Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2025 21:07 Fyrirhugað er að reisa 2.200 fermetra skóla á bílastæðinu við Laugardalsvöll sem á að geta sinnt allt að 450 grunnskólakrökkum, frá 1. til 10. bekk. Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar lagði á dögunum fram tillögu á breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar skólaþorpsins sem ráðast á í vegna ýmissa framkvæmda á skólum í Laugardal – fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Um skólaþorpið segir að um sé að ræða tímabundna lausn en þó er óljóst hversu lengi skólinn verður starfandi. Í tillögunni segir þó að líklegt sé að skólaþorpið muni verða starfrækt í „allmörg ár“, eða fimm til fimmtán ár. Eigi að vera tilbúnar haustið 2025 Á síðu Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar segir að skólaþorpið muni rísa í áföngum og áætlað sé að fyrstu kennslustofurnar verði tilbúnar til notkunar haustið 2025. Þorpið muni svo rísa í heild veturinn 2025-2026. Hönnun skólaþorpsins sé í gangi og EES-útboð vegna lausra kennslustofa í auglýsingu. Skólaþorpið mun rísa í áföngum á bílastæðinu, næst hringtorginu neðarlega til vinstri á myndinni, og er áætlað að fyrstu kennslustofurnar verði tilbúnar til notkunar haustið 2025. Þorpið mun svo rísa á næsta skólaári.Vísir/Vilhelm Fyrirhugað er að reisa 2.200 fermetra skóla á bílastæðinu sem á að geta sinnt allt að 450 grunnskólakrökkum, frá 1. til 10. bekk. Byggingarnar eiga að vera einnar hæðar og að hámarki fimm metra háar. Ílöng aðalbygging meðfram Reykjavegi Fram kemur að skólinn yrði með ílanga aðalbyggingu meðfram Reykjavegi en austan við hana verði fjórar aðskildar byggingar með kennslustofum. Áætlanir gera ráð fyrir að aðalaðkoma að skólanum verði norðan lóðar frá bílastæði Laugardalsvallar þar sem gert sé ráð fyrir sleppistæðum fyrir foreldra. Um aðkomuna að skólaþorpinu segir að hjólandi og gangandi muni eiga greiðar leiðir að lóðinni um núverandi, aðliggjandi stíga og svæði sem tekið sé frá fyrir hjólastíg. Landslag Gert er ráð fyrir að gróðursvæði og stígakerfi muni umlykja svæðið á allar hliðar, en að einnig verði heimilt að afmarka leiksvæði með girðingu. Segir að uppbyggingin muni ekki hafa áhrif á stígakerfi, en gera þurfi lítilsháttar tilfærslur á núverandi stíg sem liggur inn í Laugardal. Allri bílaumferð beint um nyrðri innkeyrsluna Um aðkomuna að skólaþorpinu segir að hjólandi og gangandi muni eiga greiðar leiðir að lóðinni um núverandi, aðliggjandi stíga og svæði sem tekið sé frá fyrir hjólastíg. Syðri aðkomuvegi inn á bílastæði við Laugardalsvöll verður lokað fyrir bílaumferð og yrði þannig allri umferð beint um nyrðri innkeyrsuna af Reykjavegi, það er þeirri sem er nær World Class Laugum. Bílastæðahólfið norðan við syðri innkeyrsluna, sem til stendur að loka, verður notað sem bílastæði fyrir skólaþorpið og samnýtt með stæðum fyrir Laugardalsvöll. Syðri aðkomuvegurinn verður þannig nýttur sem sleppistæði fyrir foreldra og fyrir aðföng að skólaþorpinu. Gert er ráð fyrir að gróðursvæði og stígakerfi muni umlykja svæðið á allar hliðar, en að einnig verði heimilt að afmarka leiksvæði með girðingu. Vísir/Ívar Fannar 256 bílastæði fjarlægð Á svæðinu þar sem þorpið mun rísa eru nú 256 bílastæði sem verða fjarlægð. Í skýrslum er hins vegar bent á að það séu 558 bílastæði í borgarlandi í næsta nágrenni. Af þeim eru 430 bílastæði fyrir norðan skólaþorpið sem nýtt eru af gestum Laugardalsvallar og World Class ásamt 128 stæðum sem nýtt eru af Knattspyrnufélaginu Þrótti. VSB telur fækkun bílastæða þó ásættanlega þar sem stæðin séu oft lokuð þegar stórir viðburðir séu haldnir á Laugardalsvelli. Sömuleiðis verði bílastæðaþörf starfsfólks við hið nýja skólaþorp „vel uppfyllt með samnýtingu bílastæða við Laugardalsvöll“. Í skýrslu VSB verkfræðistofu um samgöngumat á framkvæmdunum segir að tryggja þurfi öruggar gönguleiðir skólabarna, með því að huga að lýsingu, gangbrautum og upphækkun á völdum þverunum, sérstaklega yfir Reykjavef við Hofteig og sömuleiðis yfir Gullteig við Hofteig. VSB Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af fækkun bílastæða Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar samþykkti tillöguna á fundi sínum í lok síðasta mánaðar og vísaði málinu til borgarráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu sátu hjá við afgreiðslu málsins og bókuðu að vel ætti að vera unnt að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir í skólum þremur án svo mikillar röskunar á skólastarfi og tillangan felur í sér, til dæmis með notkun færanlegra skólastofa. Fyrirhugað er að reisa 2.200 fermetra skóla á bílastæðinu sem á að geta sinnt allt að 450 grunnskólakrökkum.Vísir/Ívar Þá segir í bókun Sjálfstæðismanna að ljóst sé að „enn frekari fækkun bílastæða við Laugardalsvöll getur leitt til þess að vallargestir og hallargestir leggi bifreiðum sínum í ríkari mæli en þegar er raunin í nálægu íbúahverfi. Þá er ekki ljóst hvernig aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra að Laugardalsvelli verður tryggt miðað við fyrirliggjandi tillögu.“ Deilur um skólahald í Laugardal Miklar deilur hafa staðið um framtíð skólahalds í Laugardal síðustu ár – hvernig bregðast skuli við stöðunni vegna fjölgunar barna og mikillar viðhaldsþarfar í skólunum þremur. Borgarstjórn ákvað í desember síðastliðinn að reistur yrði safnskóli í Laugardal fyrir börn í 8. til 10. bekk. Í Laugarneshverfi yngsta stigið, frá 1. upp í 4. bekk, áfram í Laugarnesskóla og færu svo í Laugalækjaskóla á miðstigi. Þá verði Langholtsskóli áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar lagði á dögunum fram tillögu á breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar skólaþorpsins sem ráðast á í vegna ýmissa framkvæmda á skólum í Laugardal – fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Um skólaþorpið segir að um sé að ræða tímabundna lausn en þó er óljóst hversu lengi skólinn verður starfandi. Í tillögunni segir þó að líklegt sé að skólaþorpið muni verða starfrækt í „allmörg ár“, eða fimm til fimmtán ár. Eigi að vera tilbúnar haustið 2025 Á síðu Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar segir að skólaþorpið muni rísa í áföngum og áætlað sé að fyrstu kennslustofurnar verði tilbúnar til notkunar haustið 2025. Þorpið muni svo rísa í heild veturinn 2025-2026. Hönnun skólaþorpsins sé í gangi og EES-útboð vegna lausra kennslustofa í auglýsingu. Skólaþorpið mun rísa í áföngum á bílastæðinu, næst hringtorginu neðarlega til vinstri á myndinni, og er áætlað að fyrstu kennslustofurnar verði tilbúnar til notkunar haustið 2025. Þorpið mun svo rísa á næsta skólaári.Vísir/Vilhelm Fyrirhugað er að reisa 2.200 fermetra skóla á bílastæðinu sem á að geta sinnt allt að 450 grunnskólakrökkum, frá 1. til 10. bekk. Byggingarnar eiga að vera einnar hæðar og að hámarki fimm metra háar. Ílöng aðalbygging meðfram Reykjavegi Fram kemur að skólinn yrði með ílanga aðalbyggingu meðfram Reykjavegi en austan við hana verði fjórar aðskildar byggingar með kennslustofum. Áætlanir gera ráð fyrir að aðalaðkoma að skólanum verði norðan lóðar frá bílastæði Laugardalsvallar þar sem gert sé ráð fyrir sleppistæðum fyrir foreldra. Um aðkomuna að skólaþorpinu segir að hjólandi og gangandi muni eiga greiðar leiðir að lóðinni um núverandi, aðliggjandi stíga og svæði sem tekið sé frá fyrir hjólastíg. Landslag Gert er ráð fyrir að gróðursvæði og stígakerfi muni umlykja svæðið á allar hliðar, en að einnig verði heimilt að afmarka leiksvæði með girðingu. Segir að uppbyggingin muni ekki hafa áhrif á stígakerfi, en gera þurfi lítilsháttar tilfærslur á núverandi stíg sem liggur inn í Laugardal. Allri bílaumferð beint um nyrðri innkeyrsluna Um aðkomuna að skólaþorpinu segir að hjólandi og gangandi muni eiga greiðar leiðir að lóðinni um núverandi, aðliggjandi stíga og svæði sem tekið sé frá fyrir hjólastíg. Syðri aðkomuvegi inn á bílastæði við Laugardalsvöll verður lokað fyrir bílaumferð og yrði þannig allri umferð beint um nyrðri innkeyrsuna af Reykjavegi, það er þeirri sem er nær World Class Laugum. Bílastæðahólfið norðan við syðri innkeyrsluna, sem til stendur að loka, verður notað sem bílastæði fyrir skólaþorpið og samnýtt með stæðum fyrir Laugardalsvöll. Syðri aðkomuvegurinn verður þannig nýttur sem sleppistæði fyrir foreldra og fyrir aðföng að skólaþorpinu. Gert er ráð fyrir að gróðursvæði og stígakerfi muni umlykja svæðið á allar hliðar, en að einnig verði heimilt að afmarka leiksvæði með girðingu. Vísir/Ívar Fannar 256 bílastæði fjarlægð Á svæðinu þar sem þorpið mun rísa eru nú 256 bílastæði sem verða fjarlægð. Í skýrslum er hins vegar bent á að það séu 558 bílastæði í borgarlandi í næsta nágrenni. Af þeim eru 430 bílastæði fyrir norðan skólaþorpið sem nýtt eru af gestum Laugardalsvallar og World Class ásamt 128 stæðum sem nýtt eru af Knattspyrnufélaginu Þrótti. VSB telur fækkun bílastæða þó ásættanlega þar sem stæðin séu oft lokuð þegar stórir viðburðir séu haldnir á Laugardalsvelli. Sömuleiðis verði bílastæðaþörf starfsfólks við hið nýja skólaþorp „vel uppfyllt með samnýtingu bílastæða við Laugardalsvöll“. Í skýrslu VSB verkfræðistofu um samgöngumat á framkvæmdunum segir að tryggja þurfi öruggar gönguleiðir skólabarna, með því að huga að lýsingu, gangbrautum og upphækkun á völdum þverunum, sérstaklega yfir Reykjavef við Hofteig og sömuleiðis yfir Gullteig við Hofteig. VSB Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af fækkun bílastæða Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar samþykkti tillöguna á fundi sínum í lok síðasta mánaðar og vísaði málinu til borgarráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu sátu hjá við afgreiðslu málsins og bókuðu að vel ætti að vera unnt að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir í skólum þremur án svo mikillar röskunar á skólastarfi og tillangan felur í sér, til dæmis með notkun færanlegra skólastofa. Fyrirhugað er að reisa 2.200 fermetra skóla á bílastæðinu sem á að geta sinnt allt að 450 grunnskólakrökkum.Vísir/Ívar Þá segir í bókun Sjálfstæðismanna að ljóst sé að „enn frekari fækkun bílastæða við Laugardalsvöll getur leitt til þess að vallargestir og hallargestir leggi bifreiðum sínum í ríkari mæli en þegar er raunin í nálægu íbúahverfi. Þá er ekki ljóst hvernig aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra að Laugardalsvelli verður tryggt miðað við fyrirliggjandi tillögu.“ Deilur um skólahald í Laugardal Miklar deilur hafa staðið um framtíð skólahalds í Laugardal síðustu ár – hvernig bregðast skuli við stöðunni vegna fjölgunar barna og mikillar viðhaldsþarfar í skólunum þremur. Borgarstjórn ákvað í desember síðastliðinn að reistur yrði safnskóli í Laugardal fyrir börn í 8. til 10. bekk. Í Laugarneshverfi yngsta stigið, frá 1. upp í 4. bekk, áfram í Laugarnesskóla og færu svo í Laugalækjaskóla á miðstigi. Þá verði Langholtsskóli áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk.
Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira