Tíufréttir heyra sögunni til Jón Þór Stefánsson skrifar 23. apríl 2025 14:50 Síðasti tíufréttatíminn verður sendur út 1. júlí. Vísir/Vilhelm RÚV ætlar að hætta að senda út sjónvarpsfréttir klukkan tíu á kvöldin. Þá mun fréttatíminn sem er í dag klukkan sjö á kvöldin færast til klukkan átta. Þetta kemur fram á vef RÚV, en ákvörðunin mun hafa verið kynnt á starfsmannafundi fréttastofu RÚV í dag. Fram kemur að síðasti tíufréttatíminn verði sendur út 1. júlí næstkomandi. Breytingin mun þó ekki taka alveg gildi þá, en EM kvenna í fótbolta hefst 2. júlí og á meðan verður fréttatími á dagskrá klukkan níu. Frá og með 24. júlí, þegar EM verður næstum því búið, mun nýja fyrirkomulagið taka við og fréttir verða klukkan átta á kvöldin. Heiðar Örn Sigfinnsson er fréttastjóri RÚV.Vísir/Vilhelm Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sé tekin vegna fréttamynsturs sem sé mikið breytt. Nú sé fréttaneysla meira á stafrænum miðlum og minna í sjónvarpi. „Við erum að reyna að bregðast við þessu,“ segir Heiðar. Hafið þið tekið eftir því mikið undanfarið á áhugi á tíufréttum, og sjónvarpsfréttum almennt sé að minnka? „Nei nei, ekki alveg nýlega, en áhorf á línulega dagskrá hefur farið minnkandi um langt skeið. Það er liðin tíð að það sé fimmtíu prósent áhorf á kvöldfréttir eins og var.“ Heiðar segir að yngri hópar sæki sér nú fréttir á vefnum og á samfélagsmiðlum. RÚV vilji ná til þeirra enda sé það lýðræðisleg skylda RÚV að ná til allra aldurshópa. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta kemur fram á vef RÚV, en ákvörðunin mun hafa verið kynnt á starfsmannafundi fréttastofu RÚV í dag. Fram kemur að síðasti tíufréttatíminn verði sendur út 1. júlí næstkomandi. Breytingin mun þó ekki taka alveg gildi þá, en EM kvenna í fótbolta hefst 2. júlí og á meðan verður fréttatími á dagskrá klukkan níu. Frá og með 24. júlí, þegar EM verður næstum því búið, mun nýja fyrirkomulagið taka við og fréttir verða klukkan átta á kvöldin. Heiðar Örn Sigfinnsson er fréttastjóri RÚV.Vísir/Vilhelm Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sé tekin vegna fréttamynsturs sem sé mikið breytt. Nú sé fréttaneysla meira á stafrænum miðlum og minna í sjónvarpi. „Við erum að reyna að bregðast við þessu,“ segir Heiðar. Hafið þið tekið eftir því mikið undanfarið á áhugi á tíufréttum, og sjónvarpsfréttum almennt sé að minnka? „Nei nei, ekki alveg nýlega, en áhorf á línulega dagskrá hefur farið minnkandi um langt skeið. Það er liðin tíð að það sé fimmtíu prósent áhorf á kvöldfréttir eins og var.“ Heiðar segir að yngri hópar sæki sér nú fréttir á vefnum og á samfélagsmiðlum. RÚV vilji ná til þeirra enda sé það lýðræðisleg skylda RÚV að ná til allra aldurshópa.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira