Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar 5. maí 2025 14:32 Það er engin tilviljun að Svansvottaðar íbúðir eru sífellt algengari á fasteignamarkaði. Neytendur gera meiri kröfur en áður og byggingaraðilar bregðast við með því að huga betur að umhverfi, heilsu og lífsgæðum. En hvað felst í Svansvottun og hvers vegna ættir þú að hafa áhuga á henni sem væntanlegur íbúðareigandi? Svansvottun - Gæðavottun Fyrir hinn almenna kaupenda snýst þetta um meira en umhverfismál, því Svansvottun hefur raunveruleg og mælanleg áhrif á innivistina sem getur haft jákvæð áhrif á upplifun og heilsu í daglegu lífi Nægileg dagsbirta: svo íbúð geti fengið Svansvottun þarf hún að uppfylla kröfur um dagsbirtu sem tryggir það að rýmin njóti hámarksdagsbirtu þegar hún er til staðar. Hreinna inniloft: flestar Svansvottaðar byggingar eru með loftræsikerfi sem tryggir ferskt loft allan sólarhringinn – án þess að þurfi að opna glugga. Minni efnasúpa: efni sem notuð eru í Svansvottuðum byggingum þurfa að vera annaðhvort vottuð af traustum umhverfismerkjum eða standast strangar kröfur um efnainnihald. Það þýðir minni útsetning fyrir skaðlegum efnum fyrir þig og fjölskylduna. Rakaforvarnir og vandað verklag: á framkvæmdartíma er sérstakur rakavarnarfulltrúi sem sér til þess að byggingarefni séu rétt meðhöndluð og tryggja frágang og fyrirbyggja rakaskemmdir. Það er því gríðarlega mikill ávinningur í að fjárfesta í Svansvottuðu húsnæði. Harðar kröfur – Auðvelt val Þau sem velja að kaupa Svansvottað húsnæði eru ekki aðeins að fjárfesta í íbúð, heldur í framtíð – bæði sinni og barnanna sinna. Það er fjárfesting í heilsu, lífsgæðum og gæða húsnæði. Svansmerkið tekur á öllum lífsferli vöru eða þjónustu sem er vottuð og á því að einfalda neytendum valið þegar kemur að kaupum. Í dag eru fjölmargar íbúðir í sölu sem eru annaðhvort þegar Svansvottaðar eða í ferli við að verða það. Að velja slíkt húsnæði er því ekki bara umhverfisvænt – heldur líka skynsamlegt og farsælt val. Snjöll fjárfesting Svansvottað húsnæði er húsnæði sem er hannað fyrir framtíðina, dregur úr rekstrar- og viðhaldskostnaði og býður upp á heilsusamlegt heimili fyrir þig og fjölskylduna. Þetta er ekki bara umhverfisvæn lausn – þetta er snjöll fjárfesting í lífsgæðum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það er engin tilviljun að Svansvottaðar íbúðir eru sífellt algengari á fasteignamarkaði. Neytendur gera meiri kröfur en áður og byggingaraðilar bregðast við með því að huga betur að umhverfi, heilsu og lífsgæðum. En hvað felst í Svansvottun og hvers vegna ættir þú að hafa áhuga á henni sem væntanlegur íbúðareigandi? Svansvottun - Gæðavottun Fyrir hinn almenna kaupenda snýst þetta um meira en umhverfismál, því Svansvottun hefur raunveruleg og mælanleg áhrif á innivistina sem getur haft jákvæð áhrif á upplifun og heilsu í daglegu lífi Nægileg dagsbirta: svo íbúð geti fengið Svansvottun þarf hún að uppfylla kröfur um dagsbirtu sem tryggir það að rýmin njóti hámarksdagsbirtu þegar hún er til staðar. Hreinna inniloft: flestar Svansvottaðar byggingar eru með loftræsikerfi sem tryggir ferskt loft allan sólarhringinn – án þess að þurfi að opna glugga. Minni efnasúpa: efni sem notuð eru í Svansvottuðum byggingum þurfa að vera annaðhvort vottuð af traustum umhverfismerkjum eða standast strangar kröfur um efnainnihald. Það þýðir minni útsetning fyrir skaðlegum efnum fyrir þig og fjölskylduna. Rakaforvarnir og vandað verklag: á framkvæmdartíma er sérstakur rakavarnarfulltrúi sem sér til þess að byggingarefni séu rétt meðhöndluð og tryggja frágang og fyrirbyggja rakaskemmdir. Það er því gríðarlega mikill ávinningur í að fjárfesta í Svansvottuðu húsnæði. Harðar kröfur – Auðvelt val Þau sem velja að kaupa Svansvottað húsnæði eru ekki aðeins að fjárfesta í íbúð, heldur í framtíð – bæði sinni og barnanna sinna. Það er fjárfesting í heilsu, lífsgæðum og gæða húsnæði. Svansmerkið tekur á öllum lífsferli vöru eða þjónustu sem er vottuð og á því að einfalda neytendum valið þegar kemur að kaupum. Í dag eru fjölmargar íbúðir í sölu sem eru annaðhvort þegar Svansvottaðar eða í ferli við að verða það. Að velja slíkt húsnæði er því ekki bara umhverfisvænt – heldur líka skynsamlegt og farsælt val. Snjöll fjárfesting Svansvottað húsnæði er húsnæði sem er hannað fyrir framtíðina, dregur úr rekstrar- og viðhaldskostnaði og býður upp á heilsusamlegt heimili fyrir þig og fjölskylduna. Þetta er ekki bara umhverfisvæn lausn – þetta er snjöll fjárfesting í lífsgæðum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun