Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2025 15:18 Endrick ætlaði að vera kaldur karl en það kom í bakið á honum. Hann fékk líka að heyra það frá Carlo Ancelotti. Getty/Maria Gracia Jimenez/ Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var ekki ánægður með stælana í brasilíska ungstirninu Endrick í síðasta leik spænska liðsins. Real Madrid vann 1-0 sigur á Getafe og hélt sér inni í titilbaráttunni. Hinn átján ára gamli Endrick fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu í spænsku deildinni síðan hann kom til félagsins í júlí 2024. Endrick fékk tvö góð færi til að skora í leiknum en nýtti þau ekki. Það seinna kom á 59. mínútu þegar hann var einn á móti markverði Getafe. Endrick reyndi að lyfta boltanum yfir markvörðinn en mistókst það algjörlega og boltinn fór beint í hendur markvarðar Getafe. Ancelotti var allt annað en sáttur með strákinn og kallaði þetta trúðslæti. „Hann fékk tvö færi. Hann hefði ekki getað gert betur í fyrra færinu og gæti hafa verið rangstæður í því síðara. Hann getur samt ekki verið að reyna svona hluti,“ sagði Carlo Ancelotti. „Hann er ungur og verður að læra af þessu. Hann verður að skjóta á markið og hætta þessum trúðslátum. Það er ekkert pláss fyrir dramaklúbb í fótboltanum,“ sagði Ancelotti. Endrick gat líka lagt upp mark fyrir Arda Güler sem hefði þá komið Real í 2-0 en reyndi frekar að skjóta sjálfur. Ancelotti tók Endrick af velli á 64. mínútu og setti Jude Bellingham inn á völlinn. Brasilíski táningurinn hefur skorað sjö mörk í 33 leikjum í öllum keppnum en hann hefur verið að koma inn á sem varamaður. Real Madrid er í öðru sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir Barcelona, þegar fimm leikir eru eftir. Næst á dagskrá er bikarúrslitaleikur á móti Barcelona í Sevilla á morgun. Carlo Ancelotti had some stern words for Endrick after his performance against Getafe 👀 pic.twitter.com/CXbqeYZer2— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Sjá meira
Real Madrid vann 1-0 sigur á Getafe og hélt sér inni í titilbaráttunni. Hinn átján ára gamli Endrick fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu í spænsku deildinni síðan hann kom til félagsins í júlí 2024. Endrick fékk tvö góð færi til að skora í leiknum en nýtti þau ekki. Það seinna kom á 59. mínútu þegar hann var einn á móti markverði Getafe. Endrick reyndi að lyfta boltanum yfir markvörðinn en mistókst það algjörlega og boltinn fór beint í hendur markvarðar Getafe. Ancelotti var allt annað en sáttur með strákinn og kallaði þetta trúðslæti. „Hann fékk tvö færi. Hann hefði ekki getað gert betur í fyrra færinu og gæti hafa verið rangstæður í því síðara. Hann getur samt ekki verið að reyna svona hluti,“ sagði Carlo Ancelotti. „Hann er ungur og verður að læra af þessu. Hann verður að skjóta á markið og hætta þessum trúðslátum. Það er ekkert pláss fyrir dramaklúbb í fótboltanum,“ sagði Ancelotti. Endrick gat líka lagt upp mark fyrir Arda Güler sem hefði þá komið Real í 2-0 en reyndi frekar að skjóta sjálfur. Ancelotti tók Endrick af velli á 64. mínútu og setti Jude Bellingham inn á völlinn. Brasilíski táningurinn hefur skorað sjö mörk í 33 leikjum í öllum keppnum en hann hefur verið að koma inn á sem varamaður. Real Madrid er í öðru sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir Barcelona, þegar fimm leikir eru eftir. Næst á dagskrá er bikarúrslitaleikur á móti Barcelona í Sevilla á morgun. Carlo Ancelotti had some stern words for Endrick after his performance against Getafe 👀 pic.twitter.com/CXbqeYZer2— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Sjá meira