sér. „Svo sem ef leyfishafi hefur sannanlega gerst sekur um vítavert hátterni og telja verður varhugavert að hann njóti leyfis áfram, er Samgöngustofu heimilt að svipta leyfishafa leyfi þegar í stað til bráðabirgða þar til endanleg ákvörðun í málinu hefur verið tekin,“ segir í lögunum. Þórhildur staðfestir að lögregla hafi einnig sent upplýsingar um annan karlmann með leyfi til leigubílaaskturs sem hafi haft stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli. Sá hafi einnig verið sviptur leyfi með vísun til sömu laga. Fram kom í frétt RÚV um málið í febrúar 2024 að mennirnir hefðu verið búsettir hér á landi í um tvö ár eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi. Frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og mælti ráðherrann fyrir frumvarpinu á Alþingi fyrr í apríl. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem fremja alvarleg afbrot hér á landi. Það mun þó aðeins eiga við um þá sem fremja brot eftir að lögin taka gildi og taka því ekki til þeirra sem eru til umfjöllunar að ofan. Dómsmál Hælisleitendur Leigubílar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. 15. apríl 2025 10:51 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en hefur ekki verið birtur. Málið kom upp í febrúar 2024. Þá sótti Mohamed Ali Chagra, 33 ára karlmaður, sem þá starfaði sem leigubílstjóri hjá City Taxi leigubílastöðinni, konuna á veitingastað í Hafnarfirði og ók með hana til hins mannsins, Amir Ben Abdallah, 28 ára í húsnæði í Kópavogi. Mennirnir voru ákærðir fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar, haft samræði við konuna án hennar samþykkis. Þeir hafi beitt hana ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar. Höfðu þeir samræði við konuna hvor í sínu lagi en hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Sviptur leyfi fljótlega eftir að málið kom upp Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í febrúar í fyrra skömmu eftir að brotin áttu sér stað. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópi leigubílstjóra að Ali Chagra væri enn að starfa sem leigubílstjóri hjá City Taxi þrátt fyrir að vera grunaður um nauðgun. Hann var handtekinn í leigubílaröðinni á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum eftir brotið og Ben Abdallah um svipað leyti. Hvorugur var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, sagði í samtali við Vísi þann 17. febrúar 2024 að hann hefði ekki vitað að Ali Chagra væri starfsmaður hjá sér. Hann hefði kosið að lögregla hefði gert stöðinni viðvart þegar honum var sleppt lausum. Sigtryggur segir Ali Chagra hafa falið það að hann ynni hjá City Taxi með því að skrá falsaða leigubílastöð á posann sinn. Sigtryggur hefði um leið og hann frétti af málinu slitið starfssamning við manninn og tilkynnt Samgöngustofu að maðurinn væri ekki lengur hjá stöðinni. Annar leigubílstjóri sviptur Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Samgöngustofu, segir að leyfi leigubílstjórans hafi verið fellt niður í febrúar í fyrra eftir að upplýsingar bárust frá lögreglu þess efnis að hann væri grunaður um kynferðisbrot. Í lögum um leigubifreiðaakstur segir að Samgöngustofa hafi heimild til að svipta leigubílstjóra leyfi séu ríkar ástæður fyrir hendi og töf á sviptingu geti haft almannahættu í för með sér. „Svo sem ef leyfishafi hefur sannanlega gerst sekur um vítavert hátterni og telja verður varhugavert að hann njóti leyfis áfram, er Samgöngustofu heimilt að svipta leyfishafa leyfi þegar í stað til bráðabirgða þar til endanleg ákvörðun í málinu hefur verið tekin,“ segir í lögunum. Þórhildur staðfestir að lögregla hafi einnig sent upplýsingar um annan karlmann með leyfi til leigubílaaskturs sem hafi haft stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli. Sá hafi einnig verið sviptur leyfi með vísun til sömu laga. Fram kom í frétt RÚV um málið í febrúar 2024 að mennirnir hefðu verið búsettir hér á landi í um tvö ár eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi. Frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og mælti ráðherrann fyrir frumvarpinu á Alþingi fyrr í apríl. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem fremja alvarleg afbrot hér á landi. Það mun þó aðeins eiga við um þá sem fremja brot eftir að lögin taka gildi og taka því ekki til þeirra sem eru til umfjöllunar að ofan.
Dómsmál Hælisleitendur Leigubílar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. 15. apríl 2025 10:51 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. 15. apríl 2025 10:51
Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34