Fótbolti

Bayern varð sófameistari

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Harry Kane og Thomas Muller höfðu litlar áhyggjur eftir leik liðsins gegn RB Leipzig í gær. Titillinn var svo gott sem tryggður hvort eð er.
Harry Kane og Thomas Muller höfðu litlar áhyggjur eftir leik liðsins gegn RB Leipzig í gær. Titillinn var svo gott sem tryggður hvort eð er. Stuart Franklin/Getty Images

Lið Bayern Munchen sat heima í sófa og horfði á Freiburg tryggja þýska meistaratitilinn fyrir sig með jafntefli gegn Bayer Leverkusen.

Bayern var komið með níu fingur á titilinn. Leverkusen hefði þurft að vinna síðustu þrjá leiki tímabilsins, treysta á að Bayern tapi sínum síðustu þremur, og einhvern veginn vinna upp þrjátíu marka mismun.

Sú varð ekki raunin. Freiburg og Bayer Leverkusen gerðu 2-2 jafntefli í dag sem gerði Bayern Munchen að Þýskalandsmeistara, þrátt fyrir að tvær umferðir séu eftir. 

Leikmenn Leverkusen vissu að þeir þyrftu á kraftaverki að halda en vildu halda baráttunni lengur á lífi. Daniel Kopatsch/Getty Images

Harry Kane fær því loksins að lyfta langþráðum titli en markahrókurinn mikli hefur ekki snert málm síðan á Audi æfingamótinu árið 2019. Titillinn með Bayern er hans fyrsti alvöru titill á ferlinum.

Bayern hefur orðið Þýskalandsmeistar lang oftast allra liða, þetta verður 33. titilinn sem liðið lyftir á loft og Bæjarar hafa nú endurheimt titilinn sem Leverkusen tók af þeim í fyrra eftir ellefu ára einokun þar áður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×