Innlent

Strand­veiðar hafnar og ó­vissa í kvik­mynda­gerð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda sem hann segir brosa hringinn á fyrsta degi veiða. 

Hann segir tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og fagnar fleiri veiðidögum, sem þó eru umdeild aðgerð.

Þá tökum við stöðuna í Ísrael en fregnir berast nú af því að ísraelski herinn hyggi á nýja stórsókn inn á Gasa ströndina. 

Að auki ræðum við við kvikmyndagerðarmenn sem eru nú í óvissu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um ofurtolla á allar kvikmyndir sem ekki eru að fullu teknar upp í Bandaríkjunum.

Í sportinu er mál málanna svo í dag oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur í körfunni.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 5. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×