Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 19:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók til máls á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. Í fréttum RÚV fyrr í vikunni var greint frá því að húsnæði sem ætlað er sem kaffistofa leigubílstjóra er notað sem bænahús og öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt meinaður aðgangur. Leigubílstjórar komast því til dæmis ekki á salernið. Sigmundur sagði samfélagið á flugvellinum væri orðið að réttrúnaðarríki og „woke“ ríki. „Hópur leigubílstjóra, nýtilkominna í þessu nýju kerfi, tók yfir húsnæði i eigu Isavia og húsnæði í eigu ríkisins fyrir vikið. Og meinaði öðrum aðgangi að þessu húsi. Svör Isavia við þessu hafa verið heldur rýr. Það hefur ekki verið brugðist við í þessu tilviki,“ segir Sigmundur í ræðustól. Sigmundur spurði hvernig Dað Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlaði að bregðast við þessu máli en Isavia heyrir undir ráðuneyti Daða. „Ábyrgðin er hjá honum,“ sagði Sigmundur. Hann spurði einnig hvort að málið væri öðruvísi ef það varðaði einstaklinga í Ásatrúarfélaginu eða Kristnifélaginu. Starfsmenn Isavia væru smeykir við að beita sér fyrir málinu. „En Isavia virðist vera smeykt að taka á þessu máli og þá þarf ráðherra að stíga inn í. Það var í fréttum í dag að menn ætla leita af sérfræðingi í fjölmenningu. Ef að ásatrúarfélagið hefði tekið yfir hús ríkisins myndi maður þá leita til sérfræðings í heiðnum sið til þess að geta brugðist við? Þegar fyrirtæki stendur sig í ekki betur í að taka á málum en þetta þá þarf ráðherra sem ber ábyrgð á því fyrirtæki að bregðast við.“ Standi ekki til að gera „sérstakar klásúlur“ um notkun kaffiskúra Daði sagði að málið yrði tekið fyrir innan fyrirtækisins og taki stjórnendur Isavia ákvarðanirnar. „Fyrirtækið mun væntanlega taka þetta mál til skoðunar eins og önnur sem heyra undir það. Það stendur ekki til að eigindastefna ríkisins innihaldi sérstakar klásúlur um notkun kaffiskúra,“ sagði Daði. „Félagið ber ábyrgð á nýtingu þessara eigna. Eigindastefna félagsins snýr að þeirri þjónustu sem félaginu er ætlað að veita og stjórn þess og stjórnendur munu taka ákvörðun í þessu máli eins og öðrum málum sem snúa að rekstri félagsins.“ Alþingi Isavia Leigubílar Trúmál Miðflokkurinn Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Sjá meira
Í fréttum RÚV fyrr í vikunni var greint frá því að húsnæði sem ætlað er sem kaffistofa leigubílstjóra er notað sem bænahús og öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt meinaður aðgangur. Leigubílstjórar komast því til dæmis ekki á salernið. Sigmundur sagði samfélagið á flugvellinum væri orðið að réttrúnaðarríki og „woke“ ríki. „Hópur leigubílstjóra, nýtilkominna í þessu nýju kerfi, tók yfir húsnæði i eigu Isavia og húsnæði í eigu ríkisins fyrir vikið. Og meinaði öðrum aðgangi að þessu húsi. Svör Isavia við þessu hafa verið heldur rýr. Það hefur ekki verið brugðist við í þessu tilviki,“ segir Sigmundur í ræðustól. Sigmundur spurði hvernig Dað Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlaði að bregðast við þessu máli en Isavia heyrir undir ráðuneyti Daða. „Ábyrgðin er hjá honum,“ sagði Sigmundur. Hann spurði einnig hvort að málið væri öðruvísi ef það varðaði einstaklinga í Ásatrúarfélaginu eða Kristnifélaginu. Starfsmenn Isavia væru smeykir við að beita sér fyrir málinu. „En Isavia virðist vera smeykt að taka á þessu máli og þá þarf ráðherra að stíga inn í. Það var í fréttum í dag að menn ætla leita af sérfræðingi í fjölmenningu. Ef að ásatrúarfélagið hefði tekið yfir hús ríkisins myndi maður þá leita til sérfræðings í heiðnum sið til þess að geta brugðist við? Þegar fyrirtæki stendur sig í ekki betur í að taka á málum en þetta þá þarf ráðherra sem ber ábyrgð á því fyrirtæki að bregðast við.“ Standi ekki til að gera „sérstakar klásúlur“ um notkun kaffiskúra Daði sagði að málið yrði tekið fyrir innan fyrirtækisins og taki stjórnendur Isavia ákvarðanirnar. „Fyrirtækið mun væntanlega taka þetta mál til skoðunar eins og önnur sem heyra undir það. Það stendur ekki til að eigindastefna ríkisins innihaldi sérstakar klásúlur um notkun kaffiskúra,“ sagði Daði. „Félagið ber ábyrgð á nýtingu þessara eigna. Eigindastefna félagsins snýr að þeirri þjónustu sem félaginu er ætlað að veita og stjórn þess og stjórnendur munu taka ákvörðun í þessu máli eins og öðrum málum sem snúa að rekstri félagsins.“
Alþingi Isavia Leigubílar Trúmál Miðflokkurinn Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent