Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 28. apríl 2025 14:52 Alls starfa fjórir á hrefnuveiðiskipinu Halldóri Sigurðssyni ÍS. Flateyrarhöfn Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldtanga ehf., gerir ráð fyrir því að hrefnuveiðar hefjist í sumar og standi fram á haust. Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ en samkvæmt hvalveiðileyfi hans má hann veiða við strendur Íslands. Alls starfa fjórir á skip hans Halldóri Sigurðssyni ÍS. „Við höfum leyfi til hrefnuveiði við strendur Íslands, og þar með talið Ísafjarðardjúp,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Leyfið er gefið út til fimm ára og framlengist árlega um eitt ár. Heimilt er að flytja allt að 20 prósent af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár. Fjallað var um það í frétt RÚV í gær að Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafi sent tillögu til ráðherra um að Ísafjarðardjúp verði skilgreint sem griðasvæði hvala. Gunnar segist hafa séð þessar fréttir. Hann muni veiða við Ísafjarðardjúp í sumar, sem og annars staðar. Hrefna ekki veidd frá 2021 Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að árlegar veiðar hrefnu árin 2018 til 2025 nemi ekki meira en 217 dýrum. Árið 2018 hafi sex hrefnur verið veiddar við Ísland og árið 2021 hafi ein hrefna verið veidd. „Við byrjum á einni. Það er ein í einu,“ segir Gunnar. Eftir að Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., greindi frá því í upphafi mánaðar að hann ætlaði ekki að veiða langreyð er Gunnar sá eini sem er með gilt leyfi til veiða. Gunnar segir ekki útilokað að fleiri sæki um leyfi til hrefnuveiða. „Það er hugsanlegt. Þeir sem hafa áhuga geta sótt um leyfi.“ Selur hrefnuna á innlendan markað Gunnar segir nokkra eftirspurn eftir hrefnukjöti og hann horfi til innlends markaðar. „Það er hugmyndin,“ segir hann um að selja hrefnuna hér. Spurður hvort hann sé stressaður fyrir mótmælum vegna veiðanna segist Gunnar ekki búast við mikilli andstöðu við þeim en viðurkennir þó að það séu skiptar skoðanir. Gunnar vill ekki fara út í það hvernig hrefnurnar eru veiddar. Það sé sama aðferð og í gegnum tíðina. „Það eru miklar kröfur gerðar til veiðanna og það er lykilatriði að hafa velferð dýranna í huga. Það eru mjög miklar kröfur gerðar til okkar,“ segir hann og að það gildi til dæmis um aflífunartímann og að hann sé stuttur. „Veiðarnar hefjast í sumar og það er hrefna við strendur landsins langt fram á haust.“ Spenna fyrir vestan Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ. „Við erum í mjög góðu sambandi við fólkið á svæðinu. Ég finn fyrir mjög miklum velvilja á Ísafirði og það er mikill spenningur meðal Vestfirðinga að fá hrefnukjöt í sumar.“ Hvalir Hvalveiðar Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45 Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf.. Leyfin eru veitt til fimm ára. 5. desember 2024 15:29 Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. 6. desember 2024 07:10 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Við höfum leyfi til hrefnuveiði við strendur Íslands, og þar með talið Ísafjarðardjúp,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Leyfið er gefið út til fimm ára og framlengist árlega um eitt ár. Heimilt er að flytja allt að 20 prósent af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár. Fjallað var um það í frétt RÚV í gær að Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafi sent tillögu til ráðherra um að Ísafjarðardjúp verði skilgreint sem griðasvæði hvala. Gunnar segist hafa séð þessar fréttir. Hann muni veiða við Ísafjarðardjúp í sumar, sem og annars staðar. Hrefna ekki veidd frá 2021 Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að árlegar veiðar hrefnu árin 2018 til 2025 nemi ekki meira en 217 dýrum. Árið 2018 hafi sex hrefnur verið veiddar við Ísland og árið 2021 hafi ein hrefna verið veidd. „Við byrjum á einni. Það er ein í einu,“ segir Gunnar. Eftir að Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., greindi frá því í upphafi mánaðar að hann ætlaði ekki að veiða langreyð er Gunnar sá eini sem er með gilt leyfi til veiða. Gunnar segir ekki útilokað að fleiri sæki um leyfi til hrefnuveiða. „Það er hugsanlegt. Þeir sem hafa áhuga geta sótt um leyfi.“ Selur hrefnuna á innlendan markað Gunnar segir nokkra eftirspurn eftir hrefnukjöti og hann horfi til innlends markaðar. „Það er hugmyndin,“ segir hann um að selja hrefnuna hér. Spurður hvort hann sé stressaður fyrir mótmælum vegna veiðanna segist Gunnar ekki búast við mikilli andstöðu við þeim en viðurkennir þó að það séu skiptar skoðanir. Gunnar vill ekki fara út í það hvernig hrefnurnar eru veiddar. Það sé sama aðferð og í gegnum tíðina. „Það eru miklar kröfur gerðar til veiðanna og það er lykilatriði að hafa velferð dýranna í huga. Það eru mjög miklar kröfur gerðar til okkar,“ segir hann og að það gildi til dæmis um aflífunartímann og að hann sé stuttur. „Veiðarnar hefjast í sumar og það er hrefna við strendur landsins langt fram á haust.“ Spenna fyrir vestan Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ. „Við erum í mjög góðu sambandi við fólkið á svæðinu. Ég finn fyrir mjög miklum velvilja á Ísafirði og það er mikill spenningur meðal Vestfirðinga að fá hrefnukjöt í sumar.“
Hvalir Hvalveiðar Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45 Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf.. Leyfin eru veitt til fimm ára. 5. desember 2024 15:29 Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. 6. desember 2024 07:10 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Alls hafa fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær afgreiðslu umsókna lýkur. 18. nóvember 2024 06:45
Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf.. Leyfin eru veitt til fimm ára. 5. desember 2024 15:29
Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. 6. desember 2024 07:10