„Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2025 16:43 Hafdís Bára Óskarsdóttir lýsti sambandi sínu við Jón Þór Dagbjartsson og þeim árásum sem hann sætir ákæru fyrir í dómsal í dag. Hafdís Bára Óskarsdóttir segir Jón Þór Dagbjartsson hafa verið mjög yfirvegaðan þegar hann greip til járnkarls og réðst á hana. Hann hafi verið með glott á andlitinu og látið eins og hún skipti engu máli. Sambandi þeirra hafi lokið hálfu ári fyrr en hún látið undan kynlífsbeiðnum hans með öryggi sitt og barnanna í huga. Jón Þór sætir ákæru fyrir kynferðislega áreitni og húsbrot sunnudaginn 13. október í fyrra og tilraun til manndráps miðvikudaginn 16. október. Jón Þór neitar sök eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Mikill munur er á frásögn hans og Hafdísar sem segist ekki lengur þekkja manninn sem hún varð ástfangin af fyrir tæpum áratug. Sjálfur telur Jón Þór sig hafa verið í geðrofi og ber við minnisleysi í árásinni með járnkarl. Gleymdi að læsa Jón Þór vék úr dómsal á meðan skýrslutaka fór fram yfir Hafdísi Báru í Héraðsdómi Austurlands eftir hádegið. Afar heitt er í dómsal þar sem notast er við viftur og opna glugga á víxl til að gera fólki í sal lífið bærilegt. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Hafdísi sagði sögu sína í Kastljósi í desember. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði Hafdísi út í atburðina sunnudaginn 13. október. Hún hefði verið lítil í sér heima hjá sér, strákarnir verið í tölvunum sínum þegar hún hefði heyrt að bíll kom upp að húsinu. Hún hefði strax vitað hver væri á ferðinni. Hún hefði gleymt að læsa húsinu og Jón Þór komið inn í svefnherbergi þar sem hún sat á rúminu. Hann hefði sagst viljað gera upp samband þeirra og ljúka því. Hann væri kominn með vinnu fyrir sunnan, herbergi hjá vinkonu og ætlaði að flytja. Hún hefði farið að hlæja, fundist þetta dæmigert fyrir hans karakter og hann orðið ósáttur við viðbrögðin. Umræðan hafi farið út í óheiðarleika, hann hent í hana þvagprufu fyrir óléttupróf og hún áttað sig á því að hann væri að róta í ruslinu heima hjá henni. Gerði athugasemdir við nærföt Hann hafi farið í nærfataskúffu hennar, fundið fín nærföt og spurt hana hvar hún fengi peninga til að kaupa þau. Hann hefði spurt hana hvort hún hefði verið með vini sínum í vinnuferð til Reykjavíkur á meðan hann gætti sonanna. Þau eiga einn son saman en auk þess býr sonur hennar úr fyrra sambandi hjá henni. Í sömu andrá hafi Jón Þór gripið í annan fót hennar, togað í hana og haldið henni niðri á rúminu. Hann hafi sleikt hana um hálsinn og kallað hana ógeðslega hóru. Hún hafi náð að grípa í hárið á honum, koma öðrum fætinum í aðstöðu til að spyrna honum frá sér og fram á gang. Þá hafi hann verið búinn að klæða hana úr að neðan. Í framhaldinu hafi hún hringt á Neyðarlínuna. Hún hafi beðið hann endurtekið um að fara, líka eftir að símtalið hófst, en hann ekki ætlað út. Sonur þeirra hafi komið inn og Jón Þór loksins yfirgefið heimilið. Samningur um kynlíf? Hafdís hafnaði með öllu að hafa gefið Jóni Þór með nokkrum hætti undir fótinn. Hann hefði lengi reynt að viðhalda kynferðislegu sambandi þótt þau hefðu flutt í sundur um sumarið. Hann hefði óskað eftir samningi um kynlíf á meðan hann væri á staðnum, sem henni þætti ekkert vit í og vera óheilbrigt. Samband þeirra hefði hafist sumarið 2014 og staðið til mars 2024. Áfram hefðu verið samskipti enda teldi hún mikilvægt að halda samskiptum einstaklinga sem ættu saman barn. Sambúðin hefði verið eðlileg framan af enda þau átt ýmislegt sameiginlegt. Hún hafi orðið fyrir áfalli þegar hún varð ófrísk 2017 og komst að því að Jón Þór hefði verið í samskiptum við aðra konu á kynferðislegum nótum í gegnum samfélagsmiðla. Hún hefði ákveðið að vinna úr því vitandi að hann væri áfengissjúklingur sem þyrfti að vinna í sínum málum. Þau hefðu átt mjög gott ár frá 2021 til 2022 en þá hafi skapofsaköst ágerst eftir að Jón Þór sá umfjöllun um vistheimilið á Hjalteyri. Þar dvaldi hann sjálfur sem barn. Kynferðisleg brenglun hefði aukist og afbrýðissemi sömuleiðis. Hann hefði átt erfitt með að sætta sig við velgengni Hafdísar sem hefði vonast til að hann gæti orðið betri, fundið sig eða leitað sér aðstoðar. Frá og með haustinu 2022 hefði hún séð að þetta gengi ekki lengur. Ítrekað hefðu komið upp atvik í veislum eða á ferðalögum þar sem hann setti upp asnalegar aðstæður, bjó til vandamál sem voru ekki vandamál. Þau hafi flest snúið að því að hún veitti honum ekki næga athygli. Auðveldara að leyfa honum að fá sitt fram Þau hafi slitið sambandinu í mars 2024 en hann ekki flutt út fyrr en um sumarið. Hún hafi komið sér af heimilinu um sumarið og unnið í Blönduvirkjun í tvo mánuði og óskaði eftir því að hann fjarlægði dótið sitt af heimilinu á meðan. Það hafi hann ekki gert. Kynferðislegt samband hafi haldið áfram. „Já, en ekki heilbrigt,“ sagði Hafdís. Eitt skiptið hafi hún beðið hann að hætta, sagst ekki vilja en hann fengið sínu fram engu að síður. Nefndi hún dæmi þar sem þau hefðu verið í sumarbústað með strákana og hún lagt upp með að þau svæfu hvort á sinni hæð til að koma í veg fyrir nokkurt kynferðislegt. Það hefði engu máli skipt. Í öðrum tilfellum hefði einfaldlega verið auðveldara að leyfa honum að fá sínu fram. Hún hafi verið hrædd við hann. „Auðvitað var maður logandi hræddur inni í sér en maður reynir að sýna það ekki,“ sagði Hafdís. Hún hefði verið í vörn lengi, vaknað við minnstu hljóð og fylgst með öllu. Vildi liðka fyrir samskipti við föður Meðdómari spurði Hafdísi út í aðgang Jóns Þórs að heimili hennar. Hún sagðist hafa fengið ráð frá lögreglu um að gera honum ljóst að hann væri ekki velkominn á heimilið. Hún hafi sent honum tölvupóst um það. Eftir góða framkomu hafi henni fundist eðlilegt að liðka fyrir að hægt væri að byggja upp samband tveggja aðila sem ættu saman barn. Hún hafi verið á leið á fjármálaráðstefnu í vikunni fyrir brotin sem ákært er fyrir. Hún hafi beðið Jón Þór að vera með strákana en fengið leiðindi og skít til baka en látið til leiðast á endanum. Hún hafi sett sem skilyrði að hann yrði með þá heima hjá sér en að lokum gefið eftir að hann fengi að vera á heimili hennar. Þá hafi hún óskað eftir því að hann yfirgæfi heimilið um leið og hún kæmi heim á föstudegi. Það hafi hann gert en ekki fyrr en hún hafi látið eftir suði hans um kynlíf. Slíkt suð hafi haldið áfram á laugardegi og sunnudegi þegar hann kom inn í svefnherbergi til hennar og áreitti eins og Hafdís lýsir. Sendi honum fingurinn Hafdís var svo spurð út í miðvikudaginn 16. október þegar Jóni Þór er gefin að sök tilraun til manndráps. Þannig dag hafi hún verið á fjórhjóli ásamt vini sínum að eltast við kindur. Hún hafi komið heim og farið inn í skemmu. Hún hafi verið þreytt og pirruð, horft í áttina að húsi Jóns Þórs og gefið honum fingurinn. Ekki hafi liðið langur tími áður en hann mætti á svæðið sem hafi staðfest fyrir henni að hann fylgdist með henni öllum stundum. Hann hefði verið „sultuslakur“ sem hafi verið óvenjulegt enda þekkti hún hann varla í slíku ástandi. Þau hafi farið að rífast um dráttarvél þeirra sem hann hafi ítrekað hótað að skemma. Hún hafi viljað kaupa hana og boðið skipti fyrir bíl en hann boðist til að lána dráttarvélina á móti. Hún hafi ekki viljað hafa neitt á láni frá honum því hún vissi hvað það þýddi. Svo hafi hún sagt að það væri löngu kominn tími til að klára þetta og hann brugðist við og sagt: „Ok, við skulum bara klára þetta“ og teygt sig eftir járnkallinum. Hann hafi reynt að stinga hana tvisvar eða þrisvar og hún kallað eftir hjálp. „Já, ég ætla að drepa þig“ Hafdís segist hafa vonað að vinkona hennar, sem hafði dvalið heima hjá henni eftir áreitið á sunnudeginum, myndi heyra í henni eða þá vinur hennar sem var með aðgang að eftirlitsmyndavél sem búið var að koma fyrir eftir áreitið á sunnudeginum. Hún hafi reynt að verjast járnkarlinum með höndunum. Að lokum hafi hann tekið járnkarlinn, sett hann þversum og hún dottið aftur fyrir sig í látunum. Hann hafi verið ofan á henni, sett járnkarlinn á hálsinn á henni og byrjað að þrengja að. Hann hafi ítrekað talað um óheiðarleika, spurt hana hverjum hún væri að sofa hjá og ef hún segði myndi hann sleppa. Hafdís hafi vitað að um tvíeggjað sverð væri að ræða, þó sagt honum það og hann þá um leið þrengt enn meira að. Hún hafi reynt að fá hann til að hugsa um synina en ekkert hafi skipt máli. Hún hafi sagt við hann að hann væri að drepa sig og hann svarað: „Já, ég ætla að drepa þig“. „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál. Ég var ekkert fyrir honum og hafði ekkert verið í langan tíma. Það skipti engan máli að svipta barnið hans móður sinni, og hann sjálfan líka.“ „Sjáiði fyrir ykkur, sært ljón sem svífst einskis“ Aðspurð hvers vegna Jón Þór hafi sleppt var Hafdís ekki viss um það. Vinkona hennar var komin út úr húsinu og á leið inn í skemmuna. Mögulega hafi Jón Þór séð hana. Sjálf hafi hún náð betri öndun, hringt í Neyðarlínuna, spurst fyrir um strákana og verið skíthrædd að Jón Þór kæmi aftur. Vinkonan hafi verið í dyrunum allan tímann tilbúin að varna því að hann kæmist aftur að henni. Hafdís hafi óttast um öryggi vinkonu sinnar. „Sjáiði fyrir ykkur, sært ljón sem svífst einskis.“ Mætti með fyrirgefningargjöf Hafdís var spurð út í af hverju vinkona hennar hefði verið hjá henni. Hún sagðist hafa verið óörugg og oft leitað til hennar. Hún hefði meðal annars hringt í hana eftir áreitið á sunnudeginum og vinkonan boðið fram aðstoð sína. Hún hefði því komið og verið hjá henni og strákunum. Vinkonan hefði strax á mánudeginum séð Jón Þór koma heim með fyrirgefningargjöf; múmínbolla, sokka og bréf þar sem hefði staðið að hann vildi bara heiðarleika. Sambandi þeirra væri að ljúka og hann færi senn út úr lífi hennar. Hann hefði greinilega ætlað að afhenda Hafdísi en skilið gjöfina eftir við útidyrahurðina þegar hann sá viðveru vinkonunnar. Öryggiskerfið hefði verið sett upp eftir sunnudaginn með vitund lögreglu. Tilgangurinn hefði verið öryggis vegna enda nýlegt dæmi um að hann kæmi inn á heimilið þegar hún hefði gleymt að læsa útidyrahurðinni. Aldrei ýjað að nokkur gengi syninum í föðurstað Verjandi Jóns Þórs spurði Hafdísi hvort hún hefði hótað því að hann fengi ekki að umgangast son sinn. Jón Þór hélt því fram í dómsal í morgun að hafa tryllst þegar hún hótaði því. Hafdís sagði af og frá að hún hefði gefið það í skyn enda væri hún ekki þannig týpa. Hann hefði einfaldlega móðgast af því hún sendi honum fingurinn. Sem væri áhugavert því Jón Þór ætti líklega met í að gefa fólki fingurinn. Jón Þór hefði fengið þau skilaboð á sunnudeginum að hann yrði að taka sig í gegn til að vera í aðalhlutverki við uppeldi á drengnum. Aldrei hefði verið ýjað að því að nokkur gengi syninum í föðurstað. Ekki reynt að hanka neinn Þá viðurkenndi Hafdís að hafa lagt hendur á Jón Þór í einstökum tilfellum. Eitt skiptið þegar Jón Þór hefði hindrað för hennar og hún kýlt hann í nefið til að sleppa vitandi að hann hefði farið í nefaðgerð. Hún nefndi tvö dæmi til viðbótar þar sem hún hefði slegið frá sér. Jón Þór hefði ekki svarað því með líkamlegu heldur andlegu ofbeldi að sögn Hafdísar. Þá hafnaði Hafdís hugmyndum verjanda Jóns Þórs hvort hún hefði sýnt honum fingurinn til að reyna að fá hann til að koma á svæðið, vitandi af eftirlitsmyndavél á svæðinu. Hún hefði einfaldlega fengið nóg. Verjandi minnti á að þarna hefði félagsþjónustan verið komin í málið varðandi drengina á heimilinu. Var Hafdís spurð að því hvort hún hefði vonast til að ná einhverju á mynd, sem kæmi sér illa? „Nei, tilgangurinn var öryggi mitt.“ Ekki að hanka? „Nei, alls ekki.“ Hafdís sagði líðan sína mun betri í dag þó hún væri enn óörugg þegar hún vissi ekki hvar Jón Þór væri staðsettur. Sjálf hefði hún dvalið á Reykjalundi vegna áverka sem hún hlaut í baráttu fyrir lífi sínu þegar Jón Þór var með járnteininn. Hún hefði fengið áverka sem ollu taugaskaða á hægri handlegg. Ofbeldi á Vopnafirði Vopnafjörður Dómsmál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira
Jón Þór sætir ákæru fyrir kynferðislega áreitni og húsbrot sunnudaginn 13. október í fyrra og tilraun til manndráps miðvikudaginn 16. október. Jón Þór neitar sök eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Mikill munur er á frásögn hans og Hafdísar sem segist ekki lengur þekkja manninn sem hún varð ástfangin af fyrir tæpum áratug. Sjálfur telur Jón Þór sig hafa verið í geðrofi og ber við minnisleysi í árásinni með járnkarl. Gleymdi að læsa Jón Þór vék úr dómsal á meðan skýrslutaka fór fram yfir Hafdísi Báru í Héraðsdómi Austurlands eftir hádegið. Afar heitt er í dómsal þar sem notast er við viftur og opna glugga á víxl til að gera fólki í sal lífið bærilegt. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Hafdísi sagði sögu sína í Kastljósi í desember. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði Hafdísi út í atburðina sunnudaginn 13. október. Hún hefði verið lítil í sér heima hjá sér, strákarnir verið í tölvunum sínum þegar hún hefði heyrt að bíll kom upp að húsinu. Hún hefði strax vitað hver væri á ferðinni. Hún hefði gleymt að læsa húsinu og Jón Þór komið inn í svefnherbergi þar sem hún sat á rúminu. Hann hefði sagst viljað gera upp samband þeirra og ljúka því. Hann væri kominn með vinnu fyrir sunnan, herbergi hjá vinkonu og ætlaði að flytja. Hún hefði farið að hlæja, fundist þetta dæmigert fyrir hans karakter og hann orðið ósáttur við viðbrögðin. Umræðan hafi farið út í óheiðarleika, hann hent í hana þvagprufu fyrir óléttupróf og hún áttað sig á því að hann væri að róta í ruslinu heima hjá henni. Gerði athugasemdir við nærföt Hann hafi farið í nærfataskúffu hennar, fundið fín nærföt og spurt hana hvar hún fengi peninga til að kaupa þau. Hann hefði spurt hana hvort hún hefði verið með vini sínum í vinnuferð til Reykjavíkur á meðan hann gætti sonanna. Þau eiga einn son saman en auk þess býr sonur hennar úr fyrra sambandi hjá henni. Í sömu andrá hafi Jón Þór gripið í annan fót hennar, togað í hana og haldið henni niðri á rúminu. Hann hafi sleikt hana um hálsinn og kallað hana ógeðslega hóru. Hún hafi náð að grípa í hárið á honum, koma öðrum fætinum í aðstöðu til að spyrna honum frá sér og fram á gang. Þá hafi hann verið búinn að klæða hana úr að neðan. Í framhaldinu hafi hún hringt á Neyðarlínuna. Hún hafi beðið hann endurtekið um að fara, líka eftir að símtalið hófst, en hann ekki ætlað út. Sonur þeirra hafi komið inn og Jón Þór loksins yfirgefið heimilið. Samningur um kynlíf? Hafdís hafnaði með öllu að hafa gefið Jóni Þór með nokkrum hætti undir fótinn. Hann hefði lengi reynt að viðhalda kynferðislegu sambandi þótt þau hefðu flutt í sundur um sumarið. Hann hefði óskað eftir samningi um kynlíf á meðan hann væri á staðnum, sem henni þætti ekkert vit í og vera óheilbrigt. Samband þeirra hefði hafist sumarið 2014 og staðið til mars 2024. Áfram hefðu verið samskipti enda teldi hún mikilvægt að halda samskiptum einstaklinga sem ættu saman barn. Sambúðin hefði verið eðlileg framan af enda þau átt ýmislegt sameiginlegt. Hún hafi orðið fyrir áfalli þegar hún varð ófrísk 2017 og komst að því að Jón Þór hefði verið í samskiptum við aðra konu á kynferðislegum nótum í gegnum samfélagsmiðla. Hún hefði ákveðið að vinna úr því vitandi að hann væri áfengissjúklingur sem þyrfti að vinna í sínum málum. Þau hefðu átt mjög gott ár frá 2021 til 2022 en þá hafi skapofsaköst ágerst eftir að Jón Þór sá umfjöllun um vistheimilið á Hjalteyri. Þar dvaldi hann sjálfur sem barn. Kynferðisleg brenglun hefði aukist og afbrýðissemi sömuleiðis. Hann hefði átt erfitt með að sætta sig við velgengni Hafdísar sem hefði vonast til að hann gæti orðið betri, fundið sig eða leitað sér aðstoðar. Frá og með haustinu 2022 hefði hún séð að þetta gengi ekki lengur. Ítrekað hefðu komið upp atvik í veislum eða á ferðalögum þar sem hann setti upp asnalegar aðstæður, bjó til vandamál sem voru ekki vandamál. Þau hafi flest snúið að því að hún veitti honum ekki næga athygli. Auðveldara að leyfa honum að fá sitt fram Þau hafi slitið sambandinu í mars 2024 en hann ekki flutt út fyrr en um sumarið. Hún hafi komið sér af heimilinu um sumarið og unnið í Blönduvirkjun í tvo mánuði og óskaði eftir því að hann fjarlægði dótið sitt af heimilinu á meðan. Það hafi hann ekki gert. Kynferðislegt samband hafi haldið áfram. „Já, en ekki heilbrigt,“ sagði Hafdís. Eitt skiptið hafi hún beðið hann að hætta, sagst ekki vilja en hann fengið sínu fram engu að síður. Nefndi hún dæmi þar sem þau hefðu verið í sumarbústað með strákana og hún lagt upp með að þau svæfu hvort á sinni hæð til að koma í veg fyrir nokkurt kynferðislegt. Það hefði engu máli skipt. Í öðrum tilfellum hefði einfaldlega verið auðveldara að leyfa honum að fá sínu fram. Hún hafi verið hrædd við hann. „Auðvitað var maður logandi hræddur inni í sér en maður reynir að sýna það ekki,“ sagði Hafdís. Hún hefði verið í vörn lengi, vaknað við minnstu hljóð og fylgst með öllu. Vildi liðka fyrir samskipti við föður Meðdómari spurði Hafdísi út í aðgang Jóns Þórs að heimili hennar. Hún sagðist hafa fengið ráð frá lögreglu um að gera honum ljóst að hann væri ekki velkominn á heimilið. Hún hafi sent honum tölvupóst um það. Eftir góða framkomu hafi henni fundist eðlilegt að liðka fyrir að hægt væri að byggja upp samband tveggja aðila sem ættu saman barn. Hún hafi verið á leið á fjármálaráðstefnu í vikunni fyrir brotin sem ákært er fyrir. Hún hafi beðið Jón Þór að vera með strákana en fengið leiðindi og skít til baka en látið til leiðast á endanum. Hún hafi sett sem skilyrði að hann yrði með þá heima hjá sér en að lokum gefið eftir að hann fengi að vera á heimili hennar. Þá hafi hún óskað eftir því að hann yfirgæfi heimilið um leið og hún kæmi heim á föstudegi. Það hafi hann gert en ekki fyrr en hún hafi látið eftir suði hans um kynlíf. Slíkt suð hafi haldið áfram á laugardegi og sunnudegi þegar hann kom inn í svefnherbergi til hennar og áreitti eins og Hafdís lýsir. Sendi honum fingurinn Hafdís var svo spurð út í miðvikudaginn 16. október þegar Jóni Þór er gefin að sök tilraun til manndráps. Þannig dag hafi hún verið á fjórhjóli ásamt vini sínum að eltast við kindur. Hún hafi komið heim og farið inn í skemmu. Hún hafi verið þreytt og pirruð, horft í áttina að húsi Jóns Þórs og gefið honum fingurinn. Ekki hafi liðið langur tími áður en hann mætti á svæðið sem hafi staðfest fyrir henni að hann fylgdist með henni öllum stundum. Hann hefði verið „sultuslakur“ sem hafi verið óvenjulegt enda þekkti hún hann varla í slíku ástandi. Þau hafi farið að rífast um dráttarvél þeirra sem hann hafi ítrekað hótað að skemma. Hún hafi viljað kaupa hana og boðið skipti fyrir bíl en hann boðist til að lána dráttarvélina á móti. Hún hafi ekki viljað hafa neitt á láni frá honum því hún vissi hvað það þýddi. Svo hafi hún sagt að það væri löngu kominn tími til að klára þetta og hann brugðist við og sagt: „Ok, við skulum bara klára þetta“ og teygt sig eftir járnkallinum. Hann hafi reynt að stinga hana tvisvar eða þrisvar og hún kallað eftir hjálp. „Já, ég ætla að drepa þig“ Hafdís segist hafa vonað að vinkona hennar, sem hafði dvalið heima hjá henni eftir áreitið á sunnudeginum, myndi heyra í henni eða þá vinur hennar sem var með aðgang að eftirlitsmyndavél sem búið var að koma fyrir eftir áreitið á sunnudeginum. Hún hafi reynt að verjast járnkarlinum með höndunum. Að lokum hafi hann tekið járnkarlinn, sett hann þversum og hún dottið aftur fyrir sig í látunum. Hann hafi verið ofan á henni, sett járnkarlinn á hálsinn á henni og byrjað að þrengja að. Hann hafi ítrekað talað um óheiðarleika, spurt hana hverjum hún væri að sofa hjá og ef hún segði myndi hann sleppa. Hafdís hafi vitað að um tvíeggjað sverð væri að ræða, þó sagt honum það og hann þá um leið þrengt enn meira að. Hún hafi reynt að fá hann til að hugsa um synina en ekkert hafi skipt máli. Hún hafi sagt við hann að hann væri að drepa sig og hann svarað: „Já, ég ætla að drepa þig“. „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál. Ég var ekkert fyrir honum og hafði ekkert verið í langan tíma. Það skipti engan máli að svipta barnið hans móður sinni, og hann sjálfan líka.“ „Sjáiði fyrir ykkur, sært ljón sem svífst einskis“ Aðspurð hvers vegna Jón Þór hafi sleppt var Hafdís ekki viss um það. Vinkona hennar var komin út úr húsinu og á leið inn í skemmuna. Mögulega hafi Jón Þór séð hana. Sjálf hafi hún náð betri öndun, hringt í Neyðarlínuna, spurst fyrir um strákana og verið skíthrædd að Jón Þór kæmi aftur. Vinkonan hafi verið í dyrunum allan tímann tilbúin að varna því að hann kæmist aftur að henni. Hafdís hafi óttast um öryggi vinkonu sinnar. „Sjáiði fyrir ykkur, sært ljón sem svífst einskis.“ Mætti með fyrirgefningargjöf Hafdís var spurð út í af hverju vinkona hennar hefði verið hjá henni. Hún sagðist hafa verið óörugg og oft leitað til hennar. Hún hefði meðal annars hringt í hana eftir áreitið á sunnudeginum og vinkonan boðið fram aðstoð sína. Hún hefði því komið og verið hjá henni og strákunum. Vinkonan hefði strax á mánudeginum séð Jón Þór koma heim með fyrirgefningargjöf; múmínbolla, sokka og bréf þar sem hefði staðið að hann vildi bara heiðarleika. Sambandi þeirra væri að ljúka og hann færi senn út úr lífi hennar. Hann hefði greinilega ætlað að afhenda Hafdísi en skilið gjöfina eftir við útidyrahurðina þegar hann sá viðveru vinkonunnar. Öryggiskerfið hefði verið sett upp eftir sunnudaginn með vitund lögreglu. Tilgangurinn hefði verið öryggis vegna enda nýlegt dæmi um að hann kæmi inn á heimilið þegar hún hefði gleymt að læsa útidyrahurðinni. Aldrei ýjað að nokkur gengi syninum í föðurstað Verjandi Jóns Þórs spurði Hafdísi hvort hún hefði hótað því að hann fengi ekki að umgangast son sinn. Jón Þór hélt því fram í dómsal í morgun að hafa tryllst þegar hún hótaði því. Hafdís sagði af og frá að hún hefði gefið það í skyn enda væri hún ekki þannig týpa. Hann hefði einfaldlega móðgast af því hún sendi honum fingurinn. Sem væri áhugavert því Jón Þór ætti líklega met í að gefa fólki fingurinn. Jón Þór hefði fengið þau skilaboð á sunnudeginum að hann yrði að taka sig í gegn til að vera í aðalhlutverki við uppeldi á drengnum. Aldrei hefði verið ýjað að því að nokkur gengi syninum í föðurstað. Ekki reynt að hanka neinn Þá viðurkenndi Hafdís að hafa lagt hendur á Jón Þór í einstökum tilfellum. Eitt skiptið þegar Jón Þór hefði hindrað för hennar og hún kýlt hann í nefið til að sleppa vitandi að hann hefði farið í nefaðgerð. Hún nefndi tvö dæmi til viðbótar þar sem hún hefði slegið frá sér. Jón Þór hefði ekki svarað því með líkamlegu heldur andlegu ofbeldi að sögn Hafdísar. Þá hafnaði Hafdís hugmyndum verjanda Jóns Þórs hvort hún hefði sýnt honum fingurinn til að reyna að fá hann til að koma á svæðið, vitandi af eftirlitsmyndavél á svæðinu. Hún hefði einfaldlega fengið nóg. Verjandi minnti á að þarna hefði félagsþjónustan verið komin í málið varðandi drengina á heimilinu. Var Hafdís spurð að því hvort hún hefði vonast til að ná einhverju á mynd, sem kæmi sér illa? „Nei, tilgangurinn var öryggi mitt.“ Ekki að hanka? „Nei, alls ekki.“ Hafdís sagði líðan sína mun betri í dag þó hún væri enn óörugg þegar hún vissi ekki hvar Jón Þór væri staðsettur. Sjálf hefði hún dvalið á Reykjalundi vegna áverka sem hún hlaut í baráttu fyrir lífi sínu þegar Jón Þór var með járnteininn. Hún hefði fengið áverka sem ollu taugaskaða á hægri handlegg.
Ofbeldi á Vopnafirði Vopnafjörður Dómsmál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira