Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. apríl 2025 09:35 Emanuel Macron Frakklandsforseti, Alexander Stubb Finnlandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti á fremsta bekk. EPA Um fimmtíu þúsund manns eru við útför Frans páfa á Sankti Péturstorgi í Páfagarði. Meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti, Volodímír Selenskí Úkraínuforseti og Vilhjálmur bretaprins. Samkvæmt upplýsingum frá Páfagarði eru yfir 200 þúsund manns viðstaddir á og í kringum torgið þar sem útförin fór fram. Yfirvöld í Róm árétta að líklega sé sú tala nærri 150 þúsund. Vilhjálmur Bretaprins er viðstaddur.EPA Breska ríkisútvarpið heldur uppi fréttavakt af útförinni, en þar kemur meðal annars fram að Trump og Selenskí hafi hist í Páfagarði fyrir útförina. Úkraínumenn og Rússar leitast nú við að ná samkomulagi um frið og hefur Bandaríkjastjórnin gert sig gildandi í þeim viðræðum. Trump sat á fremsta bekk við athöfnina, ásamt Alexander Stubb forseta Finnlands og Alar Karis forseta Eistlands. Bæði Finnland og Eistland hafa stutt Úkraínu í stríðinu við Rússa. Donald og Melania Trump. EPA Giovanni Battista kardináli flutti prédikun, þar sem hann heiðraði embættissetu páfans, og sagði persónu hans einkennast af ákveðni. „Hann var staðráðinn í að nálgast náungann, sérstaklega þá sem áttu um sárt að binda, og gaf svo mikið af sér, sérstaklega til þeirra sem minna mega sín,“ sagði hann meðal annars í prédikuninni. „Hann var páfi meðal fólksins, með opinn hug gagnvart öllum. Hann var einnig páfi breyttra tíma og þess sem hinn heilagi andi hefur vakið upp í kirkjunni.“ Selenskí ásamt Olenu Zelenska, eiginkonu sinni. EPA Þá gerði hann ákall eftir því að stríðandi fylkingar heims grefðu stríðsöxina. Hann endurtók það sem páfinn sagði margoft, „byggjum brýr, ekki veggi“. Páfinn hafi sjálfur verið við guðsþjónustu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson sendiherra eru fulltrúar Íslendinga í útförinni. Myndin er tekin í gær.Instagram Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu, Javier Milei forseti Argentínu og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands. EPA Páfagarður áætlar að um 200 þúsund manns séu viðstaddir á og í kringum torgið.EPA Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins er einnig viðstödd. EPA Kista páfans borin að torginu. Hún verður síðan flutt á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni í Róm, hvar páfinn verður jarðsettur. EPA Andlát Frans páfa Páfagarður Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Páfagarði eru yfir 200 þúsund manns viðstaddir á og í kringum torgið þar sem útförin fór fram. Yfirvöld í Róm árétta að líklega sé sú tala nærri 150 þúsund. Vilhjálmur Bretaprins er viðstaddur.EPA Breska ríkisútvarpið heldur uppi fréttavakt af útförinni, en þar kemur meðal annars fram að Trump og Selenskí hafi hist í Páfagarði fyrir útförina. Úkraínumenn og Rússar leitast nú við að ná samkomulagi um frið og hefur Bandaríkjastjórnin gert sig gildandi í þeim viðræðum. Trump sat á fremsta bekk við athöfnina, ásamt Alexander Stubb forseta Finnlands og Alar Karis forseta Eistlands. Bæði Finnland og Eistland hafa stutt Úkraínu í stríðinu við Rússa. Donald og Melania Trump. EPA Giovanni Battista kardináli flutti prédikun, þar sem hann heiðraði embættissetu páfans, og sagði persónu hans einkennast af ákveðni. „Hann var staðráðinn í að nálgast náungann, sérstaklega þá sem áttu um sárt að binda, og gaf svo mikið af sér, sérstaklega til þeirra sem minna mega sín,“ sagði hann meðal annars í prédikuninni. „Hann var páfi meðal fólksins, með opinn hug gagnvart öllum. Hann var einnig páfi breyttra tíma og þess sem hinn heilagi andi hefur vakið upp í kirkjunni.“ Selenskí ásamt Olenu Zelenska, eiginkonu sinni. EPA Þá gerði hann ákall eftir því að stríðandi fylkingar heims grefðu stríðsöxina. Hann endurtók það sem páfinn sagði margoft, „byggjum brýr, ekki veggi“. Páfinn hafi sjálfur verið við guðsþjónustu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson sendiherra eru fulltrúar Íslendinga í útförinni. Myndin er tekin í gær.Instagram Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu, Javier Milei forseti Argentínu og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands. EPA Páfagarður áætlar að um 200 þúsund manns séu viðstaddir á og í kringum torgið.EPA Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins er einnig viðstödd. EPA Kista páfans borin að torginu. Hún verður síðan flutt á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni í Róm, hvar páfinn verður jarðsettur. EPA
Andlát Frans páfa Páfagarður Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira