Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. apríl 2025 16:34 Mönnunum hefur ekki verið gerð refsing áður hér á landi. Leigubílstjórinn, sem vann hjá City Taxi, var sviptur leyfinu fljótlega eftir að málið kom upp. Vísir/Anton Brink Leigubílstjóri sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir nauðgun, fór í Hagkaup til að kaupa verjur meðan vinur hans nauðgaði konunni í íbúð sinni í bílskúr í Kópavogi. Eftir að þeir höfðu báðir brotið á konunni í umræddri íbúð ók leigubílstjórinn henni heim og rukkaði hana fyrir farið. Mohammed Ali Chagra, 33 ára leigubílstjóri, og Amir Bin Abdallah, 28 ára leigubílstjóri, voru þann 16. apríl dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun aðfaranótt 3. febrúar 2024. Eins og fram hefur komið ók Ali Chagra konu í híbýli Bin Abdallah í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Mennirnir voru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald og haft var orð á því í Facebook-hópi leigubílstjóra að Ali Chagra væri enn að starfa sem leigubílstjóri hjá City Taxi þrátt fyrir að vera grunaður um nauðgun. Lögreglan í heimalandinu hörð í horn að taka Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness og hefur nú verið birtur. Í honum kemur fram að framburður Ali Chagra hafi breyst þó nokkrum sinnum frá því að hann var fyrst handtekinn og af honum tekin skýrsla þar til hann gaf skýrslu fyrir dómi. Hann hafi gefið lögregluskýrslur 7., 8. og 9. febrúar og 10. apríl 2024, og í hvert sinn breytt framburði sínum. Brotin áttu sér stað fjórum dögum áður en Ali Chagra var fyrst handtekinn. Ali Chagra bar af því tilefni fyrir sig að réttargæslukerfið í heimalandi hans væri öðruvísi og því væri hann hræddur við að segja rangt frá, sem hann virðist þó hafa gert í þeim skýrslum sem teknar voru af honum. Hann lýsti ótta við barsmíðar, þar sem lögreglan í hans heimalandi væri hörð í horn að taka. Bin Abdallah var handtekinn þann 8. febrúar. Í skýrslutöku fyrir lögreglu sagðist hann fyrst ekki hafa kannast við að hafa fengið nokkurn í heimsókn umrædda nótt. Eftir stutt hlé á skýrslutökunni er haft eftir honum að hann ætli að segja allan sannleikann. Sú eina skýrsla var látin duga frá honum á rannsóknarstigi málsins. Fór með hana til vinarins og svo að kaupa smokka Í dóminum kemur fram að konan hafi mætt á veitingastað á fyrsta tímanum aðfaranótt 3. febrúar 2024. Eftir tæplega klukkutíma langa veru á staðnum hafi hún yfirgefið hann einsömul og verið ekið burt í leigubíl í eigu Ali Chagra. Myndefni úr eftirlitsmyndavélum staðfestu atburðarásina. Vitni sögðu konuna hafa verið sýnilega ölvaða og dyravörður hafi þurft að teyma hana út af staðnum. Þá segir að Ali Chagra hafi ekið konuna að íbúð Bin Abdallah, sem búið var að útbúa í bílskúr. Íbúðin er samkvæmt heimildum fréttastofu staðsett í Kópavogi. Skömmu síðar hafi Ali Chagra yfirgefið íbúðina, ekið í verslun Hagkaupa og keypt þar verjur. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum við verslunina og kvittun fyrir kaupunum frá klukkan 02:43 lágu fyrir í málinu. Klukkan 04:55 voru samkvæmt fyrirliggjandi gögnum greiddar rúmar fimm þúsund krónur í posa Ali Chagra og taldi dómurinn að óumdeilt væri að greiðslan hafi verið úr hendi konunnar. Sagði hana hafa átt frumkvæði Nokkrum sögum fór af því hvað gerðist í millitíðinni. Í þremur lögregluskýrslum, sem og skýrslu fyrir dómi, sagðist konan hafa verið mjög drukkin á umræddum tíma og því hafi hún takmarkað munað. Bin Abdallah viðurkenndi að hann hefði haft samræði við konuna í íbúðinni umrætta nótt. Samkvæmt gögnum málsins fannst sæði sem samkennt var við hann á kynfærum og fötum konunnar. Bin Abdallah hélt því aftur á móti fram að konan hefði beitt öllum brögðum til að fá hann til að sofa hjá sér, snert sjálfa sig og hann og veitt honum munnmök. Hann hafi síðan haft samræði við hana áður en Ali Chagra mætti að íbúðinni eftir að hafa farið í Hagkaup að kaupa verjur. Ali Chagra hafi síðan beðið hann um að fara inn á baðherbergi að reykja. Bin Abdallah hafi lesið úr því að hann „vildi vera einn með henni eða eitthvað“, hafandi keypt verjur. Hann hafi hlýtt vini sínum, farið inn á baðherbergi, reykt eina sígarettu og komið að Ali Chagra og konunni nöktum þegar hann fór af baðherberginu. Taldist sannað að báðir hefðu brotið á konunni Í framburði konunnar sagðist hún muna eftir að hafa rankað við sér liggjandi á maganum á rúmi í íbúðinni meðan Bin Abdallah hafði samræði við hana aftan frá. Hún hafi verið ber að neðan og nærri því ber að ofan. Við skýrslutöku sagðist hún muna eftir að annar maðurinn sagðist hafa fellt sæði og í kjölfarið hafi mennirnir tveir farið að rífast. Þá sagðist hún frá upphafi máls eiga minningu af öðrum manni í íbúðinni, berum að ofan og með bringuhár. Minningin hafi komið upp í samhengi við frásögn af kynferðisathöfnum. Við rannsókn kom í ljós að einungis Ali Chagra væri með bringuhár en ekki Bin Abdallah. Ali Chagra neitaði því frá upphafi að hafa haft samræði við konuna en fyrir lá að Bin Abdallah hafði komið að honum nöktum með konunni eftir að hann kom frá baðherberginu. Þá sagði Bin Abdallah verjurnar sem vinur hans hafði skotist í búð til að kaupa ekki hafa verið ætlaðar sér. Dómurinn lagði framburð Bin Abdallah og konunnar til grundvallar í tengslum við hvort sannað teldist að Ali Chagra hefði einnig gerst sekur um nauðgun. Þá leit hann til þess að framburður Ali Chagra hefði frá upphafi verið óstöðugur og á skjön við fyrirliggjandi gögn sem og framburð Bin Abdallah og framburð konunnar. Í tilfelli beggja mannanna taldist ákæruvaldið hafa fært lögfulla sönnun fyrir sekt þeirra. Þrátt fyrir það voru þeir ekki sakaðir um aðild í broti hvors annars. Mennirnir voru báðir dæmdir til tveggja og hálfs árs óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað konunni. Þá voru þeir dæmdir til að greiða henni 1,5 milljón króna í miskabætur. Kynferðisofbeldi Dómsmál Leigubílar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Mohammed Ali Chagra, 33 ára leigubílstjóri, og Amir Bin Abdallah, 28 ára leigubílstjóri, voru þann 16. apríl dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun aðfaranótt 3. febrúar 2024. Eins og fram hefur komið ók Ali Chagra konu í híbýli Bin Abdallah í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Mennirnir voru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald og haft var orð á því í Facebook-hópi leigubílstjóra að Ali Chagra væri enn að starfa sem leigubílstjóri hjá City Taxi þrátt fyrir að vera grunaður um nauðgun. Lögreglan í heimalandinu hörð í horn að taka Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness og hefur nú verið birtur. Í honum kemur fram að framburður Ali Chagra hafi breyst þó nokkrum sinnum frá því að hann var fyrst handtekinn og af honum tekin skýrsla þar til hann gaf skýrslu fyrir dómi. Hann hafi gefið lögregluskýrslur 7., 8. og 9. febrúar og 10. apríl 2024, og í hvert sinn breytt framburði sínum. Brotin áttu sér stað fjórum dögum áður en Ali Chagra var fyrst handtekinn. Ali Chagra bar af því tilefni fyrir sig að réttargæslukerfið í heimalandi hans væri öðruvísi og því væri hann hræddur við að segja rangt frá, sem hann virðist þó hafa gert í þeim skýrslum sem teknar voru af honum. Hann lýsti ótta við barsmíðar, þar sem lögreglan í hans heimalandi væri hörð í horn að taka. Bin Abdallah var handtekinn þann 8. febrúar. Í skýrslutöku fyrir lögreglu sagðist hann fyrst ekki hafa kannast við að hafa fengið nokkurn í heimsókn umrædda nótt. Eftir stutt hlé á skýrslutökunni er haft eftir honum að hann ætli að segja allan sannleikann. Sú eina skýrsla var látin duga frá honum á rannsóknarstigi málsins. Fór með hana til vinarins og svo að kaupa smokka Í dóminum kemur fram að konan hafi mætt á veitingastað á fyrsta tímanum aðfaranótt 3. febrúar 2024. Eftir tæplega klukkutíma langa veru á staðnum hafi hún yfirgefið hann einsömul og verið ekið burt í leigubíl í eigu Ali Chagra. Myndefni úr eftirlitsmyndavélum staðfestu atburðarásina. Vitni sögðu konuna hafa verið sýnilega ölvaða og dyravörður hafi þurft að teyma hana út af staðnum. Þá segir að Ali Chagra hafi ekið konuna að íbúð Bin Abdallah, sem búið var að útbúa í bílskúr. Íbúðin er samkvæmt heimildum fréttastofu staðsett í Kópavogi. Skömmu síðar hafi Ali Chagra yfirgefið íbúðina, ekið í verslun Hagkaupa og keypt þar verjur. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum við verslunina og kvittun fyrir kaupunum frá klukkan 02:43 lágu fyrir í málinu. Klukkan 04:55 voru samkvæmt fyrirliggjandi gögnum greiddar rúmar fimm þúsund krónur í posa Ali Chagra og taldi dómurinn að óumdeilt væri að greiðslan hafi verið úr hendi konunnar. Sagði hana hafa átt frumkvæði Nokkrum sögum fór af því hvað gerðist í millitíðinni. Í þremur lögregluskýrslum, sem og skýrslu fyrir dómi, sagðist konan hafa verið mjög drukkin á umræddum tíma og því hafi hún takmarkað munað. Bin Abdallah viðurkenndi að hann hefði haft samræði við konuna í íbúðinni umrætta nótt. Samkvæmt gögnum málsins fannst sæði sem samkennt var við hann á kynfærum og fötum konunnar. Bin Abdallah hélt því aftur á móti fram að konan hefði beitt öllum brögðum til að fá hann til að sofa hjá sér, snert sjálfa sig og hann og veitt honum munnmök. Hann hafi síðan haft samræði við hana áður en Ali Chagra mætti að íbúðinni eftir að hafa farið í Hagkaup að kaupa verjur. Ali Chagra hafi síðan beðið hann um að fara inn á baðherbergi að reykja. Bin Abdallah hafi lesið úr því að hann „vildi vera einn með henni eða eitthvað“, hafandi keypt verjur. Hann hafi hlýtt vini sínum, farið inn á baðherbergi, reykt eina sígarettu og komið að Ali Chagra og konunni nöktum þegar hann fór af baðherberginu. Taldist sannað að báðir hefðu brotið á konunni Í framburði konunnar sagðist hún muna eftir að hafa rankað við sér liggjandi á maganum á rúmi í íbúðinni meðan Bin Abdallah hafði samræði við hana aftan frá. Hún hafi verið ber að neðan og nærri því ber að ofan. Við skýrslutöku sagðist hún muna eftir að annar maðurinn sagðist hafa fellt sæði og í kjölfarið hafi mennirnir tveir farið að rífast. Þá sagðist hún frá upphafi máls eiga minningu af öðrum manni í íbúðinni, berum að ofan og með bringuhár. Minningin hafi komið upp í samhengi við frásögn af kynferðisathöfnum. Við rannsókn kom í ljós að einungis Ali Chagra væri með bringuhár en ekki Bin Abdallah. Ali Chagra neitaði því frá upphafi að hafa haft samræði við konuna en fyrir lá að Bin Abdallah hafði komið að honum nöktum með konunni eftir að hann kom frá baðherberginu. Þá sagði Bin Abdallah verjurnar sem vinur hans hafði skotist í búð til að kaupa ekki hafa verið ætlaðar sér. Dómurinn lagði framburð Bin Abdallah og konunnar til grundvallar í tengslum við hvort sannað teldist að Ali Chagra hefði einnig gerst sekur um nauðgun. Þá leit hann til þess að framburður Ali Chagra hefði frá upphafi verið óstöðugur og á skjön við fyrirliggjandi gögn sem og framburð Bin Abdallah og framburð konunnar. Í tilfelli beggja mannanna taldist ákæruvaldið hafa fært lögfulla sönnun fyrir sekt þeirra. Þrátt fyrir það voru þeir ekki sakaðir um aðild í broti hvors annars. Mennirnir voru báðir dæmdir til tveggja og hálfs árs óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað konunni. Þá voru þeir dæmdir til að greiða henni 1,5 milljón króna í miskabætur.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Leigubílar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira