„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Hinrik Wöhler skrifar 24. apríl 2025 22:36 Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, hrósaði sínum mönnum hástert í leikslok. vísir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var kampakátur í leikslok eftir fyrsta sigur Aftureldingar á tímabilinu. Mosfellingar lögðu Víkinga, 1-0 og var sigurinn sá fyrsti hjá Aftureldingu í efstu deild karla í knattspyrnu „Tilfinningin er ógeðslega góð, við höfðum trú á þessu sem við vorum að gera í dag. Frábær liðsheild og vinnuframlag var geðveikt frá öllum í liðinu, það skilaði þessu. Trúin á það sem við vorum að gera, liðsheildin og menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir,“ sagði þjálfarinn eftir leik. Víkingur átti í erfiðleikum með að skapa sér færi á móti þéttri vörn Aftureldingar og segir Magnús að leikplanið hafi gengið afar vel. „Við vorum búnir að fara yfir hvernig við vildum mæta þeim og það gekk mjög vel. Við mættum þeim kannski aðeins ofar í fyrri hálfleik en þegar við komust yfir þá fórum við aðeins neðar, komnir með forskotið.“ Góður stuðningur úr stúkunni Það mættu tæplega þúsund manns í stúkuna í Mosfellsbæ í kvöld og var Magnús afar sáttur með stuðninginn frá Mosfellingum í kvöld. „Í báðum hálfleiknum fannst mér við vera bara nálægt mönnum og ekki gefa neina bolta og gera þetta mjög vel, er mjög ánægður hvernig strákarnir leystu þetta í dag og mikið hjarta í þessu. Geðveikur stuðningur í stúkunni sem hjálpaði mikið á lokakaflanum og bara frábært kvöld í Mosfellsbæ,“ sagði Magnús. Víkingar voru beittari fram á við í upphafi leiks en Mosfellingar náðu að hlaupa skrekkinn úr sér og höfðu góð tök á leiknum samkvæmt Magnúsi. „Það var smá skrekkur í byrjun og þá voru þeir að ógna mest, á fyrstu 20 mínútunum. Eftir það höfðum við góð tök á þessu, mér fannst seinni hlutinn í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik vorum við hættulegri þegar við vorum að fara fram á við. „Hefðum getað skorað fleiri mörk, áttum mögulega að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, skilst mér. Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel og fannst þetta verðskuldað en ég er auðvitað hlutdrægur,“ bætti Magnús við. Baráttan um Bauhaus á mánudaginn Það er stutt á milli leikja í Bestu-deildinni en fjórða umferð hefst um helgina og eiga Mosfellingar leik á móti Fram á mánudag. Magnús og lærisveinar hans hefja undirbúning strax á morgun. „Það er bara enginn spurning að við þurfum að byrja strax að undirbúa næsta leik. Það er stutt milli og leikur á móti Fram á mánudaginn.“ „Hörku lið sem við erum að fara mæta þar, baráttan um Bauhaus fram undan og við þurfum að vera klárir í það að mæta nágrönnum okkar. Þannig það er bara „recovera“ vel núna og ná orkunni aftur og vera klárir í annan bardaga á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að endingu. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
„Tilfinningin er ógeðslega góð, við höfðum trú á þessu sem við vorum að gera í dag. Frábær liðsheild og vinnuframlag var geðveikt frá öllum í liðinu, það skilaði þessu. Trúin á það sem við vorum að gera, liðsheildin og menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir,“ sagði þjálfarinn eftir leik. Víkingur átti í erfiðleikum með að skapa sér færi á móti þéttri vörn Aftureldingar og segir Magnús að leikplanið hafi gengið afar vel. „Við vorum búnir að fara yfir hvernig við vildum mæta þeim og það gekk mjög vel. Við mættum þeim kannski aðeins ofar í fyrri hálfleik en þegar við komust yfir þá fórum við aðeins neðar, komnir með forskotið.“ Góður stuðningur úr stúkunni Það mættu tæplega þúsund manns í stúkuna í Mosfellsbæ í kvöld og var Magnús afar sáttur með stuðninginn frá Mosfellingum í kvöld. „Í báðum hálfleiknum fannst mér við vera bara nálægt mönnum og ekki gefa neina bolta og gera þetta mjög vel, er mjög ánægður hvernig strákarnir leystu þetta í dag og mikið hjarta í þessu. Geðveikur stuðningur í stúkunni sem hjálpaði mikið á lokakaflanum og bara frábært kvöld í Mosfellsbæ,“ sagði Magnús. Víkingar voru beittari fram á við í upphafi leiks en Mosfellingar náðu að hlaupa skrekkinn úr sér og höfðu góð tök á leiknum samkvæmt Magnúsi. „Það var smá skrekkur í byrjun og þá voru þeir að ógna mest, á fyrstu 20 mínútunum. Eftir það höfðum við góð tök á þessu, mér fannst seinni hlutinn í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik vorum við hættulegri þegar við vorum að fara fram á við. „Hefðum getað skorað fleiri mörk, áttum mögulega að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, skilst mér. Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel og fannst þetta verðskuldað en ég er auðvitað hlutdrægur,“ bætti Magnús við. Baráttan um Bauhaus á mánudaginn Það er stutt á milli leikja í Bestu-deildinni en fjórða umferð hefst um helgina og eiga Mosfellingar leik á móti Fram á mánudag. Magnús og lærisveinar hans hefja undirbúning strax á morgun. „Það er bara enginn spurning að við þurfum að byrja strax að undirbúa næsta leik. Það er stutt milli og leikur á móti Fram á mánudaginn.“ „Hörku lið sem við erum að fara mæta þar, baráttan um Bauhaus fram undan og við þurfum að vera klárir í það að mæta nágrönnum okkar. Þannig það er bara „recovera“ vel núna og ná orkunni aftur og vera klárir í annan bardaga á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira