Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. apríl 2025 11:44 Mynd úr safni af fiskeldisstöð Samherja í Sandgerði. Vísir/Vilhelm Samherji fiskeldi ehf., dótturfélag Samherja hf., hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun, með útgáfu nýs hlutafjár og sambankaláni. Fjármögnun fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja, en þar segir að við þetta skapist hundrað ný störf í fiskeldisstöðinni og annar eins fjöldi afleiddra starfa. Landeldisstöðin verður staðsett í auðlindagarði HS Orku við Reykjanesvirkjun með aðgang að endurnýjanlegri orku frá virkjuninni. Stöðin verður byggð í þremur áföngum en jarðvegsframkvæmdir hófust í október 2024. Svona mun fiskeldið líta út.Samherji Áætlað er að eftir fyrsta áfanga muni stöðin framleiða um 10 þúsund tonn af slægðum laxi, og fullbyggð muni stöðin ná framleiðsluafk-östum upp á 30 þúsund tonn á ári. „Í framleiðslunni munu einnig falla til hliðarafurðir sem til stendur að nýta til frekari verðmætasköpunar innan auðlindagarðs HS Orku,“ segir í tilkynningunni. Leiðandi á heimsvísu í landeldi Í tilkynningu segir að Samherji fiskeldi ehf. hafi stundað landeldi á bleikju og laxi með góðum árangri í tvo áratugi. Fyrirtækið sé orðið leiðandi í landeldi og sé í dag stærsti bleikjuframleiðandi í heimi með um 30 prósent markaðshlutdeild í bleikju. „Eldisgarður byggir á reynslu okkar af landeldi í Öxarfirði. Frá árinu 2023 höfum við fjárfest í stöðinni í Öxarfirði fyrir rúmlega fjóra milljarða króna. Sú fjárfesting fólst í stækkun og innleiðingu á nýrri tækni sem verður notuð í Eldisgarði,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja. „Ég er afar stoltur af okkar starfsfólki sem hefur gert þennan árangur mögulegan með sinni reynslu og sérfræðiþekkingu. Samtímis er ég hrærður yfir þeim áhuga sem fjárfestar sýna Eldisgarði. Um er að ræða risavaxið verkefni sem mun hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið á Reykjanesi. Við erum hreykin af því að skapa ný þekkingarstörf á svæðinu með umhverfisvænni framleiðslu á hágæða próteini,“ er haft eftir Jóni Kjartani Jónssyni, framkvæmdastjóra Samherja fiskeldis. Stefnt er að því að taka stöðina í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2027. Fiskeldi Landeldi Reykjanesbær Tengdar fréttir Lax og bleikja af landi frá Samherja í verslanir Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda. 10. nóvember 2023 15:32 Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. 11. júlí 2024 10:27 Óhapp í fyrsta sinn í 25 ára sögu Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað. 10. maí 2024 13:41 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja, en þar segir að við þetta skapist hundrað ný störf í fiskeldisstöðinni og annar eins fjöldi afleiddra starfa. Landeldisstöðin verður staðsett í auðlindagarði HS Orku við Reykjanesvirkjun með aðgang að endurnýjanlegri orku frá virkjuninni. Stöðin verður byggð í þremur áföngum en jarðvegsframkvæmdir hófust í október 2024. Svona mun fiskeldið líta út.Samherji Áætlað er að eftir fyrsta áfanga muni stöðin framleiða um 10 þúsund tonn af slægðum laxi, og fullbyggð muni stöðin ná framleiðsluafk-östum upp á 30 þúsund tonn á ári. „Í framleiðslunni munu einnig falla til hliðarafurðir sem til stendur að nýta til frekari verðmætasköpunar innan auðlindagarðs HS Orku,“ segir í tilkynningunni. Leiðandi á heimsvísu í landeldi Í tilkynningu segir að Samherji fiskeldi ehf. hafi stundað landeldi á bleikju og laxi með góðum árangri í tvo áratugi. Fyrirtækið sé orðið leiðandi í landeldi og sé í dag stærsti bleikjuframleiðandi í heimi með um 30 prósent markaðshlutdeild í bleikju. „Eldisgarður byggir á reynslu okkar af landeldi í Öxarfirði. Frá árinu 2023 höfum við fjárfest í stöðinni í Öxarfirði fyrir rúmlega fjóra milljarða króna. Sú fjárfesting fólst í stækkun og innleiðingu á nýrri tækni sem verður notuð í Eldisgarði,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja. „Ég er afar stoltur af okkar starfsfólki sem hefur gert þennan árangur mögulegan með sinni reynslu og sérfræðiþekkingu. Samtímis er ég hrærður yfir þeim áhuga sem fjárfestar sýna Eldisgarði. Um er að ræða risavaxið verkefni sem mun hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið á Reykjanesi. Við erum hreykin af því að skapa ný þekkingarstörf á svæðinu með umhverfisvænni framleiðslu á hágæða próteini,“ er haft eftir Jóni Kjartani Jónssyni, framkvæmdastjóra Samherja fiskeldis. Stefnt er að því að taka stöðina í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2027.
Fiskeldi Landeldi Reykjanesbær Tengdar fréttir Lax og bleikja af landi frá Samherja í verslanir Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda. 10. nóvember 2023 15:32 Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. 11. júlí 2024 10:27 Óhapp í fyrsta sinn í 25 ára sögu Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað. 10. maí 2024 13:41 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Lax og bleikja af landi frá Samherja í verslanir Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda. 10. nóvember 2023 15:32
Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. 11. júlí 2024 10:27
Óhapp í fyrsta sinn í 25 ára sögu Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað. 10. maí 2024 13:41