Innlent

Jón Ólafs­son segir skilið við út­varpið

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Jón Ólafsson í góðra vina hópi með Páli Einarssyni, Aino Freyju og Jóhönnu Láru Brynjólfsdóttur.
Jón Ólafsson í góðra vina hópi með Páli Einarssyni, Aino Freyju og Jóhönnu Láru Brynjólfsdóttur. Víris/Hulda Margrét

Síðasta þættinum af Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni verður útvarpað á morgun á Rás 2. Útvarpsþátturinn hóf göngu sína í ágúst árið 2018.

Þessu greinir Jón Ólafsson tónlistarmaður frá í færslu á Facebook síðunni sinni þar sem hann tilkynnir fylgjendum sínum að sjö ára ganga þáttarins er á enda komin.

„Á morgun, sunnudag, verður minn síðasti þáttur á Rás 2. Ég hef reglulega tekið mér pásu frá fjölmiðlum á löngum ferli og nú er komið að einni slíkri. Ég er þakklátur mínum hlustendum fyrir samfylgdina og hef alla tíð notið þess í botn að velja lög og masa á milli þeirra,“ skrifar hann í færslunni.

Hjá Jóni tekur nú við uppsetning söngleiksins Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu þar sem Hildur Vala Baldursdóttir og Mikael Kaaber fara með aðalhlutverkin. Einnig er framundan fjöldinn allur af tónleikum með hljómsveit hans Nýdönsk og annarra listamanna.

„Ég endurtek innilegar og djúpar þakkir fyrir dygga hlustun og óska ykkur gleðilegs sumars,“ skrifar Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×