Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 13:01 Arnar Davíð Jónsson var kátur í mótslok eftir sigur á mótinu í Eskilstuna. pbasweden.se Íslenski keilukappinn Arnar Davíð Jónsson fagnaði sigri á sænska stórmótinu PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open. Arnar hafði betur í úrslitaleiknum á móti Norðmanninum Henrik Nordang Larsen. Hann náði 557 pinnum á móti 554. „Það munaði litlu um stund að ég færi að hugsa að þetta væri ekki minn dagur í dag, en sem betur fer þá er ég þrjóskur og gefst aldrei upp,“ sagði Arnar Davíð Jónsson, glaður eftir keppni í viðtali við sænska keilublaðið Swebowl. Í undanúrslitum vann Arnar Davíð Englendinginn Dan Harding nokkuð auðveldlega með 632 pinnum á móti 567. Það var hins vegar mikið stress í mönnum í úrslitaleiknum og mun minna skor. „Þegar að ég henti í 7-10 glennu í annars fínu kasti í síðasta leiknum þá lá við að ég hugsaði: ‚Er ekki bara kominn tími til að hætta þessu, þetta er ekki minn dagur'. Ég er sem betur fer þrjóskur og gefst aldrei upp og í dag bar það árangur. Henrik gaf mér í raun og veru séns með því að opna tvo ramma og maður á það til að gleyma að andstæðingurinn er alveg jafn taugaóstyrkur og undir jafn mikilli pressu og maður sjálfur,“ sagði Arnar. Arnar er núna búinn að tryggja sér sæti World Series of Bowling á næsta ári en það er mótaröð sem að hann hefur tekið þátt í á þessu ári og hefur gefið gríðarlega reynslu. Hann hefur einnig tryggt sér pláss í úrslitakeppninni í Storm Lucky Larssen í Svíþjóð í haust sem er eina PBA keppnin sem að fer fram utan Bandaríkjanna. „Ég er búinn að vinna mjög mikið með andlegu hliðina undanfarið. Núna þegar að kastið liggur vel fyrir og vöðvaminnið er til staðar, þá tel ég að andlega hliðin sé það mikilvægasta. Ég las bók eftir Amleto Monacelli (Í PBA heiðurshöllinni). Í einum af fyrstu köflunum þá lýsir hann því að ef að maður þarf að fella út í síðasta rammanum þá á maður að reyna að líta á fyrsta kastið sem æfingakast fyrir næsta kast. Ég hef notast við þetta og í dag nýttist það mér fullkomlega,“ sagði Arnar. Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi Keila Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Sjá meira
Arnar hafði betur í úrslitaleiknum á móti Norðmanninum Henrik Nordang Larsen. Hann náði 557 pinnum á móti 554. „Það munaði litlu um stund að ég færi að hugsa að þetta væri ekki minn dagur í dag, en sem betur fer þá er ég þrjóskur og gefst aldrei upp,“ sagði Arnar Davíð Jónsson, glaður eftir keppni í viðtali við sænska keilublaðið Swebowl. Í undanúrslitum vann Arnar Davíð Englendinginn Dan Harding nokkuð auðveldlega með 632 pinnum á móti 567. Það var hins vegar mikið stress í mönnum í úrslitaleiknum og mun minna skor. „Þegar að ég henti í 7-10 glennu í annars fínu kasti í síðasta leiknum þá lá við að ég hugsaði: ‚Er ekki bara kominn tími til að hætta þessu, þetta er ekki minn dagur'. Ég er sem betur fer þrjóskur og gefst aldrei upp og í dag bar það árangur. Henrik gaf mér í raun og veru séns með því að opna tvo ramma og maður á það til að gleyma að andstæðingurinn er alveg jafn taugaóstyrkur og undir jafn mikilli pressu og maður sjálfur,“ sagði Arnar. Arnar er núna búinn að tryggja sér sæti World Series of Bowling á næsta ári en það er mótaröð sem að hann hefur tekið þátt í á þessu ári og hefur gefið gríðarlega reynslu. Hann hefur einnig tryggt sér pláss í úrslitakeppninni í Storm Lucky Larssen í Svíþjóð í haust sem er eina PBA keppnin sem að fer fram utan Bandaríkjanna. „Ég er búinn að vinna mjög mikið með andlegu hliðina undanfarið. Núna þegar að kastið liggur vel fyrir og vöðvaminnið er til staðar, þá tel ég að andlega hliðin sé það mikilvægasta. Ég las bók eftir Amleto Monacelli (Í PBA heiðurshöllinni). Í einum af fyrstu köflunum þá lýsir hann því að ef að maður þarf að fella út í síðasta rammanum þá á maður að reyna að líta á fyrsta kastið sem æfingakast fyrir næsta kast. Ég hef notast við þetta og í dag nýttist það mér fullkomlega,“ sagði Arnar. Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi
Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi
Keila Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Sjá meira