Ofbeldi á Vopnafirði

Fréttamynd

Telja Jón Þór hafa tryllst af af­brýðis­semi

Geðlæknar sem komu fyrir dóm í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Þór Dagbjartssyni eru á einu máli um að hann sé sakhæfur. Hann hafi ekki verið í geðrofi heldur einfaldlega misst stjórn á skapi sínu þegar hann greip til járnkarls og veittist að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Geðlæknir telur refsingu geta borið árangur.

Innlent
Fréttamynd

Haf­dís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“

Vinkona Hafdísar Báru Óskarsdóttur segist aldrei hafa búist við því að Jón Þór Dagbjartsson myndi ganga svo langt að reyna að drepa Hafdísi. Hún viðurkennir þó að hafa verið að bíða eftir því að eitthvað myndi gerast. Vinkona Hafdísar gaf skýrslu fyrir dómi en hún dvaldi hjá Hafdísi fyrir árásina og kom að Hafdísi eftir hana.

Innlent
Fréttamynd

„Hann var með háðs­legt glott, þetta var svo lítið mál“

Hafdís Bára Óskarsdóttir segir Jón Þór Dagbjartsson hafa verið mjög yfirvegaðan þegar hann greip til járnkarls og réðst á hana. Hann hafi verið með glott á andlitinu og látið eins og hún skipti engu máli. Sambandi þeirra hafi lokið hálfu ári fyrr en hún látið undan kynlífsbeiðnum hans með öryggi sitt og barnanna í huga. 

Innlent
Fréttamynd

Segist hafa tryllst þegar Haf­dís hótaði forræðissviptingu

Jón Þór Dagbjartsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði, segist ekki muna eftir því að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína með járnkarli í október í fyrra. Hann muni að konan hafi hótað að svipta hann forræði af syni hans og við það „snappað“. Hann hafi aldrei ætlað að bana konunni.

Innlent
Fréttamynd

Gerandinn á­kærður fyrir manndrápstilraun á Vopna­firði

Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekki muna eftir at­burðunum

Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir til­raun til manndráps á Vopna­firði

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri.

Innlent
Fréttamynd

Fram­lengja gæslu­varð­hald vegna á­rásar á Vopna­firði

Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. 

Innlent
Fréttamynd

Óttaðist um líf sitt

Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. 

Innlent
Fréttamynd

Sá hvítt eftir á­rás með járn­karli

Karlmaður sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni á Vopnafirði er talin hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri, járnkarli eða rúllubaggateini.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir sams konar úr­ræði og Breivik og á­rásar­maður hennar sæta

Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla og brotaþoli fólskulegrar hnífstunguárás í sama skóla, segir íslenskt réttarkerfi ráðþrota þegar kemur að alvarlegum ofbeldismálum. Sá sem stakk hana sætir svokölluðu „forvaring“, refsiúrræði í Noregi sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sætir sama úrræði.

Innlent