Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2025 22:14 Jón Sigurðsson formaður Meistarafélags húsasmiða. Vísir Unnið er að viðgerðum á húsi sem er einungis sex ára gamalt í Vogahverfi í Reykjavík vegna lekavandamála. Fleiri dæmi eru um slík fjölbýlishús í Reykjavík en formaður Meistarafélags Húsasmíða segir græðgi um að kenna frekar en flötum þökum. Áður fyrr hafi hús verið í lagi í fjörutíu, fimmtíu ár. Fjölbýlishúsið í Kugguvogi var byggt árið 2019 og var á því varin sjónsteypa með lituðum flötum sem farið hefur illa úr íslenskri veðráttu. Ekki er um að ræða eina dæmið um slík lekavandræði í svo nýju húsnæði en dæmi eru um að húsfélög hafi stefnt byggingarverktaka vegna galla í fjölbýlishúsi. Jón Sigurðsson formaður Meistarafélags húsasmiða segist telja að breytingar í byggingageiranum ráði mestu um galla í þessum nýju húsum. Hugsað um hagnað „Fyrir hrun þá voru meistarar úr okkar félagi með fyrirtæki, þeir fengu lóðir og voru að byggja, þeir voru að byggja upp sín fyrirtæki og allir mennirnir voru starfsmenn hjá þeim, þannig þeir reyndu að skila af sér góðu verki. Síðan eftir hrun þá koma fjárfestar inn á markaðinn og þeir eru bara að hugsa um hagnað og ætla bara að reyna að ná eins út miklum hagnaði og þeir geta á eins skömmum tíma og þeir geta.“ Fjárfestarnir hafi enga starfsmenn á sínum snærum, allt sé boðið út í smáum einingum og þar bjóði verktakar eins lágar upphæðir og þeir geti í verkin svo þeir tapi sem minnstu. Hraði uppbyggingar, vöntun á leiðbeiningum fyrir íslenskar aðstæður og val á efni spila einnig inn í að sögn Jóns, frekar en hönnun nýju húsanna, sem athygli vekur að eru flest með flötum þökum. „Það vantar náttúrulega, eins og leiðbeiningar sem ég er að tala um, það vantar að hönnuðir skili inn sérteikningu og frágangi á gluggum. Flatt þak á ekkert að leka. Það er ekkert samansemmerki þar á milli, það er bara gömul klisja frá því Ómar Ragnarsson var hérna með fréttir úr Fossvoginum. Flatt þak á alveg að geta verið þétt, það þarf bara að gera það rétt.“ Lágmark að hús séu í lagi í tíu ár Jón segir lágmark að hús séu í lagi í tíu ár. Iðnaðarmenn hafi ekki farið að gera við hús á Íslandi svo heitið getur fyrr en í kringum 1990. „Hús sem voru byggð í kringum 1930, 1940, þau entust. Það segir okkur eitthvað. “ Þannig að þau entust í 40, 50 ár? „Já já. Það er bara þannig. Það þarf náttúrulega og mála og halda við en hús eiga ekki að vera farin að leka vatni.“ Hús og heimili Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Fjölbýlishúsið í Kugguvogi var byggt árið 2019 og var á því varin sjónsteypa með lituðum flötum sem farið hefur illa úr íslenskri veðráttu. Ekki er um að ræða eina dæmið um slík lekavandræði í svo nýju húsnæði en dæmi eru um að húsfélög hafi stefnt byggingarverktaka vegna galla í fjölbýlishúsi. Jón Sigurðsson formaður Meistarafélags húsasmiða segist telja að breytingar í byggingageiranum ráði mestu um galla í þessum nýju húsum. Hugsað um hagnað „Fyrir hrun þá voru meistarar úr okkar félagi með fyrirtæki, þeir fengu lóðir og voru að byggja, þeir voru að byggja upp sín fyrirtæki og allir mennirnir voru starfsmenn hjá þeim, þannig þeir reyndu að skila af sér góðu verki. Síðan eftir hrun þá koma fjárfestar inn á markaðinn og þeir eru bara að hugsa um hagnað og ætla bara að reyna að ná eins út miklum hagnaði og þeir geta á eins skömmum tíma og þeir geta.“ Fjárfestarnir hafi enga starfsmenn á sínum snærum, allt sé boðið út í smáum einingum og þar bjóði verktakar eins lágar upphæðir og þeir geti í verkin svo þeir tapi sem minnstu. Hraði uppbyggingar, vöntun á leiðbeiningum fyrir íslenskar aðstæður og val á efni spila einnig inn í að sögn Jóns, frekar en hönnun nýju húsanna, sem athygli vekur að eru flest með flötum þökum. „Það vantar náttúrulega, eins og leiðbeiningar sem ég er að tala um, það vantar að hönnuðir skili inn sérteikningu og frágangi á gluggum. Flatt þak á ekkert að leka. Það er ekkert samansemmerki þar á milli, það er bara gömul klisja frá því Ómar Ragnarsson var hérna með fréttir úr Fossvoginum. Flatt þak á alveg að geta verið þétt, það þarf bara að gera það rétt.“ Lágmark að hús séu í lagi í tíu ár Jón segir lágmark að hús séu í lagi í tíu ár. Iðnaðarmenn hafi ekki farið að gera við hús á Íslandi svo heitið getur fyrr en í kringum 1990. „Hús sem voru byggð í kringum 1930, 1940, þau entust. Það segir okkur eitthvað. “ Þannig að þau entust í 40, 50 ár? „Já já. Það er bara þannig. Það þarf náttúrulega og mála og halda við en hús eiga ekki að vera farin að leka vatni.“
Hús og heimili Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum