Innlent

Björn tekur við af Helga

Atli Ísleifsson skrifar
Björn Snæbjörnsson.
Björn Snæbjörnsson. Vísir/Vilhelm

Landssamband eldri borgara heldur árlegan landsfund sinn á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ á morgun þar sem nýr formaður mun taka við. Björn Snæbjörnsson frá Akureyri verður sjálfkjörinn í embætti formanns og mun því taka við af Helga Péturssyni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi eldri borgara. Þar segir að dagskráin sé vegleg og munu Halla Tómasdóttir forseti og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, sækja fundinn.

„Fráfarandi formaður LEB, Helgi Pétursson er að klára sitt fjórða ár í formannsstóli, en formaður getur eingöngu setið í fjögur ár. Aðeins eitt framboð barst til formanns og verður því Björn Snæbjörnsson frá Akureyri, sjálfkjörinn í embætti formanns.

Helgi Pétursson.Vísir/Arnar

Björn þarf vart að kynna en hann er þekktur úr kjarabaráttu bæði sem formaður Einingar- Iðju og Starfsgreinasambandsins og seinni árin sem formaður kjarahóps Félags eldri borgara á Akureyri og formaður kjaranefndar LEB.

Þau málefni sem brenna helst á eldri borgurum þessa lands eru kjaramál og húsnæðismál og verður þeim málefnum gert hátt undir höfði á landsfundinum, eins og vera ber,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×