Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 15:00 Freyr Alexandersson tók við Brann í janúar. Mynd: Brann SK Það er óhætt að segja að áhuginn hafi verið mikill þegar opnað var fyrir miðasölu á heimaleik Brann gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Miðasölukerfið hrundið og Brann hefur fengið hundruð tölvupósta og símtöl frá fólki sem vonast eftir miða þó að orðið sé uppselt. Það hefur skapast mikil hefð fyrir því í Noregi að fólk fjölmenni á fótboltaleikvanga 16. maí, daginn fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna, til að hvetja sitt lið. Áhuginn er þó hvergi meiri en í Bergen og hvað þá núna þegar liðið, með Eggert Aron Guðmundsson innanborðs og Frey Alexandersson sem þjálfara, er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í hádeginu í gær var opnað fyrir miðasölu og þeir 5.000 miðar sem voru í boði hefðu selst á einni mínútu, samkvæmt heimasíðu Brann, ef ekki hefði verið notast við sérstakt biðraðakerfi og ef sölukerfið hefði ekki hreinlega hrunið vegna aðsóknar. Um tíma voru um 14.000 manns að reyna að kaupa miða á sama tíma og mátti hver og einn kaupa fjóra miða. Hins vegar voru eins og fyrr segir aðeins 5.000 miðar til sölu, þó að Brann-leikvangurinn taki 17.500 manns í sæti. Það er vegna þess að 10.000 ársmiðahafar eru hjá Brann. Auk þess eru um 1.000 VIP-sæti og 875 sæti fyrir gestaliðið, auk þess sem slatti af miðum eru fráteknir fyrir góðgerðamál og fleira. Hann @freyrale tók gamla miðasölukerfi KSÍ með sér til @SKBrann. 14.000 manns klárir í röð til að ná miða á heimaleik liðsins á þjóðhátíðardegi Noregs. Elska allt við þetta hæp! Elska þennan metnað.#FotboltiNet pic.twitter.com/P7wRhYNO6S— Maggi Peran (@maggiperan) May 7, 2025 Þegar sölukerfið komst af stað aftur, eftir að hafa hrunið í tvígang, tókst að ljúka miðasölunni. Innan við tveimur tímum eftir að miðasalan hófst hafði Brann fengið 217 tölvupósta og 50 símtöl, og gat félagið þess að það væri ekki með neitt þjónustuver og því væri ekki hægt að svara öllum. Áður en að þjóðhátíðarleiknum við Sarpsborg kemur þá mætir Brann liði Rosenborg í sannkölluðum stórleik á sunnudaginn. Aðeins eitt stig skilur liðin að í toppbaráttunni. Norski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Það hefur skapast mikil hefð fyrir því í Noregi að fólk fjölmenni á fótboltaleikvanga 16. maí, daginn fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna, til að hvetja sitt lið. Áhuginn er þó hvergi meiri en í Bergen og hvað þá núna þegar liðið, með Eggert Aron Guðmundsson innanborðs og Frey Alexandersson sem þjálfara, er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í hádeginu í gær var opnað fyrir miðasölu og þeir 5.000 miðar sem voru í boði hefðu selst á einni mínútu, samkvæmt heimasíðu Brann, ef ekki hefði verið notast við sérstakt biðraðakerfi og ef sölukerfið hefði ekki hreinlega hrunið vegna aðsóknar. Um tíma voru um 14.000 manns að reyna að kaupa miða á sama tíma og mátti hver og einn kaupa fjóra miða. Hins vegar voru eins og fyrr segir aðeins 5.000 miðar til sölu, þó að Brann-leikvangurinn taki 17.500 manns í sæti. Það er vegna þess að 10.000 ársmiðahafar eru hjá Brann. Auk þess eru um 1.000 VIP-sæti og 875 sæti fyrir gestaliðið, auk þess sem slatti af miðum eru fráteknir fyrir góðgerðamál og fleira. Hann @freyrale tók gamla miðasölukerfi KSÍ með sér til @SKBrann. 14.000 manns klárir í röð til að ná miða á heimaleik liðsins á þjóðhátíðardegi Noregs. Elska allt við þetta hæp! Elska þennan metnað.#FotboltiNet pic.twitter.com/P7wRhYNO6S— Maggi Peran (@maggiperan) May 7, 2025 Þegar sölukerfið komst af stað aftur, eftir að hafa hrunið í tvígang, tókst að ljúka miðasölunni. Innan við tveimur tímum eftir að miðasalan hófst hafði Brann fengið 217 tölvupósta og 50 símtöl, og gat félagið þess að það væri ekki með neitt þjónustuver og því væri ekki hægt að svara öllum. Áður en að þjóðhátíðarleiknum við Sarpsborg kemur þá mætir Brann liði Rosenborg í sannkölluðum stórleik á sunnudaginn. Aðeins eitt stig skilur liðin að í toppbaráttunni.
Norski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira