Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2025 22:35 Jannik Sinner vann Opna ástralska mótið í janúar og hóf svo að taka út þriggja mánaða keppnisbann. Getty/James D. Morgan Ítalski tennisspilarinn Jannik Sinner segist hafa verið nálægt því að gefast upp og leggja spaðann á hilluna vegna lyfjamáls síns, umræðunnar og viðhorfs annarra gagnvart honum. Sinner segir í samtali við ítalska miðilinn RAI að sér hafi liðið illa á Opna ástralska mótinu í byrjun þessa árs og fundist aðrir spilarar horfa á hann „með öðruvísi hætti en áður“. Þessi 23 ára Ítali féll á lyfjaprófi í mars í fyrra, eftir að í honum mældist ólöglega steraefnið clostebol. Hann komst að lokum að samkomulagi við alþjóða lyfjaeftirlitið um þriggja mánaða bann sem tók gildi 9. febrúar, skömmu eftir að hann fagnaði sigri á Opna ástralska mótinu. Á því móti fann hann hins vegar fyrir óvinsældunum sem málið hefur skapað honum. „Var týpan sem að grínaðist við alla“ „Ég man að rétt fyrir Opna ástralska í byrjun þessa árs þá var ég ekki mjög hamingjusamur því þetta dópmál var enn í gangi. Mér leið ekki vel í búningsklefanum og þar sem ég borðaði. Það var eins og að sumir hinna spilaranna litu öðruvísi á mig og mér líkaði það alls ekki,“ sagði Sinner við RAI. „Mér fannst það orðið of mikið að vera áfram í tennis í þessu andrúmslofti. Áður var ég alltaf týpan sem að grínaðist við alla og gat spjallað við hvern sem er í búningsklefanum en þetta breyttist. Mér var ekki rótt. Mér leið ekki vel og hugsaði með mér að eftir mótið í Ástralíu þyrfti ég frítíma, það er að segja að taka mér hlé, því það myndi gera mér gott,“ sagði Sinner. Sinner hafði upphaflega verið sýknaður en alþjóða lyfjaeftirlitið áfrýjaði þeirri niðurstöðu til alþjóða íþróttadómstólsins og fór fram á tveggja ára bann. Það endaði þó eins og áður segir með samkomulagi um þriggja mánaða bann sem mun klárast í tæka tíð svo að Sinner geti verið með á heimavelli á Opna ítalska mótinu 6.-18. maí. Lyfjaeftirlitið tók undir það að Sinner hefði ekki haft neinn íþróttalegan ávinning af notkun efnisins og að það hefði ekki verið hans sök að efnið barst í hann í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Engu að síður hefur Sinner fengið sína gagnrýni og refsing hans þótt of mild. Serena Williams fullyrti til að mynda að hún hefði sjálf fengið tuttugu ára bann og misst alla sína titla ef hún hefði orðið uppvís að því sama og Sinner. Ítalinn vildi ekki svara slíkri gagnrýni í viðalinu við RAI. „Ég vil ekki bregðast við gagnrýni. Fólki er frjálst að segja það sem það vill og dæma. Ég veit bara sjálfur hvað ég hef gengið í gegnum. Þetta var erfitt og ég myndi ekki óska neinum þess að þurfa að ganga í gegnum það sem saklaus maður.“ Tennis Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sjá meira
Sinner segir í samtali við ítalska miðilinn RAI að sér hafi liðið illa á Opna ástralska mótinu í byrjun þessa árs og fundist aðrir spilarar horfa á hann „með öðruvísi hætti en áður“. Þessi 23 ára Ítali féll á lyfjaprófi í mars í fyrra, eftir að í honum mældist ólöglega steraefnið clostebol. Hann komst að lokum að samkomulagi við alþjóða lyfjaeftirlitið um þriggja mánaða bann sem tók gildi 9. febrúar, skömmu eftir að hann fagnaði sigri á Opna ástralska mótinu. Á því móti fann hann hins vegar fyrir óvinsældunum sem málið hefur skapað honum. „Var týpan sem að grínaðist við alla“ „Ég man að rétt fyrir Opna ástralska í byrjun þessa árs þá var ég ekki mjög hamingjusamur því þetta dópmál var enn í gangi. Mér leið ekki vel í búningsklefanum og þar sem ég borðaði. Það var eins og að sumir hinna spilaranna litu öðruvísi á mig og mér líkaði það alls ekki,“ sagði Sinner við RAI. „Mér fannst það orðið of mikið að vera áfram í tennis í þessu andrúmslofti. Áður var ég alltaf týpan sem að grínaðist við alla og gat spjallað við hvern sem er í búningsklefanum en þetta breyttist. Mér var ekki rótt. Mér leið ekki vel og hugsaði með mér að eftir mótið í Ástralíu þyrfti ég frítíma, það er að segja að taka mér hlé, því það myndi gera mér gott,“ sagði Sinner. Sinner hafði upphaflega verið sýknaður en alþjóða lyfjaeftirlitið áfrýjaði þeirri niðurstöðu til alþjóða íþróttadómstólsins og fór fram á tveggja ára bann. Það endaði þó eins og áður segir með samkomulagi um þriggja mánaða bann sem mun klárast í tæka tíð svo að Sinner geti verið með á heimavelli á Opna ítalska mótinu 6.-18. maí. Lyfjaeftirlitið tók undir það að Sinner hefði ekki haft neinn íþróttalegan ávinning af notkun efnisins og að það hefði ekki verið hans sök að efnið barst í hann í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Engu að síður hefur Sinner fengið sína gagnrýni og refsing hans þótt of mild. Serena Williams fullyrti til að mynda að hún hefði sjálf fengið tuttugu ára bann og misst alla sína titla ef hún hefði orðið uppvís að því sama og Sinner. Ítalinn vildi ekki svara slíkri gagnrýni í viðalinu við RAI. „Ég vil ekki bregðast við gagnrýni. Fólki er frjálst að segja það sem það vill og dæma. Ég veit bara sjálfur hvað ég hef gengið í gegnum. Þetta var erfitt og ég myndi ekki óska neinum þess að þurfa að ganga í gegnum það sem saklaus maður.“
Tennis Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sjá meira