Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2025 19:37 Lóa Pind, þáttastjórnandi Hvar er best að búa? Stöð 2 Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Víðtækt og sögulegt rafmagnsleysi skall á í Portúgal og á Spáni um hádegisbil í gær en málin voru að langmestu leyti komin í sæmilegt horf snemma í morgun. Mikil ringulreið skapaðist í löndunum tveimur í rafmagnsleysinu og þá sérstaklega í þéttbýlinu. Enn er óljóst hvað olli rafmagnsleysinu en forsvarsmenn raforkufyrirtækisins Red Electrica de España útilokuðu í dag netárás. Forsætisáðherra Portúgal biðlaði í dag til Evrópusambandsins um að framkvæma sjálfstæða rannsókn á raforkukerfum ríkjanna tveggja. Runnu á Lóu tvær grímur þegar nettengingin rofnaði Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Jónasi Valdimarssyni, hluta úr ári í spænsku þorpi í Andalúsíu. Hún kippti sér ekkert upp við að rafmagnið færi af í hádeginu í gær en það fóru að renna á hana tvær grímur þegar tengingin við internetið lognaðist út af. „Ég var náttúrulega alltaf að uppfæra fréttasíðurnar – það síðasta sem ég sá var að það var allt í kaos í Madríd, menn vissu greinilega ekkert hvað var í gangi. Það var búið að setja Spán á neyðarstig, það var fundur í þjóðaröryggisráðinu á Spáni og svo fer netið og síminn og útvarpið fór líka. Við erum svo háð netinu og rafmagninu, við vorum ekki með neitt útvarpstæki í húsinu en það var bensín á bílnum, sem betur fer, þannig að við gátum kveikt á bílnum og athugað útvarpið þar en það kom bara suð á öllum stöðum.“ Heimsendastemning í búðinni Hjónin héldu því næst upp í þorpið sitt í von um að fá einhver svör en tóku eftir því að opið var í matvöruverslun þrátt fyrir að þar inni væri svarta myrkur. „Það var alveg heimsendastemning inni í versluninni því fólk var bara að raða niðursuðudósum og matvöru sem þurfti ekki að elda ofan í innkaupakröfurnar.“ Fólkið í þorpinu virtist ekki hafa nein svör en alls kyns orðrómur var kominn á kreik. „Okkur var sagt að rafmagnið væri líka farið í Frakklandi, það væri farið í Þýskalandi, Belgíu, Finnlandi, Svartfjallalandi, Belgíu og út um allt.“ Óvissan hafi verið algjör og engin skilaboð frá yfirvöldum bárust. Upplifði sömu tilfinningu og þegar Geir bað Guð að blessa Ísland „Það er rosalega skrítin tilfinning að vera ekki í neinu sambandi við umheiminn og af því við lifum á svolítið viðsjárverðum tímum, maður veit aldrei hvað helstu valdamenn í heiminum taka sér fyrir hendur. Það voru bara milljón sviðsmyndir sem teiknuðust upp í höfðinu á manni því við vissum ekkert, Það var ekkert útvarp, það var engin tilkynning. Það voru engar upplýsingar frá yfirvöldum um hvað væri í gangi þannig að það sem manni fannst eiginlega líklegast var að það væri einhvers konar hryðjuverk, jafnvel einhvers konar árás á Evrópu eða hvað eina, ég fylltist óöryggistilfinningu, svolítið svipaða og ég fylltist 6. október 2008 þegar ég sat í Alþingishúsinu og hlustaði á Geir biðja Guð að blessa Ísland.“ Spyr hvort stjórnvöld hafi ekkert varaplan Margar spurningar séu enn ósvaraðar eftir þennan atburð. Það hafi verið hræðilegt að vera tímunum saman án allra samskipta við umheiminn. Stjórnvöld verði að hafa leið til að koma boðum áleiðis til fólksins. „Er ekkert plan B til að ná sambandi við fólk? Það hlýtur að þurfa að vera einhvers konar innviðir sem eru óháðir þessu almannakerfi sem við notum dagsdaglega en þegar eitthvað gerist sem kemur í veg fyrir að við getum notað okkar venjulega kerfi þá hlýtur að vera einhver önnur leið til að koma upplýsingum til almennings,“ segir Lóa. Í nótt, vöknuðu þau hjónin við að ljósin kviknuðu og viftan fór í gang og markaði endalok rafmagnsleysisins. „En svo vaknar maður bara við nýjan dýrðardag í Andalúsíu og heimurinn er æðislegur aftur,“ segir Lóa alsæl með „hitt“ heimilið sitt. Spánn Almannavarnir Portúgal Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Víðtækt og sögulegt rafmagnsleysi skall á í Portúgal og á Spáni um hádegisbil í gær en málin voru að langmestu leyti komin í sæmilegt horf snemma í morgun. Mikil ringulreið skapaðist í löndunum tveimur í rafmagnsleysinu og þá sérstaklega í þéttbýlinu. Enn er óljóst hvað olli rafmagnsleysinu en forsvarsmenn raforkufyrirtækisins Red Electrica de España útilokuðu í dag netárás. Forsætisáðherra Portúgal biðlaði í dag til Evrópusambandsins um að framkvæma sjálfstæða rannsókn á raforkukerfum ríkjanna tveggja. Runnu á Lóu tvær grímur þegar nettengingin rofnaði Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Jónasi Valdimarssyni, hluta úr ári í spænsku þorpi í Andalúsíu. Hún kippti sér ekkert upp við að rafmagnið færi af í hádeginu í gær en það fóru að renna á hana tvær grímur þegar tengingin við internetið lognaðist út af. „Ég var náttúrulega alltaf að uppfæra fréttasíðurnar – það síðasta sem ég sá var að það var allt í kaos í Madríd, menn vissu greinilega ekkert hvað var í gangi. Það var búið að setja Spán á neyðarstig, það var fundur í þjóðaröryggisráðinu á Spáni og svo fer netið og síminn og útvarpið fór líka. Við erum svo háð netinu og rafmagninu, við vorum ekki með neitt útvarpstæki í húsinu en það var bensín á bílnum, sem betur fer, þannig að við gátum kveikt á bílnum og athugað útvarpið þar en það kom bara suð á öllum stöðum.“ Heimsendastemning í búðinni Hjónin héldu því næst upp í þorpið sitt í von um að fá einhver svör en tóku eftir því að opið var í matvöruverslun þrátt fyrir að þar inni væri svarta myrkur. „Það var alveg heimsendastemning inni í versluninni því fólk var bara að raða niðursuðudósum og matvöru sem þurfti ekki að elda ofan í innkaupakröfurnar.“ Fólkið í þorpinu virtist ekki hafa nein svör en alls kyns orðrómur var kominn á kreik. „Okkur var sagt að rafmagnið væri líka farið í Frakklandi, það væri farið í Þýskalandi, Belgíu, Finnlandi, Svartfjallalandi, Belgíu og út um allt.“ Óvissan hafi verið algjör og engin skilaboð frá yfirvöldum bárust. Upplifði sömu tilfinningu og þegar Geir bað Guð að blessa Ísland „Það er rosalega skrítin tilfinning að vera ekki í neinu sambandi við umheiminn og af því við lifum á svolítið viðsjárverðum tímum, maður veit aldrei hvað helstu valdamenn í heiminum taka sér fyrir hendur. Það voru bara milljón sviðsmyndir sem teiknuðust upp í höfðinu á manni því við vissum ekkert, Það var ekkert útvarp, það var engin tilkynning. Það voru engar upplýsingar frá yfirvöldum um hvað væri í gangi þannig að það sem manni fannst eiginlega líklegast var að það væri einhvers konar hryðjuverk, jafnvel einhvers konar árás á Evrópu eða hvað eina, ég fylltist óöryggistilfinningu, svolítið svipaða og ég fylltist 6. október 2008 þegar ég sat í Alþingishúsinu og hlustaði á Geir biðja Guð að blessa Ísland.“ Spyr hvort stjórnvöld hafi ekkert varaplan Margar spurningar séu enn ósvaraðar eftir þennan atburð. Það hafi verið hræðilegt að vera tímunum saman án allra samskipta við umheiminn. Stjórnvöld verði að hafa leið til að koma boðum áleiðis til fólksins. „Er ekkert plan B til að ná sambandi við fólk? Það hlýtur að þurfa að vera einhvers konar innviðir sem eru óháðir þessu almannakerfi sem við notum dagsdaglega en þegar eitthvað gerist sem kemur í veg fyrir að við getum notað okkar venjulega kerfi þá hlýtur að vera einhver önnur leið til að koma upplýsingum til almennings,“ segir Lóa. Í nótt, vöknuðu þau hjónin við að ljósin kviknuðu og viftan fór í gang og markaði endalok rafmagnsleysisins. „En svo vaknar maður bara við nýjan dýrðardag í Andalúsíu og heimurinn er æðislegur aftur,“ segir Lóa alsæl með „hitt“ heimilið sitt.
Spánn Almannavarnir Portúgal Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent