Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Arnar Skúli Atlason skrifar 24. apríl 2025 15:17 Eyjamenn bíða eftir því að gervigras verði komið á Hásteinsvöll svo hægt verði að spila þar. Heimaleikur þeirra í dag var því á Þórsvelli. vísir/Lýður ÍBV vann frekar þægilegan 3-1 sigur á Fram í rokinu í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn í 3. umferð Bestu deildar karla. Rokið hafði mikil áhrif á leikinn í dag. Leikurinn einkenndist af mikilli stöðu baráttu um allan völl. ÍBV komst yfir á 10 mínútu leiksins þegar Eyjamenn leystu pressu Framara og Oliver Heiðarsson komst upp hægri kantinn og gaf fyrir boltinn endaði á Bjarka Birni sem lagði boltann upp fyrir Omar Sowe sem lagði boltann í hornið gjörsamlega óverjandi fyrir markmann Fram. ÍBV bætti við marki á 24 mínútu leiksins. Oliver Heiðarsson hótaði að taka langt innkast en fékk varnarmann til sín og tók það því stutt. Hann fékk svo boltann aftur upp hægri kantinn og fyrirgjöfin beint á ennið á Bjarka Birni sem stýrði boltanum í netið. Fjörið var ekki búið í fyrri hálfleik því á 40 mínútu vann Simon Tibbling miðjumaður Fram boltann og átti frábæra sendingu inn á teig ÍBV þar sem Kennie Chopart skallar boltann í netið. ÍBV leiddi sanngjarnt 2-1 í hálfleik. Voru sterkari og áttu betri færi í fyrri hálfleiknum. Minna fjör var í seinni hálfleik. Það bætti í vindinn og leikmenn átti erfitt með að hemja boltann. Fram reyndu að sækja en ÍBV voru stórhættulegir í skyndisóknum sínum. Það dró til tíðinda á 80. mínútu leiksins þegar Alex Freyr Hilmarsson fyrirliði ÍBV skiptir boltanum frá vinstri til hægri og beint inn í hlaupalínu títt nefnds Olivers sem var einn á móti markmanni. Honum nýtti færi sitt vel og þrumaði boltanum í fjærhornið og kláraði leikinn fyrir ÍBV. Fram reyndi að skapa sér færi eftir þetta en náði ekki að skapa sér opið færir og því sigurinn frekar þægilegur fyrir Eyjamenn í kvöld. Atvik leiksins Fram var að pressa ÍBV í upphafi og áttu Eyjamenn erfitt með að spila sig í gegnum pressuna og í fyrsta skiptið sem ÍBV komust í gegnum pressuna kom fyrsta mark leiksins sem Omar Sowe skoraði. Stjörnur og skúrkar Oliver Heiðarsson var yfirburðamaður leikmaður á vellinum í dag. Hann skoraði eitt mark, lagði upp eitt mark og átti stóran þátt í einu marki í dag. Þess á milli sífellt ógnandi með hraða sínum og kraft. Omar Sowe var mjög duglegur að vinna til baka og hjálpa sínum mönnum varnarlega og skoraði svo frábært mark einnig. Enginn sem fær falleinkunn í dag nema veðrið sem hafði gríðarleg áhrif á leikinn í dag. Dómarar Það var allt upp á 10 hjá dómurum leiksins í dag og ekkert út á þá að setja. Besta deild karla ÍBV Fram Fótbolti Íslenski boltinn
ÍBV vann frekar þægilegan 3-1 sigur á Fram í rokinu í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn í 3. umferð Bestu deildar karla. Rokið hafði mikil áhrif á leikinn í dag. Leikurinn einkenndist af mikilli stöðu baráttu um allan völl. ÍBV komst yfir á 10 mínútu leiksins þegar Eyjamenn leystu pressu Framara og Oliver Heiðarsson komst upp hægri kantinn og gaf fyrir boltinn endaði á Bjarka Birni sem lagði boltann upp fyrir Omar Sowe sem lagði boltann í hornið gjörsamlega óverjandi fyrir markmann Fram. ÍBV bætti við marki á 24 mínútu leiksins. Oliver Heiðarsson hótaði að taka langt innkast en fékk varnarmann til sín og tók það því stutt. Hann fékk svo boltann aftur upp hægri kantinn og fyrirgjöfin beint á ennið á Bjarka Birni sem stýrði boltanum í netið. Fjörið var ekki búið í fyrri hálfleik því á 40 mínútu vann Simon Tibbling miðjumaður Fram boltann og átti frábæra sendingu inn á teig ÍBV þar sem Kennie Chopart skallar boltann í netið. ÍBV leiddi sanngjarnt 2-1 í hálfleik. Voru sterkari og áttu betri færi í fyrri hálfleiknum. Minna fjör var í seinni hálfleik. Það bætti í vindinn og leikmenn átti erfitt með að hemja boltann. Fram reyndu að sækja en ÍBV voru stórhættulegir í skyndisóknum sínum. Það dró til tíðinda á 80. mínútu leiksins þegar Alex Freyr Hilmarsson fyrirliði ÍBV skiptir boltanum frá vinstri til hægri og beint inn í hlaupalínu títt nefnds Olivers sem var einn á móti markmanni. Honum nýtti færi sitt vel og þrumaði boltanum í fjærhornið og kláraði leikinn fyrir ÍBV. Fram reyndi að skapa sér færi eftir þetta en náði ekki að skapa sér opið færir og því sigurinn frekar þægilegur fyrir Eyjamenn í kvöld. Atvik leiksins Fram var að pressa ÍBV í upphafi og áttu Eyjamenn erfitt með að spila sig í gegnum pressuna og í fyrsta skiptið sem ÍBV komust í gegnum pressuna kom fyrsta mark leiksins sem Omar Sowe skoraði. Stjörnur og skúrkar Oliver Heiðarsson var yfirburðamaður leikmaður á vellinum í dag. Hann skoraði eitt mark, lagði upp eitt mark og átti stóran þátt í einu marki í dag. Þess á milli sífellt ógnandi með hraða sínum og kraft. Omar Sowe var mjög duglegur að vinna til baka og hjálpa sínum mönnum varnarlega og skoraði svo frábært mark einnig. Enginn sem fær falleinkunn í dag nema veðrið sem hafði gríðarleg áhrif á leikinn í dag. Dómarar Það var allt upp á 10 hjá dómurum leiksins í dag og ekkert út á þá að setja.
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti