Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2025 07:24 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Íslands og fimm annarra Evrópuríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Ráðherrarnir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gaza enda væru það brot á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um málið. Undir yfirlýsinguna rita utanríkisráðherrar Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar, auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra Íslands. Í yfirlýsingunni kalla ráðherrarnir einnig eftir nýju vopnahléi á Gasa og lausn allra gísla auk þess sem þess er krafist að Ísraelar hleypi matar- og neyðaraðstoð þegar í stað inn á Gasa. Áform Ísraelsstjórnar sem greint var frá í vikunni um nýjar og harðari aðgerðir á Gasa, aukna viðveru og stórfellda fólksflutninga hafa vakið þónokkur viðbrögð. Í yfirlýsingu utanríkisráðherranna sex segir að áformin væru „enn eitt skrefið yfir línuna,“ og myndi „marka nýja hættulega stigmögnun og ógna hverjum möguleika á tveggja ríkja lausn.“ „Frekari hernaðarleg stigmögnun á Gasa mun aðeins auka á þegar hörmulegt ástand fyrir óbreytta borgara í Palestínu og ógna lífum þeirra gísla sem enn eru í haldi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt hefur verið í held sinni á ensku á vef utnaríkisráðuneytisins. Ráðherrarnir gagnrýna hvernig Ísraelar hafi undanfarna mánuði komið í veg fyrir að neyðaraðstoð og matarbirgðir komist inn á svæðið og kalla eftir því að þessu verði hætt strax og aðstoð hleypt inn á svæðið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og mannúðarsamtök. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér, en undir hana rita auk Þorgerðar þau, Simon Harris, utanríkisráðherra Írlands, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Tanja Fajon, ráðherra utanríkis- og Evrópumála Slóveníu, José Manuel Albares Bueno, utanríkis- og Evrópusambandsráðherra Spánar og Xavier Bettel, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Lúxemborgar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Slóvenía Lúxemborg Írland Noregur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Undir yfirlýsinguna rita utanríkisráðherrar Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar, auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra Íslands. Í yfirlýsingunni kalla ráðherrarnir einnig eftir nýju vopnahléi á Gasa og lausn allra gísla auk þess sem þess er krafist að Ísraelar hleypi matar- og neyðaraðstoð þegar í stað inn á Gasa. Áform Ísraelsstjórnar sem greint var frá í vikunni um nýjar og harðari aðgerðir á Gasa, aukna viðveru og stórfellda fólksflutninga hafa vakið þónokkur viðbrögð. Í yfirlýsingu utanríkisráðherranna sex segir að áformin væru „enn eitt skrefið yfir línuna,“ og myndi „marka nýja hættulega stigmögnun og ógna hverjum möguleika á tveggja ríkja lausn.“ „Frekari hernaðarleg stigmögnun á Gasa mun aðeins auka á þegar hörmulegt ástand fyrir óbreytta borgara í Palestínu og ógna lífum þeirra gísla sem enn eru í haldi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt hefur verið í held sinni á ensku á vef utnaríkisráðuneytisins. Ráðherrarnir gagnrýna hvernig Ísraelar hafi undanfarna mánuði komið í veg fyrir að neyðaraðstoð og matarbirgðir komist inn á svæðið og kalla eftir því að þessu verði hætt strax og aðstoð hleypt inn á svæðið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og mannúðarsamtök. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér, en undir hana rita auk Þorgerðar þau, Simon Harris, utanríkisráðherra Írlands, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Tanja Fajon, ráðherra utanríkis- og Evrópumála Slóveníu, José Manuel Albares Bueno, utanríkis- og Evrópusambandsráðherra Spánar og Xavier Bettel, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Lúxemborgar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Slóvenía Lúxemborg Írland Noregur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira