Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Lovísa Arnardóttir skrifar 25. apríl 2025 08:23 Guðrún Hafsteinsdóttir segir gæsluvarðhald alvarlegt inngrip. Það séu ströng skilyrði um slíkt inngrip. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. Fjallað hefur verið um það í fréttum að sömu þrír mennirnir séu grunaðir um tvær hópnauðganir. Þeir eru ekki í gæsluvarðhaldi. Einn er farbanni. Greint var frá því í gær að mennirnir eru bannaðir á skemmtistað í miðbænum vegna málanna og hefur verið send út viðvörun til annarra skemmtistaða vegna þeirra. Guðrún var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun um þetta mál og réttarkerfið almennt. Sjá einnig: Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hún segir gríðarlega mikilvægt að réttarkerfið sé skilvirkt og réttlátt og að það verndi þá einstaklinga sem leita til þess. Hún segist telja það gott en það megi sífellt bæta það. Hún hafi lagt áherslu á það í sinni ráðherratíð til dæmis að hraða meðferð kynferðisbrotamála. Það sé nauðsynlegt fyrir þolendur að fá skjóta úrvinnslu. Á sama tíma þurfi að vera skýrt að þegar einhver leggur fram kæru sé hún skoðuð fljótt og vel. Þyki ástæða til að ákæra grípi dómskerfið við og það verði að vera skilvirkt. Við endann sé svo fullnustukerfið og hún hafi lagt mikla áherslu á að gera breytingar á því kerfi þegar hún var ráðherra. Ástandið þar sé óviðunandi. Gæsluvarðhald alvarlegt inngrip Guðrún segist ekki geta svarað því hvers vegna mennirnir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og lögreglan verði að svara því hvers vegna það sé. Gæsluvarðhald sé ekki refsing heldur tímabundin frelsissvipting á rannsóknarstigi máls. „Við verðum að hafa það í huga að þetta er alvarlegt inngrip í réttindi einstakling,“ segir Guðrún og að það séu mjög ströng skilyrði vegna þess hve alvarlegt úrræði það er að frelsissvipta einhvern. Það verði að vera rökstuddur grunur um brot og brotið varði fangelsisvist. „Við erum réttarríki og við verðum að bera traust til réttarkerfisins,“ segir Guðrún spurð um það hvort að það að varðveita rétt manna sem séu sakaðir um svo gróf brot sé mögulega á kostnað þolenda. Skiljanlegt að málið veki miklar og erfiðar tilfinningar „Ég skil það mjög vel, að í dæmi sem þessu sem hér er nefnd, að það veki miklar og erfiðar tilfinningar. Hér erum við að tala um gríðarlega alvarlega glæpi og þess vegna ber ég traust til lögreglunnar til að sinna sínum störfum.“ Guðrún segir að tryggja verði öllum réttláta málsmeðferð. Þolendur kynferðisbrota upplifi þó oft að það sé ekki tilfellið. Hún segir mikla áherslu lagða á málaflokkinn í dómsmálaráðuneytinu og það sé þörf á að halda þessari vinnu áfram. Það þurfi að tryggja öryggi þolenda og trúa þeim. „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá… Það er upplifun mjög margra þolenda að þeir séu ekki gripnir og öryggi þeirra sé ekki tryggt. Það þurfum við að laga og það er verkefni sem við erum sífellt í og höfum verið í,“ segir Guðrún. Lögreglunni hafi til dæmis verið tryggt meira fjármagn á síðasta kjörtímabili til að sinna þessum málaflokki. Hægt er að hlusta á viðtalið að ofan. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Bítið Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Fjallað hefur verið um það í fréttum að sömu þrír mennirnir séu grunaðir um tvær hópnauðganir. Þeir eru ekki í gæsluvarðhaldi. Einn er farbanni. Greint var frá því í gær að mennirnir eru bannaðir á skemmtistað í miðbænum vegna málanna og hefur verið send út viðvörun til annarra skemmtistaða vegna þeirra. Guðrún var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun um þetta mál og réttarkerfið almennt. Sjá einnig: Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hún segir gríðarlega mikilvægt að réttarkerfið sé skilvirkt og réttlátt og að það verndi þá einstaklinga sem leita til þess. Hún segist telja það gott en það megi sífellt bæta það. Hún hafi lagt áherslu á það í sinni ráðherratíð til dæmis að hraða meðferð kynferðisbrotamála. Það sé nauðsynlegt fyrir þolendur að fá skjóta úrvinnslu. Á sama tíma þurfi að vera skýrt að þegar einhver leggur fram kæru sé hún skoðuð fljótt og vel. Þyki ástæða til að ákæra grípi dómskerfið við og það verði að vera skilvirkt. Við endann sé svo fullnustukerfið og hún hafi lagt mikla áherslu á að gera breytingar á því kerfi þegar hún var ráðherra. Ástandið þar sé óviðunandi. Gæsluvarðhald alvarlegt inngrip Guðrún segist ekki geta svarað því hvers vegna mennirnir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og lögreglan verði að svara því hvers vegna það sé. Gæsluvarðhald sé ekki refsing heldur tímabundin frelsissvipting á rannsóknarstigi máls. „Við verðum að hafa það í huga að þetta er alvarlegt inngrip í réttindi einstakling,“ segir Guðrún og að það séu mjög ströng skilyrði vegna þess hve alvarlegt úrræði það er að frelsissvipta einhvern. Það verði að vera rökstuddur grunur um brot og brotið varði fangelsisvist. „Við erum réttarríki og við verðum að bera traust til réttarkerfisins,“ segir Guðrún spurð um það hvort að það að varðveita rétt manna sem séu sakaðir um svo gróf brot sé mögulega á kostnað þolenda. Skiljanlegt að málið veki miklar og erfiðar tilfinningar „Ég skil það mjög vel, að í dæmi sem þessu sem hér er nefnd, að það veki miklar og erfiðar tilfinningar. Hér erum við að tala um gríðarlega alvarlega glæpi og þess vegna ber ég traust til lögreglunnar til að sinna sínum störfum.“ Guðrún segir að tryggja verði öllum réttláta málsmeðferð. Þolendur kynferðisbrota upplifi þó oft að það sé ekki tilfellið. Hún segir mikla áherslu lagða á málaflokkinn í dómsmálaráðuneytinu og það sé þörf á að halda þessari vinnu áfram. Það þurfi að tryggja öryggi þolenda og trúa þeim. „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá… Það er upplifun mjög margra þolenda að þeir séu ekki gripnir og öryggi þeirra sé ekki tryggt. Það þurfum við að laga og það er verkefni sem við erum sífellt í og höfum verið í,“ segir Guðrún. Lögreglunni hafi til dæmis verið tryggt meira fjármagn á síðasta kjörtímabili til að sinna þessum málaflokki. Hægt er að hlusta á viðtalið að ofan.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Bítið Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira