Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2025 12:01 Cecilía Rán Rúnarsdóttir var valin besti markvörður ítölsku A-deildarinnar á sinni fyrstu leiktíð í deildinni. Getty Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn með Inter á sinni fyrstu leiktíð í ítölsku A-deildinni í fótbolta og útlit er fyrir að hún verði áfram í deildinni. Cecilía kom til Inter að láni frá þýsku meisturunum í Bayern München og hefur spilað svo vel að hún var valin besti markvörður deildarinnar. Ítalski blaðamaðurinn Mauro Munno, sérfræðingur um kvennafótboltann á Ítalíu en þó sérstaklega um Juventus, fullyrðir á Twitter að Inter sé núna langt komið með að tryggja sér krafta Cecilíu til frambúðar. Samkvæmt Munno er Inter reiðubúið að greiða Bayern 100.000 evrur fyrir Cecilíu, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. Exclusive. Inter are close to definitively acquire Serie A best goalkeeper Cecilia Ran Runarsdottir (🇮🇸, 2003) from Bayern Munich. The deal may be made for over 100k euros. Record deal for a GK pic.twitter.com/lrKYtr1Jh7— Mauro Munno (@Maumunno) May 5, 2025 Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter á leiktíðinni en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. Cecilía, sem er aðeins 21 árs gömul, varði líka tvær af fimm vítaspyrnum sem hún reyndi við. Lið Inter náði öðru sæti í deildinni en Juventus varð ítalskur meistari. Cecilía kom til Bayern München árið 2022, eftir að hafa verið á mála hjá Everton og að láni hjá Örebro í Svíþjóð, og hún skrifaði undir samning við Bayern sem gilda átti til 2026. Þessi fyrrverandi markvörður Aftureldingar/Fram og Fylkis hefur þó aðeins leikið einn deildarleik fyrir aðallið Bayern. Hún lék meira með varaliði félagsins en glímdi auk þess við meiðsli og missti af nánast allri leiktíðinni 2023-24 vegna hnémeiðsla. Ítalski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira
Cecilía kom til Inter að láni frá þýsku meisturunum í Bayern München og hefur spilað svo vel að hún var valin besti markvörður deildarinnar. Ítalski blaðamaðurinn Mauro Munno, sérfræðingur um kvennafótboltann á Ítalíu en þó sérstaklega um Juventus, fullyrðir á Twitter að Inter sé núna langt komið með að tryggja sér krafta Cecilíu til frambúðar. Samkvæmt Munno er Inter reiðubúið að greiða Bayern 100.000 evrur fyrir Cecilíu, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. Exclusive. Inter are close to definitively acquire Serie A best goalkeeper Cecilia Ran Runarsdottir (🇮🇸, 2003) from Bayern Munich. The deal may be made for over 100k euros. Record deal for a GK pic.twitter.com/lrKYtr1Jh7— Mauro Munno (@Maumunno) May 5, 2025 Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter á leiktíðinni en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. Cecilía, sem er aðeins 21 árs gömul, varði líka tvær af fimm vítaspyrnum sem hún reyndi við. Lið Inter náði öðru sæti í deildinni en Juventus varð ítalskur meistari. Cecilía kom til Bayern München árið 2022, eftir að hafa verið á mála hjá Everton og að láni hjá Örebro í Svíþjóð, og hún skrifaði undir samning við Bayern sem gilda átti til 2026. Þessi fyrrverandi markvörður Aftureldingar/Fram og Fylkis hefur þó aðeins leikið einn deildarleik fyrir aðallið Bayern. Hún lék meira með varaliði félagsins en glímdi auk þess við meiðsli og missti af nánast allri leiktíðinni 2023-24 vegna hnémeiðsla.
Ítalski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira