Viðsnúningur eftir krappan dans Auðun Georg Ólafsson skrifar 8. maí 2025 13:31 Verkefni sveitarstjórna víða um land eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi segir Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjarðarbyggð Rekstur sveitarfélaga virðist með miklum ágætum ef marka má nýjustu uppgjör þeirra flestra fyrir árið 2024. Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þetta kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Fram hefur komið að um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra og sömu sögu er að segja af Reykjanesbæ. Þar er einnig 1,1 milljarður í afgang af rekstri bæjarsjóðs og er helsta ástæðan talin vera hærri útsvarstekjur. Rekstur Fjarðabyggðar reyndist jákvæður um rúman milljarð króna á síðasta ári þrátt fyrir loðnubrest, að því er Austurfrétt greinir frá. Töluverður afgangur eftir krappan dans Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir um afar jákvæðan viðsnúning að ræða. „Við sjáum hjá þeim sveitarfélögum sem eru að ljúka umræðu um sína ársreikninga og birta sína afkomu að það er mjög jákvæður viðsnúningur. Sérstaklega ef horft er til áranna 2020-2022 þegar sveitarfélög voru eins og samfélagið í kröppum dansi í tengslum við covid. Með verðbólgu eru sveitarfélögin að ná viðspyrnu sem byggir á mikilli vinnu sveitarstjórna vítt og breitt um landið. Menn eru að skila töluverðum afgangi hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. Það er afar jákvætt að sjá að þetta sé á réttri leið. Auðvitað hjálpar að verðbólgan er á niðurleið. Sveitarfélög hafa verið í ýmsum verkefnum sem hafa leitt til aukinna tekna. Þetta er kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. Nú er verkefnið að horfa til ársins í ár og næstu ára því það eru ýmsar áskoranir framundan fyrir sveitarfélögin.“ Fjárfestingar, skuldir og útsvar Umfangsmiklar fjárfestingar innviða bíða sveitarfélaga, að sögn Jóns, enda reka þau svipað stórt vegakerfi og ríkið. En hvað með skuldir sveitarfélaganna í ljósi bættrar rekstrarstöðu? „Allt hefur þetta áhrif. Við förum að sjá að skuldahlutfallið er að breytast mjög víða með auknum tekjum. Bæði eru sveitarfélög að greiða niður skuldir sínar og hugsanlega munu nokkur greiða skuldir sínar hraðar með bættum hag. Skuldahlutfallið mun taka breytingum samhliða þessu.“ Fer þá ekki að styttast í að það verði hægt að lækka útsvarið? „Það er alveg spurning en ég hef alltaf sagt að rekstur sveitarfélaga er fjölþættur með víðtæka þjónustu. Kröfur eru alltaf að aukast og við viljum gera vel við okkar íbúa. Sveitarfélögin í landinu standa mörg frammi fyrir því að fara í mikla innviðauppbyggingu samhliða fjölgun. Allt er þetta kostnaðarsamt. Við erum með húsnæði undir okkar starfsemi sem kallar á viðhald og fleira. Verkefnin eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi.“ Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Kópavogur Garðabær Reykjanesbær Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Fram hefur komið að um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra og sömu sögu er að segja af Reykjanesbæ. Þar er einnig 1,1 milljarður í afgang af rekstri bæjarsjóðs og er helsta ástæðan talin vera hærri útsvarstekjur. Rekstur Fjarðabyggðar reyndist jákvæður um rúman milljarð króna á síðasta ári þrátt fyrir loðnubrest, að því er Austurfrétt greinir frá. Töluverður afgangur eftir krappan dans Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir um afar jákvæðan viðsnúning að ræða. „Við sjáum hjá þeim sveitarfélögum sem eru að ljúka umræðu um sína ársreikninga og birta sína afkomu að það er mjög jákvæður viðsnúningur. Sérstaklega ef horft er til áranna 2020-2022 þegar sveitarfélög voru eins og samfélagið í kröppum dansi í tengslum við covid. Með verðbólgu eru sveitarfélögin að ná viðspyrnu sem byggir á mikilli vinnu sveitarstjórna vítt og breitt um landið. Menn eru að skila töluverðum afgangi hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. Það er afar jákvætt að sjá að þetta sé á réttri leið. Auðvitað hjálpar að verðbólgan er á niðurleið. Sveitarfélög hafa verið í ýmsum verkefnum sem hafa leitt til aukinna tekna. Þetta er kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. Nú er verkefnið að horfa til ársins í ár og næstu ára því það eru ýmsar áskoranir framundan fyrir sveitarfélögin.“ Fjárfestingar, skuldir og útsvar Umfangsmiklar fjárfestingar innviða bíða sveitarfélaga, að sögn Jóns, enda reka þau svipað stórt vegakerfi og ríkið. En hvað með skuldir sveitarfélaganna í ljósi bættrar rekstrarstöðu? „Allt hefur þetta áhrif. Við förum að sjá að skuldahlutfallið er að breytast mjög víða með auknum tekjum. Bæði eru sveitarfélög að greiða niður skuldir sínar og hugsanlega munu nokkur greiða skuldir sínar hraðar með bættum hag. Skuldahlutfallið mun taka breytingum samhliða þessu.“ Fer þá ekki að styttast í að það verði hægt að lækka útsvarið? „Það er alveg spurning en ég hef alltaf sagt að rekstur sveitarfélaga er fjölþættur með víðtæka þjónustu. Kröfur eru alltaf að aukast og við viljum gera vel við okkar íbúa. Sveitarfélögin í landinu standa mörg frammi fyrir því að fara í mikla innviðauppbyggingu samhliða fjölgun. Allt er þetta kostnaðarsamt. Við erum með húsnæði undir okkar starfsemi sem kallar á viðhald og fleira. Verkefnin eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi.“
Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Kópavogur Garðabær Reykjanesbær Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent