Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. maí 2025 08:00 Landsbankinn birti ársfjórðungsuppgjör sitt í gær. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. Lesa má um ársfjórðungsuppgjörið í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar kemur fram að arðsemi eiginfjár á tímabilinu var einnig meiri en í fyrra, tíu prósent samanborið við 9,3 prósent. „Óróleiki á mörkuðum og óvissa í alþjóðamálum setti mark sitt á fjórðunginn með ýmsum hætti. Hægt hefur á útlánavexti, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, sem sum hver bíða átekta með fjárfestingar og aðrar ákvarðanir,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Aukinn rekstrarkostnaður bankans vegna kaupa á TM, sem fór í gegn 28. febrúar 2025, hefur einnig áhrif á uppgjörið. Heildarafkoman neikvæð í mars „Uppgjörið nú er það fyrsta síðan bankinn tók við rekstri TM og samvinnan fer vel af stað. Á þessum fyrstu vikum frá því kaupin gengu í gegn hefur mikið áunnist, m.a. hafa þrjú útibú bankans og TM verið sameinuð og lokið var við flókna yfirfærslu á tölvukerfum,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Bankinn muni kynna ýmsar nýjungar í tryggingaþjónustu áður en langt um líður. Rekstur tryggingafélags og banka færi vel saman og byði upp á möguleika á betri og fjölbreyttari fjármálaþjónustu. „TM kemur inn í uppgjör bankans frá byrjun mars og uppgjörið sýnir því einn mánuð af rekstri félagsins. Afkoma af vátryggingarstarfsemi var góð í mars en lækkun á fjárfestingareignum vegna óróa á fjármagnsmörkuðum varð til þess að heildarafkoman var neikvæð,“ sagði Lilja. Kostnaðarhlutfall eykst nokkuð Heildareignir Landsbankans námu 2.257 milljörðum króna í lok mars, sem er 3,5% hækkun frá áramótum og 11,1 prósent aukning frá 31. mars í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu voru 14,8 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur þrír milljarðar króna. Báðir þessir liðir hækka milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 38,7 prósent, samanborið við 33,6 prósent á sama tímabili í fyrra. Skýrist það meðal annars af gjaldfærðum kostnaði vegna kaupa bankans á TM og auknum launakostnaði vegna fjölgunar starfsfólks. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,6 prósent sem er nokkuð yfir kröfu fjármálaeftirlits Seðlabankans um 20,4 prósent eiginfjárgrunn. Betra lánshæfismat og 18,9 milljarðar í arð Landsbankinn lauk í febrúar við sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities - AT1) að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala en um var að ræða fyrstu AT1-útgáfu bankans. Þá gaf bankinn út víkjandi forgangsbréf fyrir 500 milljónir í norskum krónum annars vegar og 1.300 milljónir í sænskum krónum hins vegar. Uppgjör og afhending hlutafjár vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. fór fram 28. febrúar 2025 og tók bankinn þá við rekstri félagsins. Samþykkt var að greiða 18,9 milljarða króna í arð til hluthafa á aðalfundi bankans 19. mars 2025. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013 munu því nema 210,6 milljörðum króna í lok árs. Á mánudaginn síðastliðinn var tilkynnt um að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P hefði hækkað lánshæfismat bankans upp í A-flokk, úr BBB+ í A-. Landsbankinn Uppgjör og ársreikningar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira
Lesa má um ársfjórðungsuppgjörið í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar kemur fram að arðsemi eiginfjár á tímabilinu var einnig meiri en í fyrra, tíu prósent samanborið við 9,3 prósent. „Óróleiki á mörkuðum og óvissa í alþjóðamálum setti mark sitt á fjórðunginn með ýmsum hætti. Hægt hefur á útlánavexti, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, sem sum hver bíða átekta með fjárfestingar og aðrar ákvarðanir,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Aukinn rekstrarkostnaður bankans vegna kaupa á TM, sem fór í gegn 28. febrúar 2025, hefur einnig áhrif á uppgjörið. Heildarafkoman neikvæð í mars „Uppgjörið nú er það fyrsta síðan bankinn tók við rekstri TM og samvinnan fer vel af stað. Á þessum fyrstu vikum frá því kaupin gengu í gegn hefur mikið áunnist, m.a. hafa þrjú útibú bankans og TM verið sameinuð og lokið var við flókna yfirfærslu á tölvukerfum,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Bankinn muni kynna ýmsar nýjungar í tryggingaþjónustu áður en langt um líður. Rekstur tryggingafélags og banka færi vel saman og byði upp á möguleika á betri og fjölbreyttari fjármálaþjónustu. „TM kemur inn í uppgjör bankans frá byrjun mars og uppgjörið sýnir því einn mánuð af rekstri félagsins. Afkoma af vátryggingarstarfsemi var góð í mars en lækkun á fjárfestingareignum vegna óróa á fjármagnsmörkuðum varð til þess að heildarafkoman var neikvæð,“ sagði Lilja. Kostnaðarhlutfall eykst nokkuð Heildareignir Landsbankans námu 2.257 milljörðum króna í lok mars, sem er 3,5% hækkun frá áramótum og 11,1 prósent aukning frá 31. mars í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu voru 14,8 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur þrír milljarðar króna. Báðir þessir liðir hækka milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 38,7 prósent, samanborið við 33,6 prósent á sama tímabili í fyrra. Skýrist það meðal annars af gjaldfærðum kostnaði vegna kaupa bankans á TM og auknum launakostnaði vegna fjölgunar starfsfólks. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,6 prósent sem er nokkuð yfir kröfu fjármálaeftirlits Seðlabankans um 20,4 prósent eiginfjárgrunn. Betra lánshæfismat og 18,9 milljarðar í arð Landsbankinn lauk í febrúar við sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities - AT1) að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala en um var að ræða fyrstu AT1-útgáfu bankans. Þá gaf bankinn út víkjandi forgangsbréf fyrir 500 milljónir í norskum krónum annars vegar og 1.300 milljónir í sænskum krónum hins vegar. Uppgjör og afhending hlutafjár vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. fór fram 28. febrúar 2025 og tók bankinn þá við rekstri félagsins. Samþykkt var að greiða 18,9 milljarða króna í arð til hluthafa á aðalfundi bankans 19. mars 2025. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013 munu því nema 210,6 milljörðum króna í lok árs. Á mánudaginn síðastliðinn var tilkynnt um að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P hefði hækkað lánshæfismat bankans upp í A-flokk, úr BBB+ í A-.
Landsbankinn Uppgjör og ársreikningar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira