Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar 30. apríl 2025 09:01 Íslendingar ákváðu að endurreisa lýðveldið 17. Júní 1944. Ég hygg að það sé meirihluti Íslendinga sem vilja efla, varðveita og styrkja lýðveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir, börn okkar og barnabörn. Á þeim tíma sem stríð geysar í Evrópu sem ógnar okkur öllum erum við föst í þeirri hugsun og tíma sem var. Að við séum örugg í sameiginlegu gildismati vestrænna ríkja, varnarsamstarfi og stöðu mála í heiminum. Þetta áttatíu ára gildismat og sameiginlegu öryggishagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi. Bandaríkin sem hafa verið forystuþjóð í þróun eftirstríðsáranna frá 1945 og hafa talað fyrir sjálfstæði og virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldi landamæra þjóða er ekki lengur til. Þegar skoðanakönnun birtist sem gefur til kynna að rúmlega 70% þjóðarinnar vilja ekki eigin varnaviðbúnað til að bregðast við óvæntum hættum eða fyrirvarlausum árásum á lýðveldið þá vekur það mann til umhugsunar. Þar til ársins 1995 var ákvæði í stjórnarskrá Íslands um herkvaðningu til verndar lýðveldinu ef þörf krefði. Það var fellt út af Alþingi án umræðu. Viðhörf íslenskra stjórnvalda – og almennings – er að aðrir eigi að sjá um varnir landsins. Útlendingar! Menn á borð við Trump, Orban, Fico og Erdogan. Er það trúverðugt? Fer saman hér hljóð og mynd? Staðreyndin er sú að Ísland er nógu öflugt til að taka þátt í vörnum eigin lands. Við munum þurfa á aðstoð að halda ef á okkur er ráðist , en við getum veitt öfluga mótstöðu þar til sá liðsauki berst. Ég hef fært fyrir því sterk rök að hægt sé að kalla 10% þjóðarinnar til varna ef hætta ber að höndum sem er um 38.000 mann. Gefum okkur að hluti þess sé kallaður til varna u.þ.b. 10.000 manns að þá er það umtalsvert varnarlið. Kjarni sem má alltaf bæta við! Rökin fyrir því að Íslendingar hafi ekki efni á að standa að eigin vörnum standast ekki skoðun. Árið 2022 var verg landsframleiðsla á hvern Íslending $52.000 sem var sambærilegt Norðurlöndunum og Evrópu en Eystrasaltsríkin voru með $28.00-35000. Öll þessi lönd hafa aukið eigin framlög til varnarmála og mörg hver yfir 2% viðmiðið sem hefur verið markmið NATO. Samkvæmt þessu hefur Ísland efni á því að auka framlög til eigin varna og taka ábyrgð á að vernda lýðveldið. Fyrir utan Trump og varnarsamninginn er önnur grunnstoð íslenskra varna Atlantshafsbandalagið. Það eru blikur á lofti um áhuga Bandaríkjamanna að viðhalda þessu bandalagi. Forseti Bandaríkjanna telur bandalagið barns síns tíma. Óþarft! Umræða er um hvort yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsríkjanna eigi að vera bandarískur eins og verið hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar eða evrópskur. Nú eru þriggja stjörnu hershöfðingjar frá Þýskalandi í hlutverki varamanns yfirmanns herafla NATO. Þegar Bandaríkjamenn biðja Evrópu um að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum, má spyrja af hverju Evrópa tekur ekki að sér þetta hlutverk og endurskipuleggi skipulag NATO í þágu varna Evrópu. Hvert verður hlutverk Bandaríkjanna í vörnum Evrópu eftir það? Geta þeir haft lokaorðið um aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu þegar framtíð Evrópu er í hættu? Er ekki kominn tími til að að segja við Bandaríkjamenn að ef þið viljið ekki verja Evrópu og það alheimsfyrirkomulag sem grundvallast á alþjóðalögum og sameiginlegum gildum að þá verðum við að gera það sjálf. Hefur Evrópa þor og dug til að til að takast á við þetta hlutverk. Hefur Ísland pólitískan vilja og hugrekki til að gera það sama. Það á eftir að koma í ljós! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar ákváðu að endurreisa lýðveldið 17. Júní 1944. Ég hygg að það sé meirihluti Íslendinga sem vilja efla, varðveita og styrkja lýðveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir, börn okkar og barnabörn. Á þeim tíma sem stríð geysar í Evrópu sem ógnar okkur öllum erum við föst í þeirri hugsun og tíma sem var. Að við séum örugg í sameiginlegu gildismati vestrænna ríkja, varnarsamstarfi og stöðu mála í heiminum. Þetta áttatíu ára gildismat og sameiginlegu öryggishagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi. Bandaríkin sem hafa verið forystuþjóð í þróun eftirstríðsáranna frá 1945 og hafa talað fyrir sjálfstæði og virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldi landamæra þjóða er ekki lengur til. Þegar skoðanakönnun birtist sem gefur til kynna að rúmlega 70% þjóðarinnar vilja ekki eigin varnaviðbúnað til að bregðast við óvæntum hættum eða fyrirvarlausum árásum á lýðveldið þá vekur það mann til umhugsunar. Þar til ársins 1995 var ákvæði í stjórnarskrá Íslands um herkvaðningu til verndar lýðveldinu ef þörf krefði. Það var fellt út af Alþingi án umræðu. Viðhörf íslenskra stjórnvalda – og almennings – er að aðrir eigi að sjá um varnir landsins. Útlendingar! Menn á borð við Trump, Orban, Fico og Erdogan. Er það trúverðugt? Fer saman hér hljóð og mynd? Staðreyndin er sú að Ísland er nógu öflugt til að taka þátt í vörnum eigin lands. Við munum þurfa á aðstoð að halda ef á okkur er ráðist , en við getum veitt öfluga mótstöðu þar til sá liðsauki berst. Ég hef fært fyrir því sterk rök að hægt sé að kalla 10% þjóðarinnar til varna ef hætta ber að höndum sem er um 38.000 mann. Gefum okkur að hluti þess sé kallaður til varna u.þ.b. 10.000 manns að þá er það umtalsvert varnarlið. Kjarni sem má alltaf bæta við! Rökin fyrir því að Íslendingar hafi ekki efni á að standa að eigin vörnum standast ekki skoðun. Árið 2022 var verg landsframleiðsla á hvern Íslending $52.000 sem var sambærilegt Norðurlöndunum og Evrópu en Eystrasaltsríkin voru með $28.00-35000. Öll þessi lönd hafa aukið eigin framlög til varnarmála og mörg hver yfir 2% viðmiðið sem hefur verið markmið NATO. Samkvæmt þessu hefur Ísland efni á því að auka framlög til eigin varna og taka ábyrgð á að vernda lýðveldið. Fyrir utan Trump og varnarsamninginn er önnur grunnstoð íslenskra varna Atlantshafsbandalagið. Það eru blikur á lofti um áhuga Bandaríkjamanna að viðhalda þessu bandalagi. Forseti Bandaríkjanna telur bandalagið barns síns tíma. Óþarft! Umræða er um hvort yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsríkjanna eigi að vera bandarískur eins og verið hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar eða evrópskur. Nú eru þriggja stjörnu hershöfðingjar frá Þýskalandi í hlutverki varamanns yfirmanns herafla NATO. Þegar Bandaríkjamenn biðja Evrópu um að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum, má spyrja af hverju Evrópa tekur ekki að sér þetta hlutverk og endurskipuleggi skipulag NATO í þágu varna Evrópu. Hvert verður hlutverk Bandaríkjanna í vörnum Evrópu eftir það? Geta þeir haft lokaorðið um aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu þegar framtíð Evrópu er í hættu? Er ekki kominn tími til að að segja við Bandaríkjamenn að ef þið viljið ekki verja Evrópu og það alheimsfyrirkomulag sem grundvallast á alþjóðalögum og sameiginlegum gildum að þá verðum við að gera það sjálf. Hefur Evrópa þor og dug til að til að takast á við þetta hlutverk. Hefur Ísland pólitískan vilja og hugrekki til að gera það sama. Það á eftir að koma í ljós! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun