„Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2025 21:31 Bæði almenningur og fagfjárfestar fá að kaupa í næsta hlutafjárútboði á Íslandsbanka. Snorri Jakobsson hagfræðingur segir mikilvægt að flýta sér hægt í fyrirhuguðu útboði. Hann segir íslenska banka með öruggari fjárfestingarkostum. Vísir Bæði almenningur og fagfjárfestar munu geta keypt í Íslandsbanka í fyrirhugðu útboði stjórnvalda á eignarhlut í bankanum. Sérfræðingur á fjármálamarkaði ráðleggur ríkisstjórninni að flýta sér hægt og hafa upplýsingagjöf í lagi. Önnur umræða um frumvarp um sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka fór fram á Alþingi í dag. Þar var breytingartillaga fjármálaráðherra tekin fyrir og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. Atkvæðagreiðslu var frestað að lokinni umræðu í dag. Samkvæmt núverandi frumvarpi verður salan á bankanum því þrískipt eða fyrir almenning, lögaðila og fagfjárfesta en alls á ríkið ríflega fjörutíu prósent í bankanum. Fjármálaeftirlitið hefur ekki lokið rannsókn á síðasta útboði Í síðustu viku var auglýst eftir söluaðilum vegna fyrirhugaðs útboðs og lauk fresti til að sækja um á föstudaginn. Verið er að vinna úr umsóknum samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar enn ekki lokið að fullu rannsókn á söluaðilum sem seldu í síðasta útboði á Íslandsbanka samkvæmt upplýsingum fréttatofu en sú athugun hófst fyrir tæpum þremur árum. Fjámálaráðherra sagði um helgina að til stæði að selja bankann á næstu vikum. Mikilvægt að læra af fyrri mistökum Snorri Jakobsson hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir mikilvægt að flýta sér hægt og læra af fyrri mistökum varðandi sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum. „Það þarf að undirbúa söluna vel. Alltaf þegar verið er að vinna svona útboð hratt er hætta á smærri mistökum. Það gerist þegar tíminn er skammur og allir að vinna af miklu kappi. Það er betra að taka lengri tíma og vanda sig betur. Sömuleiðis þarf að hafa upplýsingagjöfina miklu betri en hún var í síðasta útboði. Það þarf því ekki að drífa að selja bankann á næstu vikum. Það er betra að gefa sér tíma og selja hann eftir fjórar til fimm vikur,“ segir Snorri. Örugg fjárfesting Snorri telur að fólk hafi mikinn áhuga á að kaupa í bankanum því hlutabréf í honum séu með öruggari fjárfestingum. „Íslenskir bankar eru með belti axlabönd, sikrisnælur og hjálma. Þeir eru með alla öryggisventla sem til eru í samanburði við banka erlendis. Ég held að það sé mikill áhugi á að kaupa í bankanum í næsta útboði,“ segir Snorri. Íslandsbanki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp um sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka fór fram á Alþingi í dag. Þar var breytingartillaga fjármálaráðherra tekin fyrir og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. Atkvæðagreiðslu var frestað að lokinni umræðu í dag. Samkvæmt núverandi frumvarpi verður salan á bankanum því þrískipt eða fyrir almenning, lögaðila og fagfjárfesta en alls á ríkið ríflega fjörutíu prósent í bankanum. Fjármálaeftirlitið hefur ekki lokið rannsókn á síðasta útboði Í síðustu viku var auglýst eftir söluaðilum vegna fyrirhugaðs útboðs og lauk fresti til að sækja um á föstudaginn. Verið er að vinna úr umsóknum samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar enn ekki lokið að fullu rannsókn á söluaðilum sem seldu í síðasta útboði á Íslandsbanka samkvæmt upplýsingum fréttatofu en sú athugun hófst fyrir tæpum þremur árum. Fjámálaráðherra sagði um helgina að til stæði að selja bankann á næstu vikum. Mikilvægt að læra af fyrri mistökum Snorri Jakobsson hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir mikilvægt að flýta sér hægt og læra af fyrri mistökum varðandi sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum. „Það þarf að undirbúa söluna vel. Alltaf þegar verið er að vinna svona útboð hratt er hætta á smærri mistökum. Það gerist þegar tíminn er skammur og allir að vinna af miklu kappi. Það er betra að taka lengri tíma og vanda sig betur. Sömuleiðis þarf að hafa upplýsingagjöfina miklu betri en hún var í síðasta útboði. Það þarf því ekki að drífa að selja bankann á næstu vikum. Það er betra að gefa sér tíma og selja hann eftir fjórar til fimm vikur,“ segir Snorri. Örugg fjárfesting Snorri telur að fólk hafi mikinn áhuga á að kaupa í bankanum því hlutabréf í honum séu með öruggari fjárfestingum. „Íslenskir bankar eru með belti axlabönd, sikrisnælur og hjálma. Þeir eru með alla öryggisventla sem til eru í samanburði við banka erlendis. Ég held að það sé mikill áhugi á að kaupa í bankanum í næsta útboði,“ segir Snorri.
Íslandsbanki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira