Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 15:00 Freyr Alexandersson tók við Brann í janúar. Mynd: Brann SK Það er óhætt að segja að áhuginn hafi verið mikill þegar opnað var fyrir miðasölu á heimaleik Brann gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Miðasölukerfið hrundið og Brann hefur fengið hundruð tölvupósta og símtöl frá fólki sem vonast eftir miða þó að orðið sé uppselt. Það hefur skapast mikil hefð fyrir því í Noregi að fólk fjölmenni á fótboltaleikvanga 16. maí, daginn fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna, til að hvetja sitt lið. Áhuginn er þó hvergi meiri en í Bergen og hvað þá núna þegar liðið, með Eggert Aron Guðmundsson innanborðs og Frey Alexandersson sem þjálfara, er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í hádeginu í gær var opnað fyrir miðasölu og þeir 5.000 miðar sem voru í boði hefðu selst á einni mínútu, samkvæmt heimasíðu Brann, ef ekki hefði verið notast við sérstakt biðraðakerfi og ef sölukerfið hefði ekki hreinlega hrunið vegna aðsóknar. Um tíma voru um 14.000 manns að reyna að kaupa miða á sama tíma og mátti hver og einn kaupa fjóra miða. Hins vegar voru eins og fyrr segir aðeins 5.000 miðar til sölu, þó að Brann-leikvangurinn taki 17.500 manns í sæti. Það er vegna þess að 10.000 ársmiðahafar eru hjá Brann. Auk þess eru um 1.000 VIP-sæti og 875 sæti fyrir gestaliðið, auk þess sem slatti af miðum eru fráteknir fyrir góðgerðamál og fleira. Hann @freyrale tók gamla miðasölukerfi KSÍ með sér til @SKBrann. 14.000 manns klárir í röð til að ná miða á heimaleik liðsins á þjóðhátíðardegi Noregs. Elska allt við þetta hæp! Elska þennan metnað.#FotboltiNet pic.twitter.com/P7wRhYNO6S— Maggi Peran (@maggiperan) May 7, 2025 Þegar sölukerfið komst af stað aftur, eftir að hafa hrunið í tvígang, tókst að ljúka miðasölunni. Innan við tveimur tímum eftir að miðasalan hófst hafði Brann fengið 217 tölvupósta og 50 símtöl, og gat félagið þess að það væri ekki með neitt þjónustuver og því væri ekki hægt að svara öllum. Áður en að þjóðhátíðarleiknum við Sarpsborg kemur þá mætir Brann liði Rosenborg í sannkölluðum stórleik á sunnudaginn. Aðeins eitt stig skilur liðin að í toppbaráttunni. Norski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Það hefur skapast mikil hefð fyrir því í Noregi að fólk fjölmenni á fótboltaleikvanga 16. maí, daginn fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna, til að hvetja sitt lið. Áhuginn er þó hvergi meiri en í Bergen og hvað þá núna þegar liðið, með Eggert Aron Guðmundsson innanborðs og Frey Alexandersson sem þjálfara, er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í hádeginu í gær var opnað fyrir miðasölu og þeir 5.000 miðar sem voru í boði hefðu selst á einni mínútu, samkvæmt heimasíðu Brann, ef ekki hefði verið notast við sérstakt biðraðakerfi og ef sölukerfið hefði ekki hreinlega hrunið vegna aðsóknar. Um tíma voru um 14.000 manns að reyna að kaupa miða á sama tíma og mátti hver og einn kaupa fjóra miða. Hins vegar voru eins og fyrr segir aðeins 5.000 miðar til sölu, þó að Brann-leikvangurinn taki 17.500 manns í sæti. Það er vegna þess að 10.000 ársmiðahafar eru hjá Brann. Auk þess eru um 1.000 VIP-sæti og 875 sæti fyrir gestaliðið, auk þess sem slatti af miðum eru fráteknir fyrir góðgerðamál og fleira. Hann @freyrale tók gamla miðasölukerfi KSÍ með sér til @SKBrann. 14.000 manns klárir í röð til að ná miða á heimaleik liðsins á þjóðhátíðardegi Noregs. Elska allt við þetta hæp! Elska þennan metnað.#FotboltiNet pic.twitter.com/P7wRhYNO6S— Maggi Peran (@maggiperan) May 7, 2025 Þegar sölukerfið komst af stað aftur, eftir að hafa hrunið í tvígang, tókst að ljúka miðasölunni. Innan við tveimur tímum eftir að miðasalan hófst hafði Brann fengið 217 tölvupósta og 50 símtöl, og gat félagið þess að það væri ekki með neitt þjónustuver og því væri ekki hægt að svara öllum. Áður en að þjóðhátíðarleiknum við Sarpsborg kemur þá mætir Brann liði Rosenborg í sannkölluðum stórleik á sunnudaginn. Aðeins eitt stig skilur liðin að í toppbaráttunni.
Norski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira