Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. maí 2025 08:02 Í einum áhrifaríkasta kafla myndarinnar kemur faðir Stefáns inn í yfirheyrsluherbergið. Þeir feðgar fá fáeinar mínútur saman áður en Stefán er fluttur í gæsluvarðhald og ræða saman bæði á íslensku og á ensku. Samsett „Þeir eiga eftir að drepa mig,“ segir Stefán Gíslason við föður sinn þar sem hann situr handjárnaður í yfirheyrsluherbergi lögreglunnar í Pensacola í Flórída, grunaður um að hafa skotið vin sin til bana. Stefán var árið 2023 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpinn. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd um málið sem birt var á YouTube á dögunum. Höfundur myndarinnar er Darmon Verial en hann birtir reglulega heimildarmyndir um sönn sakamál á Youtube. Í myndinni, sem er hátt í þrjár klukkustundir á lengd, eru birtar áður óséðar myndbandsupptökur af yfirheyrslum lögreglunnar yfir Stefáni, rétt eftir að hann hefur verið handtekinn, og þar sem hann játar á sig verknaðinn. Það sem gerir myndina sérstaklega áhugaverða fyrir Íslendinga er að í nokkur skipti má heyra Stefán tala íslensku, bæði við rannsóknarlögreglumenn og einnig við föður sinn. Tungumálið sjálft, íslenskan, verður þannig óvæntur þáttur í frásögninni. Klippa: Stefán Gíslason ræðir við lögregluna og föður sinn Enginn möguleiki á reynslulausn Vísir greindi frá því í apríl árið 2023 Stefán Phillip Gíslason, íslenskur karlmaður fæddur árið 1991 hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Pensacola í Flórída árið fyrir morð sem átti sér stað árið 2020. Stefán var fundinn sekur um að hafa skotið Dillon Shanks, 32 ára gamlan mann, til bana á heimili sínu. Samkvæmt vitnisburði og rannsókn lögreglu skaut Stefán Shanks í hnakkann á meðan Shanks reyndi að yfirgefa íbúðina, eftir rifrildi þeirra á milli . Fram kom í fréttum bandarískra fjölmiðla að Stefán hefði tilkynnt um andlát Shanks um nóttina og sagt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hins vegar gáfu tvö vitni sig fram og var framburður þeirra þannig að lögregla taldi ólíklegt að um sjálfsvíg væri að ræða og handtók því Stefán. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu þann 7. október 2022 að Stefán væri sekur um morð af annarri gráðu, og þann 6. mars 2023 var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn. Fjölskyldan harmi slegin Stefán fæddist á Íslandi árið 1991 en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna aðeins hálfs mánaðar gamall. Hann hefur búið alla ævi í Pensacola í Flórída. Móðir Stefáns er fimmtug og faðir hans 55 ára og hefur fjölskyldan búið í Pensacola allar götur síðan árið 1991. Faðir Stefáns er hagfræðingur og háskólakennari. Meirihluti stórfjölskyldunnar býr hins vegar á Íslandi. Fram kom í frétt DV að ættingjar Stefáns hefðu sáralítið viljað láta hafa eftir sér um málið. Það væri hræðilegt fyrir alla í fjölskyldunni og hefði komið öllum í opna skjöldu. Stefán á nokkurn sakaferil að baki. Hann var handtekinn vegna líkamsárásar í nóvember árið 2018. Þá hefur hann verið ákærður fyrir ölvunarakstur, vopnaburð og fyrir að flýja af vettvangi umferðaróhapps. Í byrjun október 2019 var hann handtekinn vegna skilorðsrofs. Reynir að rugla lögregluna í ríminu Í fyrrnefndri heimildarmynd er sýnt frá ferlinu, allt frá því að Stefán er fyrst færður inn til yfirheyrslu eftir að hafa verið handtekinn- og þar til hann játar á sig glæpinn. Í gegnum samtal Stefáns og lögreglumannanna kemur fram að Stefán og Dylan voru vinir og að samband þeirra tveggja var stormasamt. Stefán reynir upphaflega að telja lögreglunni trú um að Dylan hafi framið sjálfsvíg en lögreglumennirnir vinna sig í gegnum frásögn hans, sem er á köflum afar mótsagnakennd. Í myndinni má heyra Stefán tala ensku við rannsóknarlögreglumennina megnið af yfirheyrslunni en á vissum augnablikum, þegar álagið eykst, grípur hann til íslenskunnar, sérstaklega þegar hann virðist vilja komast undan beinum spurningum. Lögreglumennirnir sem yfirheyra hann skilja ekki orð af því sem hann segir, og virðist hann nota það sér í vil. Svör hans á íslensku eru þó stutt og tilviljanakennd. Í eitt skiptið reynir hann að svara spurningu á íslensku og segir: „Ég man það ekki alveg, bara… það fór allt í rugl.“ Í nokkur skipti svarar hann spurningum með því að segja: „Ég man það ekki“ eða „Ég veit það ekki alveg“ á íslensku. Lögreglumaðurinn spyr þá hvað hann hafi sagt og Stefán skiptir aftur yfir í ensku. Verður varnarlaus og lítill í sér nálægt föður sínum Í einum áhrifaríkasta kafla myndarinnar kemur faðir Stefáns inn í yfirheyrsluherbergið. Þeir feðgar fá fáeinar mínútur saman áður en Stefán er fluttur í gæsluvarðhald. Þegar Stefán talar við lögreglumennina er hann oft ringlaður og mótsagnakenndur, en í samtalinu við föður sinn verður hann barnslegur, hræddur og hreinskilinn. Stefán byrjar á því að segja við föður sinn í sífellu: „Þeir ætla að drepa mig“, og bætir við: „Þeir ætla að dæma mig til dauða. Ég er að fara í fangelsi það sem eftir er.“ Þegar nokkuð er liðið á samtalið skiptir Stefán skyndilega yfir í íslensku. Á einum stað segist Stefán hafa viljað flýja heim til Íslands. „Það er bara ekki hægt. Núna þurfum við bara að díla við þetta,“ segir faðir hans. „Ég elska þig pabbi“ Á einum tímapunkti sitja feðgarnir saman í þrúgandi þögn og halda í höndina á hvor öðrum áður en Stefán segir: „Ég elska þig pabbi.“ „ Ég elska þig líka kallinn minn,“ segir faðir hans. „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér,“ segir Stefán síðan. „Þú verður að vera sterkur,“ segir faðir hans. „Gerðu það ekki, ekki gleyma mér,“ endurtekur Stefán. „Auðvitað ekki. Auðvitað ekki,“ segir faðir hans.“ „Þeir eiga eftir að drepa mig,“ segir Stefán síðan. „Nei, þeir eru ekki að fara að gera það,“ segir faðir hans. „Þeir eiga eftir að læsa mig inni það sem eftir er,“ segir Stefán síðan við föður sinn sem svarar: „Ég veit það ekki, nei.“ Stefán kveðst vera veikburða og faðir hans tjáir honum að hann verði að borða. Stefán segist vera algjörlega búinn að missa vitið. „Ég er ekki búinn að geta borðað í margar vikur og mánuði. Bara sofa, hugsa.“ Á öðrum stað verður Stefán viðkvæmur og varnarlaus og segist vilja „fara heim.“ „Þú ert eini vinurinn sem ég á núna. Fyrirgefðu, pabbi, ég á kannski aldrei eftir að sjá þig aftur.“ „Jú, jú, þú munt sjá mig,“ segir faðir hans og bætir við. „Nú dílum við bara við þetta eins og það er. Við þurfum bara að vinna úr þessu eins og öðru, kallinn minn. Það er ekkert annað gera.“ Þegar lögreglan mætir til að flytja Stefán í gæsluvarðhald fallast feðgarnir í faðma og faðir Stefáns endar á því að segja á íslensku: „Bæ, kúturinn minn.“ Samkvæmt upplýsingum frá fangelsismálayfirvöldum í Flórída er Stefán nú vistaður í Wakulla Correctional Institution; ríkisfangelsi sem staðsett er í Crawfordville. Hér má finna heimildarmyndina í heild sinni: Íslendingar erlendis Bandaríkin Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd um málið sem birt var á YouTube á dögunum. Höfundur myndarinnar er Darmon Verial en hann birtir reglulega heimildarmyndir um sönn sakamál á Youtube. Í myndinni, sem er hátt í þrjár klukkustundir á lengd, eru birtar áður óséðar myndbandsupptökur af yfirheyrslum lögreglunnar yfir Stefáni, rétt eftir að hann hefur verið handtekinn, og þar sem hann játar á sig verknaðinn. Það sem gerir myndina sérstaklega áhugaverða fyrir Íslendinga er að í nokkur skipti má heyra Stefán tala íslensku, bæði við rannsóknarlögreglumenn og einnig við föður sinn. Tungumálið sjálft, íslenskan, verður þannig óvæntur þáttur í frásögninni. Klippa: Stefán Gíslason ræðir við lögregluna og föður sinn Enginn möguleiki á reynslulausn Vísir greindi frá því í apríl árið 2023 Stefán Phillip Gíslason, íslenskur karlmaður fæddur árið 1991 hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Pensacola í Flórída árið fyrir morð sem átti sér stað árið 2020. Stefán var fundinn sekur um að hafa skotið Dillon Shanks, 32 ára gamlan mann, til bana á heimili sínu. Samkvæmt vitnisburði og rannsókn lögreglu skaut Stefán Shanks í hnakkann á meðan Shanks reyndi að yfirgefa íbúðina, eftir rifrildi þeirra á milli . Fram kom í fréttum bandarískra fjölmiðla að Stefán hefði tilkynnt um andlát Shanks um nóttina og sagt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hins vegar gáfu tvö vitni sig fram og var framburður þeirra þannig að lögregla taldi ólíklegt að um sjálfsvíg væri að ræða og handtók því Stefán. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu þann 7. október 2022 að Stefán væri sekur um morð af annarri gráðu, og þann 6. mars 2023 var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn. Fjölskyldan harmi slegin Stefán fæddist á Íslandi árið 1991 en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna aðeins hálfs mánaðar gamall. Hann hefur búið alla ævi í Pensacola í Flórída. Móðir Stefáns er fimmtug og faðir hans 55 ára og hefur fjölskyldan búið í Pensacola allar götur síðan árið 1991. Faðir Stefáns er hagfræðingur og háskólakennari. Meirihluti stórfjölskyldunnar býr hins vegar á Íslandi. Fram kom í frétt DV að ættingjar Stefáns hefðu sáralítið viljað láta hafa eftir sér um málið. Það væri hræðilegt fyrir alla í fjölskyldunni og hefði komið öllum í opna skjöldu. Stefán á nokkurn sakaferil að baki. Hann var handtekinn vegna líkamsárásar í nóvember árið 2018. Þá hefur hann verið ákærður fyrir ölvunarakstur, vopnaburð og fyrir að flýja af vettvangi umferðaróhapps. Í byrjun október 2019 var hann handtekinn vegna skilorðsrofs. Reynir að rugla lögregluna í ríminu Í fyrrnefndri heimildarmynd er sýnt frá ferlinu, allt frá því að Stefán er fyrst færður inn til yfirheyrslu eftir að hafa verið handtekinn- og þar til hann játar á sig glæpinn. Í gegnum samtal Stefáns og lögreglumannanna kemur fram að Stefán og Dylan voru vinir og að samband þeirra tveggja var stormasamt. Stefán reynir upphaflega að telja lögreglunni trú um að Dylan hafi framið sjálfsvíg en lögreglumennirnir vinna sig í gegnum frásögn hans, sem er á köflum afar mótsagnakennd. Í myndinni má heyra Stefán tala ensku við rannsóknarlögreglumennina megnið af yfirheyrslunni en á vissum augnablikum, þegar álagið eykst, grípur hann til íslenskunnar, sérstaklega þegar hann virðist vilja komast undan beinum spurningum. Lögreglumennirnir sem yfirheyra hann skilja ekki orð af því sem hann segir, og virðist hann nota það sér í vil. Svör hans á íslensku eru þó stutt og tilviljanakennd. Í eitt skiptið reynir hann að svara spurningu á íslensku og segir: „Ég man það ekki alveg, bara… það fór allt í rugl.“ Í nokkur skipti svarar hann spurningum með því að segja: „Ég man það ekki“ eða „Ég veit það ekki alveg“ á íslensku. Lögreglumaðurinn spyr þá hvað hann hafi sagt og Stefán skiptir aftur yfir í ensku. Verður varnarlaus og lítill í sér nálægt föður sínum Í einum áhrifaríkasta kafla myndarinnar kemur faðir Stefáns inn í yfirheyrsluherbergið. Þeir feðgar fá fáeinar mínútur saman áður en Stefán er fluttur í gæsluvarðhald. Þegar Stefán talar við lögreglumennina er hann oft ringlaður og mótsagnakenndur, en í samtalinu við föður sinn verður hann barnslegur, hræddur og hreinskilinn. Stefán byrjar á því að segja við föður sinn í sífellu: „Þeir ætla að drepa mig“, og bætir við: „Þeir ætla að dæma mig til dauða. Ég er að fara í fangelsi það sem eftir er.“ Þegar nokkuð er liðið á samtalið skiptir Stefán skyndilega yfir í íslensku. Á einum stað segist Stefán hafa viljað flýja heim til Íslands. „Það er bara ekki hægt. Núna þurfum við bara að díla við þetta,“ segir faðir hans. „Ég elska þig pabbi“ Á einum tímapunkti sitja feðgarnir saman í þrúgandi þögn og halda í höndina á hvor öðrum áður en Stefán segir: „Ég elska þig pabbi.“ „ Ég elska þig líka kallinn minn,“ segir faðir hans. „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér,“ segir Stefán síðan. „Þú verður að vera sterkur,“ segir faðir hans. „Gerðu það ekki, ekki gleyma mér,“ endurtekur Stefán. „Auðvitað ekki. Auðvitað ekki,“ segir faðir hans.“ „Þeir eiga eftir að drepa mig,“ segir Stefán síðan. „Nei, þeir eru ekki að fara að gera það,“ segir faðir hans. „Þeir eiga eftir að læsa mig inni það sem eftir er,“ segir Stefán síðan við föður sinn sem svarar: „Ég veit það ekki, nei.“ Stefán kveðst vera veikburða og faðir hans tjáir honum að hann verði að borða. Stefán segist vera algjörlega búinn að missa vitið. „Ég er ekki búinn að geta borðað í margar vikur og mánuði. Bara sofa, hugsa.“ Á öðrum stað verður Stefán viðkvæmur og varnarlaus og segist vilja „fara heim.“ „Þú ert eini vinurinn sem ég á núna. Fyrirgefðu, pabbi, ég á kannski aldrei eftir að sjá þig aftur.“ „Jú, jú, þú munt sjá mig,“ segir faðir hans og bætir við. „Nú dílum við bara við þetta eins og það er. Við þurfum bara að vinna úr þessu eins og öðru, kallinn minn. Það er ekkert annað gera.“ Þegar lögreglan mætir til að flytja Stefán í gæsluvarðhald fallast feðgarnir í faðma og faðir Stefáns endar á því að segja á íslensku: „Bæ, kúturinn minn.“ Samkvæmt upplýsingum frá fangelsismálayfirvöldum í Flórída er Stefán nú vistaður í Wakulla Correctional Institution; ríkisfangelsi sem staðsett er í Crawfordville. Hér má finna heimildarmyndina í heild sinni:
Íslendingar erlendis Bandaríkin Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira