Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2025 22:14 Jón Sigurðsson formaður Meistarafélags húsasmiða. Vísir Unnið er að viðgerðum á húsi sem er einungis sex ára gamalt í Vogahverfi í Reykjavík vegna lekavandamála. Fleiri dæmi eru um slík fjölbýlishús í Reykjavík en formaður Meistarafélags Húsasmíða segir græðgi um að kenna frekar en flötum þökum. Áður fyrr hafi hús verið í lagi í fjörutíu, fimmtíu ár. Fjölbýlishúsið í Kugguvogi var byggt árið 2019 og var á því varin sjónsteypa með lituðum flötum sem farið hefur illa úr íslenskri veðráttu. Ekki er um að ræða eina dæmið um slík lekavandræði í svo nýju húsnæði en dæmi eru um að húsfélög hafi stefnt byggingarverktaka vegna galla í fjölbýlishúsi. Jón Sigurðsson formaður Meistarafélags húsasmiða segist telja að breytingar í byggingageiranum ráði mestu um galla í þessum nýju húsum. Hugsað um hagnað „Fyrir hrun þá voru meistarar úr okkar félagi með fyrirtæki, þeir fengu lóðir og voru að byggja, þeir voru að byggja upp sín fyrirtæki og allir mennirnir voru starfsmenn hjá þeim, þannig þeir reyndu að skila af sér góðu verki. Síðan eftir hrun þá koma fjárfestar inn á markaðinn og þeir eru bara að hugsa um hagnað og ætla bara að reyna að ná eins út miklum hagnaði og þeir geta á eins skömmum tíma og þeir geta.“ Fjárfestarnir hafi enga starfsmenn á sínum snærum, allt sé boðið út í smáum einingum og þar bjóði verktakar eins lágar upphæðir og þeir geti í verkin svo þeir tapi sem minnstu. Hraði uppbyggingar, vöntun á leiðbeiningum fyrir íslenskar aðstæður og val á efni spila einnig inn í að sögn Jóns, frekar en hönnun nýju húsanna, sem athygli vekur að eru flest með flötum þökum. „Það vantar náttúrulega, eins og leiðbeiningar sem ég er að tala um, það vantar að hönnuðir skili inn sérteikningu og frágangi á gluggum. Flatt þak á ekkert að leka. Það er ekkert samansemmerki þar á milli, það er bara gömul klisja frá því Ómar Ragnarsson var hérna með fréttir úr Fossvoginum. Flatt þak á alveg að geta verið þétt, það þarf bara að gera það rétt.“ Lágmark að hús séu í lagi í tíu ár Jón segir lágmark að hús séu í lagi í tíu ár. Iðnaðarmenn hafi ekki farið að gera við hús á Íslandi svo heitið getur fyrr en í kringum 1990. „Hús sem voru byggð í kringum 1930, 1940, þau entust. Það segir okkur eitthvað. “ Þannig að þau entust í 40, 50 ár? „Já já. Það er bara þannig. Það þarf náttúrulega og mála og halda við en hús eiga ekki að vera farin að leka vatni.“ Hús og heimili Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fjölbýlishúsið í Kugguvogi var byggt árið 2019 og var á því varin sjónsteypa með lituðum flötum sem farið hefur illa úr íslenskri veðráttu. Ekki er um að ræða eina dæmið um slík lekavandræði í svo nýju húsnæði en dæmi eru um að húsfélög hafi stefnt byggingarverktaka vegna galla í fjölbýlishúsi. Jón Sigurðsson formaður Meistarafélags húsasmiða segist telja að breytingar í byggingageiranum ráði mestu um galla í þessum nýju húsum. Hugsað um hagnað „Fyrir hrun þá voru meistarar úr okkar félagi með fyrirtæki, þeir fengu lóðir og voru að byggja, þeir voru að byggja upp sín fyrirtæki og allir mennirnir voru starfsmenn hjá þeim, þannig þeir reyndu að skila af sér góðu verki. Síðan eftir hrun þá koma fjárfestar inn á markaðinn og þeir eru bara að hugsa um hagnað og ætla bara að reyna að ná eins út miklum hagnaði og þeir geta á eins skömmum tíma og þeir geta.“ Fjárfestarnir hafi enga starfsmenn á sínum snærum, allt sé boðið út í smáum einingum og þar bjóði verktakar eins lágar upphæðir og þeir geti í verkin svo þeir tapi sem minnstu. Hraði uppbyggingar, vöntun á leiðbeiningum fyrir íslenskar aðstæður og val á efni spila einnig inn í að sögn Jóns, frekar en hönnun nýju húsanna, sem athygli vekur að eru flest með flötum þökum. „Það vantar náttúrulega, eins og leiðbeiningar sem ég er að tala um, það vantar að hönnuðir skili inn sérteikningu og frágangi á gluggum. Flatt þak á ekkert að leka. Það er ekkert samansemmerki þar á milli, það er bara gömul klisja frá því Ómar Ragnarsson var hérna með fréttir úr Fossvoginum. Flatt þak á alveg að geta verið þétt, það þarf bara að gera það rétt.“ Lágmark að hús séu í lagi í tíu ár Jón segir lágmark að hús séu í lagi í tíu ár. Iðnaðarmenn hafi ekki farið að gera við hús á Íslandi svo heitið getur fyrr en í kringum 1990. „Hús sem voru byggð í kringum 1930, 1940, þau entust. Það segir okkur eitthvað. “ Þannig að þau entust í 40, 50 ár? „Já já. Það er bara þannig. Það þarf náttúrulega og mála og halda við en hús eiga ekki að vera farin að leka vatni.“
Hús og heimili Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira