Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. maí 2025 08:00 Landsbankinn birti ársfjórðungsuppgjör sitt í gær. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. Lesa má um ársfjórðungsuppgjörið í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar kemur fram að arðsemi eiginfjár á tímabilinu var einnig meiri en í fyrra, tíu prósent samanborið við 9,3 prósent. „Óróleiki á mörkuðum og óvissa í alþjóðamálum setti mark sitt á fjórðunginn með ýmsum hætti. Hægt hefur á útlánavexti, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, sem sum hver bíða átekta með fjárfestingar og aðrar ákvarðanir,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Aukinn rekstrarkostnaður bankans vegna kaupa á TM, sem fór í gegn 28. febrúar 2025, hefur einnig áhrif á uppgjörið. Heildarafkoman neikvæð í mars „Uppgjörið nú er það fyrsta síðan bankinn tók við rekstri TM og samvinnan fer vel af stað. Á þessum fyrstu vikum frá því kaupin gengu í gegn hefur mikið áunnist, m.a. hafa þrjú útibú bankans og TM verið sameinuð og lokið var við flókna yfirfærslu á tölvukerfum,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Bankinn muni kynna ýmsar nýjungar í tryggingaþjónustu áður en langt um líður. Rekstur tryggingafélags og banka færi vel saman og byði upp á möguleika á betri og fjölbreyttari fjármálaþjónustu. „TM kemur inn í uppgjör bankans frá byrjun mars og uppgjörið sýnir því einn mánuð af rekstri félagsins. Afkoma af vátryggingarstarfsemi var góð í mars en lækkun á fjárfestingareignum vegna óróa á fjármagnsmörkuðum varð til þess að heildarafkoman var neikvæð,“ sagði Lilja. Kostnaðarhlutfall eykst nokkuð Heildareignir Landsbankans námu 2.257 milljörðum króna í lok mars, sem er 3,5% hækkun frá áramótum og 11,1 prósent aukning frá 31. mars í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu voru 14,8 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur þrír milljarðar króna. Báðir þessir liðir hækka milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 38,7 prósent, samanborið við 33,6 prósent á sama tímabili í fyrra. Skýrist það meðal annars af gjaldfærðum kostnaði vegna kaupa bankans á TM og auknum launakostnaði vegna fjölgunar starfsfólks. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,6 prósent sem er nokkuð yfir kröfu fjármálaeftirlits Seðlabankans um 20,4 prósent eiginfjárgrunn. Betra lánshæfismat og 18,9 milljarðar í arð Landsbankinn lauk í febrúar við sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities - AT1) að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala en um var að ræða fyrstu AT1-útgáfu bankans. Þá gaf bankinn út víkjandi forgangsbréf fyrir 500 milljónir í norskum krónum annars vegar og 1.300 milljónir í sænskum krónum hins vegar. Uppgjör og afhending hlutafjár vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. fór fram 28. febrúar 2025 og tók bankinn þá við rekstri félagsins. Samþykkt var að greiða 18,9 milljarða króna í arð til hluthafa á aðalfundi bankans 19. mars 2025. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013 munu því nema 210,6 milljörðum króna í lok árs. Á mánudaginn síðastliðinn var tilkynnt um að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P hefði hækkað lánshæfismat bankans upp í A-flokk, úr BBB+ í A-. Landsbankinn Uppgjör og ársreikningar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Lesa má um ársfjórðungsuppgjörið í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar kemur fram að arðsemi eiginfjár á tímabilinu var einnig meiri en í fyrra, tíu prósent samanborið við 9,3 prósent. „Óróleiki á mörkuðum og óvissa í alþjóðamálum setti mark sitt á fjórðunginn með ýmsum hætti. Hægt hefur á útlánavexti, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, sem sum hver bíða átekta með fjárfestingar og aðrar ákvarðanir,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Aukinn rekstrarkostnaður bankans vegna kaupa á TM, sem fór í gegn 28. febrúar 2025, hefur einnig áhrif á uppgjörið. Heildarafkoman neikvæð í mars „Uppgjörið nú er það fyrsta síðan bankinn tók við rekstri TM og samvinnan fer vel af stað. Á þessum fyrstu vikum frá því kaupin gengu í gegn hefur mikið áunnist, m.a. hafa þrjú útibú bankans og TM verið sameinuð og lokið var við flókna yfirfærslu á tölvukerfum,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Bankinn muni kynna ýmsar nýjungar í tryggingaþjónustu áður en langt um líður. Rekstur tryggingafélags og banka færi vel saman og byði upp á möguleika á betri og fjölbreyttari fjármálaþjónustu. „TM kemur inn í uppgjör bankans frá byrjun mars og uppgjörið sýnir því einn mánuð af rekstri félagsins. Afkoma af vátryggingarstarfsemi var góð í mars en lækkun á fjárfestingareignum vegna óróa á fjármagnsmörkuðum varð til þess að heildarafkoman var neikvæð,“ sagði Lilja. Kostnaðarhlutfall eykst nokkuð Heildareignir Landsbankans námu 2.257 milljörðum króna í lok mars, sem er 3,5% hækkun frá áramótum og 11,1 prósent aukning frá 31. mars í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu voru 14,8 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur þrír milljarðar króna. Báðir þessir liðir hækka milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 38,7 prósent, samanborið við 33,6 prósent á sama tímabili í fyrra. Skýrist það meðal annars af gjaldfærðum kostnaði vegna kaupa bankans á TM og auknum launakostnaði vegna fjölgunar starfsfólks. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,6 prósent sem er nokkuð yfir kröfu fjármálaeftirlits Seðlabankans um 20,4 prósent eiginfjárgrunn. Betra lánshæfismat og 18,9 milljarðar í arð Landsbankinn lauk í febrúar við sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities - AT1) að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala en um var að ræða fyrstu AT1-útgáfu bankans. Þá gaf bankinn út víkjandi forgangsbréf fyrir 500 milljónir í norskum krónum annars vegar og 1.300 milljónir í sænskum krónum hins vegar. Uppgjör og afhending hlutafjár vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. fór fram 28. febrúar 2025 og tók bankinn þá við rekstri félagsins. Samþykkt var að greiða 18,9 milljarða króna í arð til hluthafa á aðalfundi bankans 19. mars 2025. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013 munu því nema 210,6 milljörðum króna í lok árs. Á mánudaginn síðastliðinn var tilkynnt um að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P hefði hækkað lánshæfismat bankans upp í A-flokk, úr BBB+ í A-.
Landsbankinn Uppgjör og ársreikningar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira