Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 16:49 Nýja húsið verður staðsett framan við núverandi Tennishöll og austan við Sporthúsið. Á svæðinu verða samanlagt tólf padelvellir. Former arkitektar Allt stefnir í að padelvöllum í Kópavogi fjölgi úr tveimur í tólf í ágúst og aðgengi þar með sexfaldist að íþróttinni vinsælu. Tennishöllin tekur skóflustungu að sex nýjum völlum á morgun en þar eru fyrir tveir vellir. Skóflustunga að nýrri Padelhöll verður tekin á hádegi á morgun. Fyrstu padelvellir landsins í Tennishöllinni fagna sex ára afmæli sínu í september en sökum mikilla vinsælda hefur verið þétt setið um vellina tvo undanfarin ár. Nágranni hallarinnar, Sporthúsið, hyggur á byggingu fjögurra valla í stað knattspyrnuvalla sinna. Fjallað var um breytingarnar á dögunum. Padel er líklegast hraðast vaxandi íþróttin í dag í heiminum og á rætur sínar að rekja til Acapulco í Mexicó árið 1969. Vinsældir íþróttarinnar voru upphaflega mestar á Spáni og Argentínu en í covid faraldrinum og eftir hann varð sprengja í vinsældum íþróttarinnar um allan heim og hefur íþróttin meðal annars náð miklum vinsældum í Svíþjóð. Segja má að padel sameini eiginleika tennis og skvass. Yfirleitt er spilað tveir gegn tveimur og tennisbolti sleginn yfir net sem er á milli liða eins og í tennis. Það er svo glerbúr í kringum völlin sem menn geta notað í leiknum og slegið í eins og í skvassi. „Þegar við opnuðum fyrst árið 2007 vorum við tennisklúbbur en eftir að við stækkuðum árið 2019 höfum við einnig boðið upp á tvo padelvelli sem hafa náð miklum vinsældum. Nú tökum við næsta skref og verðum ekki bara öflugur tennisklúbbur heldur einnig mjög öflugur padelklúbbur,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, í tilkynningu. „Fyrirmyndin er að vissu leyti erlend nema ég tel að hönnuðurnir okkar þau Rebekka og Ellert hjá Former arkitekum séu í raun að færa hönnun á padelklúbbum upp á nýtt stig með þessari stækkun.“ Jónas horfir til vaxtar íþróttarinnar í Svíþjóð. Þar hafi menn keppst við að koma klúbbum af stað í byggingum á borð við gömlum verksmiðjum. „Þessir klúbbar eru því margir soldið dimmir sem okkur finnst ekki heillandi. Við höfum hins vegar verið með þetta verkefni í vinnslu og undirbúningi í að verða fjögur ár og erum að byggja upp padelklúbbinn frá grunni. Það hefur því verið markmiðið okkar að byggja bjartan og nýtískulegan klúbb sem þó verður með þeim eiginleikum að hægt sé að draga fyrir sólina þegar hún er sterk með sólvarnargleri og rafdrifnum gardínum.“ Svona er reiknað með því að nýju padelvellirnir líti út.Former arkitektar Hann segir fólk sækja í íþróttina vegna þess að hún sé félagsleg, skemmtileg og tiltölulega auðveld að læra. „Hún er líka frábær hreyfing án þess að vera of líkamslega erfið þannig að hún hentar breiðum aldurshópi. Þetta er íþrótt fyrir alla.“ Markmiðið sé að gera Tennishöllina að félagsmiðstöð fólks á öllum aldri með áherslu á aðgengi, gæði og gleði. „Þetta á að vera staður þar sem fólk kemur saman, hreyfir sig, fær sér hollan mat og drykk og hefur gaman. Í raun er Tennishöllin félagsmiðstöð fólks á öllum aldri og markmiðið er að gera Tennishöllina enn skemmtilegri,“ segir Jónas. Kópavogur Tennis Padel Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Skóflustunga að nýrri Padelhöll verður tekin á hádegi á morgun. Fyrstu padelvellir landsins í Tennishöllinni fagna sex ára afmæli sínu í september en sökum mikilla vinsælda hefur verið þétt setið um vellina tvo undanfarin ár. Nágranni hallarinnar, Sporthúsið, hyggur á byggingu fjögurra valla í stað knattspyrnuvalla sinna. Fjallað var um breytingarnar á dögunum. Padel er líklegast hraðast vaxandi íþróttin í dag í heiminum og á rætur sínar að rekja til Acapulco í Mexicó árið 1969. Vinsældir íþróttarinnar voru upphaflega mestar á Spáni og Argentínu en í covid faraldrinum og eftir hann varð sprengja í vinsældum íþróttarinnar um allan heim og hefur íþróttin meðal annars náð miklum vinsældum í Svíþjóð. Segja má að padel sameini eiginleika tennis og skvass. Yfirleitt er spilað tveir gegn tveimur og tennisbolti sleginn yfir net sem er á milli liða eins og í tennis. Það er svo glerbúr í kringum völlin sem menn geta notað í leiknum og slegið í eins og í skvassi. „Þegar við opnuðum fyrst árið 2007 vorum við tennisklúbbur en eftir að við stækkuðum árið 2019 höfum við einnig boðið upp á tvo padelvelli sem hafa náð miklum vinsældum. Nú tökum við næsta skref og verðum ekki bara öflugur tennisklúbbur heldur einnig mjög öflugur padelklúbbur,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, í tilkynningu. „Fyrirmyndin er að vissu leyti erlend nema ég tel að hönnuðurnir okkar þau Rebekka og Ellert hjá Former arkitekum séu í raun að færa hönnun á padelklúbbum upp á nýtt stig með þessari stækkun.“ Jónas horfir til vaxtar íþróttarinnar í Svíþjóð. Þar hafi menn keppst við að koma klúbbum af stað í byggingum á borð við gömlum verksmiðjum. „Þessir klúbbar eru því margir soldið dimmir sem okkur finnst ekki heillandi. Við höfum hins vegar verið með þetta verkefni í vinnslu og undirbúningi í að verða fjögur ár og erum að byggja upp padelklúbbinn frá grunni. Það hefur því verið markmiðið okkar að byggja bjartan og nýtískulegan klúbb sem þó verður með þeim eiginleikum að hægt sé að draga fyrir sólina þegar hún er sterk með sólvarnargleri og rafdrifnum gardínum.“ Svona er reiknað með því að nýju padelvellirnir líti út.Former arkitektar Hann segir fólk sækja í íþróttina vegna þess að hún sé félagsleg, skemmtileg og tiltölulega auðveld að læra. „Hún er líka frábær hreyfing án þess að vera of líkamslega erfið þannig að hún hentar breiðum aldurshópi. Þetta er íþrótt fyrir alla.“ Markmiðið sé að gera Tennishöllina að félagsmiðstöð fólks á öllum aldri með áherslu á aðgengi, gæði og gleði. „Þetta á að vera staður þar sem fólk kemur saman, hreyfir sig, fær sér hollan mat og drykk og hefur gaman. Í raun er Tennishöllin félagsmiðstöð fólks á öllum aldri og markmiðið er að gera Tennishöllina enn skemmtilegri,“ segir Jónas.
Kópavogur Tennis Padel Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira