Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar 7. maí 2025 14:02 Gott samfélag verður ekki til af sjálfu sér. Öflugt atvinnulíf er kjarninn en það krefst skýrrar sýnar, stefnu og samstillts átaks. Það er þar sem verðmætin verða til sem gera okkur kleift að fjárfesta í velferð, menntun og framtíð. Með því að skapa spennandi og verðmæt störf og tryggja að fólk hafi tækifæri til að nýta krafta sína og þekkingu, leggjum við grunn að samfélagi þar sem lífskjör eru góð. Stjórnendur, starfsfólk og eigendur fyrirtækja hafa mikið um það að segja hvernig til tekst en það er líka undir stjórnvöldum komið, þau móta leikreglurnar. Með ákvörðunum, orðum og gjörðum hafa stjórnvöld áhrif á hvernig til tekst á hverjum einasta degi. Heimsmeistaramót í lífskjörum Lífskjör okkar ráðast af getu samfélagsins til að framleiða vöru og þjónustu sem eftirsótt er á samkeppnismörkuðum um allan heim. Fyrirtæki á Íslandi keppa ekki einungis hvert við annað heldur við fyrirtæki í öðrum löndum. Í þeirri samkeppni skiptir miklu hvernig við byggjum upp umgjörð atvinnulífsins, hvernig við eflum nýsköpun, menntun, hagkvæmni og stöðugleika. Allt þetta mótar samkeppnishæfni þjóðarinnar. Hún er ekki mæld í einum þætti heldur í samspili margra og það er þetta samspil sem að endingu ræður því hvort við náum árangri á stóra sviðinu og tryggjum góð lífskjör landsmanna. Samkeppnishæfni er í raun nokkurs konar heimsmeistaramót ríkja í lífskjörum. Því betur sem við stöndum okkur, þeim mun meiri verðmæti skapast og þeim mun betra samfélag byggjum við. Samkeppnishæfni felst í umbótum í menntamálum, í uppbyggingu innviða, í hagstæðri umgjörð nýsköpunar, í stöðugu, hagkvæmu og skilvirku starfsumhverfi og með framboði raforku. Það er einmitt stefna stjórnvalda í öllum þessum þáttum sem kölluð er iðnaðarstefna (e. industrial strategy) – stefna sem miðar að því að auka verðmætasköpun með markvissum og heildstæðum hætti. Ef við viljum ekki dragast aftur úr verðum við að hlúa markvisst að samkeppnishæfni okkar og þar gegnir öflug iðnaðarstefna lykilhlutverki. Á síðustu árum hefur orðið breyting á takti alþjóðavæðingar. Spenna milli ríkja eykst og mörg ríki eru að endurmeta stöðu sína. Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, lagði fram skýrslu fyrir hönd Evrópusambandsins þar sem hann kallaði eftir nýrri iðnaðarstefnu með einföldun regluverks og aukinni samþættingu markaða. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa slíkar stefnur verið í gildi um árabil, hver með sínum áherslum. Við þurfum að gera slíkt hið sama. Fólk, innviðir, nýsköpun, regluverk og orka Það þarf fólk með réttu hæfnina til að sinna fjölbreyttum störfum. Hér á landi þarf til dæmis fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað en í lengri tíma hefur verið viðvarandi skortur af fólki sem kann ólíkar iðngreinar. Eins þarf fleiri með bakgrunn í raunvísindum, verkfræði, tölvunarfræði og tengdum greinum til að starfa í ört vaxandi hugverkaiðnaði. Með réttum áherslum í menntamálum geta stjórnvöld breytt þessu til batnaðar. Öflugir innviðir, vegir, fjarskipti, húsnæði, veitur og fleira, eru lífæðar samfélagsins og leggja grunn að verðmætasköpun. Á Íslandi höfum við því miður orðið vitni að vanrækslu í innviðauppbyggingu til langs tíma. Þetta verður ekki bætt nema með auknum fjárfestingum. Sama má segja um húsnæðismálin, of fáar íbúðir hafa verið byggðar undanfarin fimmtán ár sem hefur hækkað fasteignaverð og haft áhrif á lífskjör. Hér gegna sveitarfélög lykilhlutverki með skipulagi og lóðaframboði. Með því að hvetja til nýsköpunar, meðal annars með skattahvötum vegna rannsókna og þróunar, hafa stjórnvöld hvatt frumkvöðla og þau tæplega 20 þúsund sem starfa í hugverkaiðnaði til dáða. Afraksturinn af markvissri uppbyggingu og stefnumótun blasir nú við enda hefur útflutningur hugverkaiðnaðarins tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Þetta er skýr áminning um að þegar umgjörðin er rétt og skýrar áherslur liggja að baki, þá bregðast íslensk fyrirtæki hratt við og ná árangri á alþjóðavísu. Hugverkaiðnaður gæti orðið verðmætasta útflutningsstoðin við lok áratugarins ef rétt er á málum haldið. Umgjörð stjórnvalda skiptir þar meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum. Ef regluverk er flóknara og meira íþyngjandi hér en í öðrum löndum eða ef skattar og gjöld eru hærri, þá tapar Ísland samkeppnishæfni. Við verðum að tryggja einfaldar og skýrar leikreglur sem styðja við verðmætasköpun. Framboð raforku er forsenda þess að hægt sé að framleiða verðmæti og stjórnvöld í öðrum ríkjum leggja allt kapp á að tryggja næga orku fyrir samfélagið. Með stefnu sinni í raforkumálum geta stjórnvöld haft áhrif á það hvort hér verði uppbygging eða stöðnun. Því miður hefur ekki verið virkjað nægilega mikið í takt við vöxt og viðgang samfélagsins og því hefur verð raforku hækkað umtalsvert síðustu misseri. Án nægrar og hagkvæmrar orku verður hvorki vöxtur né þróun. Tækifæri Íslands í breyttum heimi Á undanförnum árum hefur margt verið gert rétt hér á landi. Aðsókn að iðnnámi hefur aukist og umgjörð nýsköpunar hefur verið styrkt svo dæmi séu tekin. Núverandi ríkisstjórn hefur einnig boðað umbætur, til að mynda í raforkumálum og innviðauppbyggingu. En það dugar ekki að bæta einstaka þætti, við þurfum heildstæða iðnaðarstefnu sem tengir saman alla þætti verðmætasköpunar til þess að þrífast í samkeppni við önnur lönd. Það er því fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi boðað vinnu við iðnaðarstefnu. Slík stefna getur orðið stökkpallur okkar inn í næsta hagvaxtarskeið. Ef hins vegar ekkert verður að gert mun Ísland dragast aftur úr í kapphlaupinu um betri lífskjör. Við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Gott samfélag verður ekki til af sjálfu sér. Öflugt atvinnulíf er kjarninn en það krefst skýrrar sýnar, stefnu og samstillts átaks. Það er þar sem verðmætin verða til sem gera okkur kleift að fjárfesta í velferð, menntun og framtíð. Með því að skapa spennandi og verðmæt störf og tryggja að fólk hafi tækifæri til að nýta krafta sína og þekkingu, leggjum við grunn að samfélagi þar sem lífskjör eru góð. Stjórnendur, starfsfólk og eigendur fyrirtækja hafa mikið um það að segja hvernig til tekst en það er líka undir stjórnvöldum komið, þau móta leikreglurnar. Með ákvörðunum, orðum og gjörðum hafa stjórnvöld áhrif á hvernig til tekst á hverjum einasta degi. Heimsmeistaramót í lífskjörum Lífskjör okkar ráðast af getu samfélagsins til að framleiða vöru og þjónustu sem eftirsótt er á samkeppnismörkuðum um allan heim. Fyrirtæki á Íslandi keppa ekki einungis hvert við annað heldur við fyrirtæki í öðrum löndum. Í þeirri samkeppni skiptir miklu hvernig við byggjum upp umgjörð atvinnulífsins, hvernig við eflum nýsköpun, menntun, hagkvæmni og stöðugleika. Allt þetta mótar samkeppnishæfni þjóðarinnar. Hún er ekki mæld í einum þætti heldur í samspili margra og það er þetta samspil sem að endingu ræður því hvort við náum árangri á stóra sviðinu og tryggjum góð lífskjör landsmanna. Samkeppnishæfni er í raun nokkurs konar heimsmeistaramót ríkja í lífskjörum. Því betur sem við stöndum okkur, þeim mun meiri verðmæti skapast og þeim mun betra samfélag byggjum við. Samkeppnishæfni felst í umbótum í menntamálum, í uppbyggingu innviða, í hagstæðri umgjörð nýsköpunar, í stöðugu, hagkvæmu og skilvirku starfsumhverfi og með framboði raforku. Það er einmitt stefna stjórnvalda í öllum þessum þáttum sem kölluð er iðnaðarstefna (e. industrial strategy) – stefna sem miðar að því að auka verðmætasköpun með markvissum og heildstæðum hætti. Ef við viljum ekki dragast aftur úr verðum við að hlúa markvisst að samkeppnishæfni okkar og þar gegnir öflug iðnaðarstefna lykilhlutverki. Á síðustu árum hefur orðið breyting á takti alþjóðavæðingar. Spenna milli ríkja eykst og mörg ríki eru að endurmeta stöðu sína. Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, lagði fram skýrslu fyrir hönd Evrópusambandsins þar sem hann kallaði eftir nýrri iðnaðarstefnu með einföldun regluverks og aukinni samþættingu markaða. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa slíkar stefnur verið í gildi um árabil, hver með sínum áherslum. Við þurfum að gera slíkt hið sama. Fólk, innviðir, nýsköpun, regluverk og orka Það þarf fólk með réttu hæfnina til að sinna fjölbreyttum störfum. Hér á landi þarf til dæmis fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað en í lengri tíma hefur verið viðvarandi skortur af fólki sem kann ólíkar iðngreinar. Eins þarf fleiri með bakgrunn í raunvísindum, verkfræði, tölvunarfræði og tengdum greinum til að starfa í ört vaxandi hugverkaiðnaði. Með réttum áherslum í menntamálum geta stjórnvöld breytt þessu til batnaðar. Öflugir innviðir, vegir, fjarskipti, húsnæði, veitur og fleira, eru lífæðar samfélagsins og leggja grunn að verðmætasköpun. Á Íslandi höfum við því miður orðið vitni að vanrækslu í innviðauppbyggingu til langs tíma. Þetta verður ekki bætt nema með auknum fjárfestingum. Sama má segja um húsnæðismálin, of fáar íbúðir hafa verið byggðar undanfarin fimmtán ár sem hefur hækkað fasteignaverð og haft áhrif á lífskjör. Hér gegna sveitarfélög lykilhlutverki með skipulagi og lóðaframboði. Með því að hvetja til nýsköpunar, meðal annars með skattahvötum vegna rannsókna og þróunar, hafa stjórnvöld hvatt frumkvöðla og þau tæplega 20 þúsund sem starfa í hugverkaiðnaði til dáða. Afraksturinn af markvissri uppbyggingu og stefnumótun blasir nú við enda hefur útflutningur hugverkaiðnaðarins tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Þetta er skýr áminning um að þegar umgjörðin er rétt og skýrar áherslur liggja að baki, þá bregðast íslensk fyrirtæki hratt við og ná árangri á alþjóðavísu. Hugverkaiðnaður gæti orðið verðmætasta útflutningsstoðin við lok áratugarins ef rétt er á málum haldið. Umgjörð stjórnvalda skiptir þar meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja skiptir sköpum. Ef regluverk er flóknara og meira íþyngjandi hér en í öðrum löndum eða ef skattar og gjöld eru hærri, þá tapar Ísland samkeppnishæfni. Við verðum að tryggja einfaldar og skýrar leikreglur sem styðja við verðmætasköpun. Framboð raforku er forsenda þess að hægt sé að framleiða verðmæti og stjórnvöld í öðrum ríkjum leggja allt kapp á að tryggja næga orku fyrir samfélagið. Með stefnu sinni í raforkumálum geta stjórnvöld haft áhrif á það hvort hér verði uppbygging eða stöðnun. Því miður hefur ekki verið virkjað nægilega mikið í takt við vöxt og viðgang samfélagsins og því hefur verð raforku hækkað umtalsvert síðustu misseri. Án nægrar og hagkvæmrar orku verður hvorki vöxtur né þróun. Tækifæri Íslands í breyttum heimi Á undanförnum árum hefur margt verið gert rétt hér á landi. Aðsókn að iðnnámi hefur aukist og umgjörð nýsköpunar hefur verið styrkt svo dæmi séu tekin. Núverandi ríkisstjórn hefur einnig boðað umbætur, til að mynda í raforkumálum og innviðauppbyggingu. En það dugar ekki að bæta einstaka þætti, við þurfum heildstæða iðnaðarstefnu sem tengir saman alla þætti verðmætasköpunar til þess að þrífast í samkeppni við önnur lönd. Það er því fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi boðað vinnu við iðnaðarstefnu. Slík stefna getur orðið stökkpallur okkar inn í næsta hagvaxtarskeið. Ef hins vegar ekkert verður að gert mun Ísland dragast aftur úr í kapphlaupinu um betri lífskjör. Við getum – og eigum – að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun